Morgunblaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Munið að slökkva á kertunum Logandi kerti ætti ekki að færa úr stað Elva Rakel Fyrir skemmstu ákvað Matvæla- stofnun að upplýsa neytendur um að hjá fyrirtækinu Brún- eggjum sé víða pott- ur brotinn. Þar eru allt of margir fuglar á búunum, sem leiðir til lélegs aðbúnaðar fyrir fuglana auk þess sem varan get- ur ekki talist vistvæn eins og fram- leiðandinn tekur skýrt fram á um- búðum og í auglýsingum. Máli sínu til stuðnings er Mast með mynd- bandsupptökur og ljósmyndir úr búunum frá fjölda eftirlitsferða sem spanna margra ára tímabil. Allt er rækilega skráð og myndað og rekstraraðilum Brúneggja hafa gefist mörg tækifæri til að gera úr- bætur. Allt þetta hefur gengið á árum saman án þess að Mast hafi upplýst neytendur um málið. Fyrir það fær Mast nú harða og rétt- mæta gagnrýni. Þetta mál þekkja flestir og ekki þarf að eyða fleiri orðum í upprifjun á málinu. Í febrúar 2012 upplýsti Mast að nautabökur frá fyrirtækinu Gæða- kokkum í Borgarnesi innihéldu ekkert nautakjöt. Að sögn Mast var tekið sýni úr einni kjötböku sem sótt var í verslun í Kópavogi og niðurstaðan að þeirra sögn að ekkert kjöt væri í bökunni. Eig- endur Gæðakokka fengu upphring- ingu frá fjölmiðlum en Mast hafði upplýst fjölmiðla en ekki haft neitt samband við „sökudólgana“. Engar ítrekaðar heimsóknir, engar aðvar- anir, engar myndir, einungis sýni úr einni böku. Eigendum Gæða- kokka aldrei gefinn kostur á úrbót- um áður en málið var gert opin- bert. Fyrirtækinu var „slátrað“ á einum degi. Allar verslanir hætta að selja vörur fyrirtækisins, veltan hrynur og fólk missir vinnuna. Á grundvelli niðurstaðna Mast var fyrirtækið Gæðakokkar kært fyrir vörusvik. Á sama tíma og eigendur Gæðakokka róa lífróður við að reyna að halda fjölskyldufyrir- tækinu á floti þarf fyrirtækið að leggja út í mikinn kostnað við málsvarnir fyrir dómstólum. Gæðakokkar unnu málaferlin um vörusvikin og í júní sl. var Mast dæmt skaðabótaskylt vegna máls- ins. Mjög lítið hefur verið fjallað um þetta og fjölmiðlar hafa ekki skoðað málið af sama áhuga og áð- ur. Satt að segja voru flestir búnir að gleyma kjötbökumálinu enda komin tæp fjögur ár síðan vörur Gæðakokka sáust í verslunum. Í lok nóvember þegar Brúneggja- málið kemur upp leyfir Jón Gísla- son forstjóri Matavælastofnunar sér að nota það að Mast hefur tap- að málaferlunum við Gæðakokka sem afsökun fyrir því að mál Brún- eggja var ekki gert opinbert fyrr. Jón bætir því við að Mast sé mjög ósátt við dóminn. Hvernig getur forstjóri opinberrar stofnunar hald- ið áfram, löngu eftir að dómar eru fallnir, að gera Gæðakokka tor- tryggilegt? Hann er að ýja að því að þarna hafi fallið rangur dómur vitandi það að Mast tapaði málinu vegna skorts á sönnunum. Þeir gátu ekki sannað að niðurstaða rannsókn- arinnar væri rétt og þar að auki voru þeir búnir að eyða umræddri böku sem kæran byggir á. Eftir stendur eitt blað með einhverjum rann- sóknarniðurstöðum sem engin sönnun er á bak við. Samkvæmt skýrslum Mast hefst mál Brú- neggja löngu áður en mál Gæðakokka kemur upp í febr- úar 2012. Væri ekki rétt að for- stjóri Mast gerði grein fyrir þess- um gríðarlega mismun á meðhöndlun á þessum málum tveimur. Hvers vegna var Gæða- kokkum „slátrað“, án aðvörunar og án haldbærra sönnunargagna, í fjölmiðlum á sama tíma og for- svarsmönnum Brúneggja var gef- inn mjög ítrekaður frestur til úr- bóta árum saman þrátt fyrir að Mast hafi mikinn fjölda gagna til að byggja á. Neytendur eiga rétt á að fá að vita ástæður þessa og ekki síst eigendur Gæðakokka, sem enn sjá ekki fyrir endann á málaferlum við Mast. Hvað gerði það svona ár- íðandi að slátra litlu fjölskyldufyr- irtæki svona hratt og örugglega að menn gáfu sér ekki tíma til að afla áreiðanlegra sannana? Hvernig getur opinber stofnun tekið lifi- brauðið af fjölskyldu og stórskaðað mannorð viðkomandi án þess að hafa meira í höndum? Hvernig get- ur dómur sem fellur á miðju ári 2016 verið ástæða þess að Mast þegir þunnu hljóði um ástandið hjá Brúneggjum frá árunum 2010- 2016? Gæðakokkar var bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem hóf starf- semi sína í bílskúr í Mosfellsbæ, óx svo og dafnaði með þrotlausri vinnu eigendanna, sem voru búnir að leggja allt sitt undir. Eigendur eiga rétt á að fá að vita hvers vegna hið opinbera ákvað að stoppa þetta eins og um væri að ræða ein- hverja alræmda kannabisræktun. Undirritaður starfaði fyrir Gæðakokka frá árinu 2006 til byrj- un árs 2009 og var því hættur störfum þremur árum áður en um- ræddir atburðir áttu sér stað. Ég get því ekki fullyrt að það hafi ver- ið kjöt í bökunni umræddu frekar en að Mast geti fullyrt að það hafi ekki verið. Það er hins vegar aug- ljóst að í svona vinnslu þar sem að fyllingin fyrir kjötbökurnar er lög- uð í 100 lítra potti að það sést mjög greinilega ef grunnhráefnið vantar í uppskriftina. Það þarf verulega yfirsjón starfsmanns þegar það vantar 30% hráefnisins í pottinn. Er það mögulegt að starfsmaður sjái ekki muninn á því að það séu 50 en ekki 80 lítrar í 100 lítra potti? Ég læt lesendum um að dæma hversu líklegt sé að það hafi gerst. Af brúnum eggjum, kjöt- bökum og Mast Eftir J. Trausta Magnússon J. Trausti Magnússon »Eftir stendur eitt blað með einhverj- um rannsóknarniður- stöðum sem engin sönn- un er á bak við. Höfundur er matreiðslumeistari. Áhrif líkamlegrar snertingar eru ótvíræð. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt fram á að ungbörnum gengur mun betur ef þau fá knús og faðmlag. Þau vaxa hraðar, og byrja fyrr að skríða og ganga. Þau eru auk þess með betra ónæmiskerfi, sofa betur og eru virkari. Ef ungbörn fá ekki snertingu getur það haft áhrif á tilfinningalegan þroska þeirra. Tiff- any Field, prófessor í barna- og geð- lækningum við Háskólann í Miami, segir að snerting sé jafn mikilvæg fyrir vöxt og velferð barna og hollt mataræði og hreyfing. Fullorðið fólk þráir ekki síður snertingu og faðmlög. Vilborg Arna Gissurardóttir, sem náði á Suðurpól- inn eftir að hafa gengið ein síns liðs í sextíu daga, lýsir því mjög vel í bók- inni Ein á enda jarðar: „Óskaplega var ég búin að bíða lengi eftir að þrýsta örmum mínum um aðra mann- eskju. Og ég gleymi mér um stund. Það hvarflar ekki að mér að sleppa faðminum, sem kann að vera neyð- arlegt fyrir hina félagana, en það má einu gilda; ég þarf nauðsynlega á þéttu og góðu knúsi að halda.“ Áhrif innilegs og hlýs faðmlags eru ótvíræð:  Sú nærandi snerting sem felst í faðmlagi skapar traust og öryggis- tilfinningu, sem stuðlar að opnum og heið- arlegum samskiptum.  Faðmlög leysa úr læðingi hormón sem kallað er oxytósín, en það auðveldar tengsla- myndun og eykur vellíð- an. Sömu áhrifin koma fram þegar við klöppum gæludýrum. Sama hormón lækkar blóð- þrýsting og minnkar þannig hættuna á hjarta- og æða- sjúkdómum.  Faðmlag sem varir í að minnsta kosti 20 sekúndur hækkar magn serótóníns og dópamíns í blóðinu, en þau eru vellíðunarefni sem hafa áhrif á skapferli og almenna virkni.  Faðmlög styrkja ónæmiskerfið með því að örva hóstarkirtilinn, en hann stjórnar framleiðslu líkamans á hvítum blóðkornum, sem halda okkur heilbrigðum og koma í veg fyrir sjúk- dóma.  Faðmlög losa spennu í lík- amanum og lina verki með því að örva taugaenda og auka blóðflæðið í mjúku vefjunum.  Faðmlög koma jafnvægi á taugakerfið. Þegar við fáum knús breytist leiðni í húðinni. Breytingin á rakastigi og rafmagni í húðinni skap- ar jafnvægi í taugakerfinu.  Faðmlag eykur marktækt magn hemóglóbíns í blóðinu, sem ber ábyrgð á flutningi súrefnis til líffæra eins og heila og hjarta. Aukning á he- móglóbíni styrkir líkamann, kemur í veg fyrir sjúkdóma og hraðar bata.  Faðmlög styrkir sjálfsálitið. Frá því við fæðumst sýnir snerting fjöl- skyldumeðlima okkur að við erum elskuð og sérstök. Faðmlögin sem við fengum frá foreldrum okkar í æsk- unni eru innstimpluð í taugakerfi okkar.  Orkuskiptin milli tveggja ein- staklinga sem faðmast eru fjárfesting í sambandinu. Snerting ýtir undir samkennd og skilning og skapar nánd.  Faðmlög kenna okkur að gefa og þiggja. Það er jafn mikilvægt að taka á móti og vera móttækilegur fyr- ir hlýju og að gefa og deila. Faðmlög kenna okkur að ást er gagnkvæm.  Faðmlög virka að mörgu leyti eins og hugleiðsla og hlátur. Þau kenna okkur að sleppa fram af okkur beislinu og lifa í núinu. Við tengjumst tilfinningum okkar, hjörtum og önd- un.  Faðmlög hafa engar aukaverk- anir og ekki þarf lyfjaávísun frá lækni. Þau eru einfaldlega undra- meðal. Faðmlög eru undrameðal Eftir Ingrid Kuhlman » Faðmlög hafa engar aukaverkanir og ekki þarf lyfjaávísun frá lækni. Þau eru einfald- lega undrameðal. Ingrid Kuhlman Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.