Fréttatíminn - 22.07.2016, Blaðsíða 4
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Trident kjarnorkuáætlun Bretlands
snýst um fælingarmátt kjarnavopn-
anna og á rætur í Kalda stríðinu.
Vopnin voru ekki hugsuð til árásar
heldur sem vörn gegn vopnabúri
Sovétríkjanna. Kjarnaárás að utan
átti að vera hægt að svara í sömu
mynt og í þeim möguleika fólst fæl-
ingarmátturinn.
Þeir kafbátar í Trident kerfinu sem
nú eru í notkun eru smíðaðir á árun-
um 1986-1994 en þeir munu teljast
að fullu úreltir í lok næsta áratugar.
Í atkvæðagreiðslu í breska þinginu
sem fram fór um málið í vikunni
klofnaði breski Verkamannaflokk-
urinn í afstöðu sinni. Leiðtoginn
umdeildi, Jeremy Corbyn, sem hef-
ur lengi barist gegn kjarnavopnum,
greiddi atkvæði gegn endurnýjun
flotans ásamt 47 öðrum þingmönn-
um flokksins, en 140 þingmenn
flokksins greiddu atkvæði með til-
lögunni.
Þeir sem styðja endurnýjunina
telja að ekki sé hægt að segja fyrir
um þær ógnir sem munu steðja að
Bretlandi í framtíðinni. Á móti benda
andstæðingar á að þær ógnir séu
alls ekki þær sömu og voru á tímum
Kalda stríðsins.
Skoski þjóðarflokkurinn var allur
á móti málinu, enda vopnin norður
í Skotlandi, og stóðu einnig Frjáls-
lyndir demókratar sameinaðir gegn
því. Íhaldsflokkurinn undir leiðsögn
Theresu May, hins nýbakaða for-
sætisráðherra, var nærri sameinað-
ur í stuðningi sínum við endurnýjun-
ina. Svo fór að mikill meirihluti var í
þinginu fyrir endurnýjun. 355 fleiri
þingmenn voru með henni en á móti.
Ummæli Theresu May um að hún
væri, undir réttum kringumstæðum,
tilbúin að nota vopnin vöktu mikla
athygli og jafnvel hneykslun. May
sagði hins vegar að hugmyndin um
fælingarmátt vopnanna væri einmitt
sú að „óvinirnir þurfa að vita að við
séum tilbúin að nota vopnin.“ Hún
ásakaði leiðtoga Verkamannaflokks-
ins og fulltrúa græningja um að vera
fremsta í flokki við að verja óvini
landsins.
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
Trident í dag
• Fjórir Vanguard kafbátar
bera allt að átta Trident loft-
skeyti. Hvert þeirra getur bor-
ið nokkra kjarnaodda.
• Frá 1969 hefur einn breskur
kafbátur búinn kjarnavopnun
alltaf siglt í hafdjúpinu.
• Nýr forsætisráðherra undir-
ritar bréf sem geymd eru í
hverjum kafbáti og innihalda
skipanir ef samband slitnar
við yfirvöld ef kjarnorkustríð
skellur á.
• Endurnýjun mun taka
langan tíma. Gert er ráð fyrir
að 17 ár taki að smíða kafbát-
ana en tæknihönnun við ýmis
kerfi hefur staðið frá 2007.
Hart hefur verið tekist á um kjarnavopn í Bretlandi síðustu dag. Mótmælendur
hafa bent á að gríðarlegum fjármunum í Trident áætlunina ætti frekar að ráð-
stafa í heilbrigðiskerfið, velferð eða endurnýjanlega orku.
Kjarnavopnin í nágrenninu
Ljóst er að efnahagslegt mikil-
vægi verkefnisins er mikið. Áætlað
er að smíði nýrra vopna muni kosta
40 milljarða punda, rúmlega 6400
milljarða króna. Endurnýjunin á
einnig að skapa um 15 þúsund vel
launuð og sérhæfð störf.
Hvað sagði Mhairi Black?
Ungi skoski þingmaðurinn Mhairi Black, sem vakti
mikla athygli í kosningunum í fyrra, kemur úr kjör-
dæmi þar sem kjarnorkuúrgangur vegna Trident
kerfisins er fluttur með lestum. Í ræðu sem vakið hef-
ur nokkra athygli hafði hún þetta málið að segja:
Gagnvart hverjum virkar fælingarmáttur vopnanna, spurði
Mhairi, þegar helstu ógnir Bretlands hafa verið skilgreindar sem
alþjóðleg hryðjuverk, loftslagsbreytingar og tölvuplæpir? Gegn
öllu þessu er lítil vörn í Trident.
Af hverju er ekki byggt undir varnir gegn ógn eins og loftslags-
breytingum með því að búa til störf fyrir sérfræðinga sem snúa að
endurnýjanlegri orku?
Mhairi telur að málið snúist um að tryggja áframhaldandi sæti
Bretlands í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og ímynd Bretlands
út á við sem stórveldis.
Breska þingið samþykkti í vikunni að endurnýja á næstu árum Trident kjarnavopnakerfi landsins.
Vopnin sem nú eru í notkun eru staðsett við Clyde-fjörð skammt frá Glasgow og í 1100 km fjarlægð
frá Íslandsströndum. Ummæli Theresu May um notkun vopnanna vöktu mikla athygli í þinginu.
Raisan var þreklítill og utan
við sig þegar blaðamaður hitti
hann í gær við Grensásveginn.
Mótmæli Íraskur hælisleit-
andi hefur verið í hungur-
verkfalli hér á landi í 22
daga. Hann var þrekaður og
máttfarinn þegar blaðamað-
ur hitti hann.
„Staðan er bara óbreytt, hann fór
á spítala í vikunni og hefur verið
án matar í rúmlega 20 daga,“ seg-
ir Toshiki Toma, prestur og sjálf-
boðaliði hjá Rauða Krossinum, en
íraski hælisleitandinn, Raisan Al-
-Shimani, hefur verið í hungurverk-
falli í 22 daga í dag.
Raisan er frá Suður-Írak en hann
leitaði hælis hér eftir að hafa kom-
ið frá Noregi en Útlendingastofn-
un tók ekki mál hans til efnislegr-
ar meðferðar og hefur því ákveðið
að senda hann til baka á grundvelli
Dyflinarreglugerðarinnar. Í Noregi
hefur sú ákvörðun verið tekin að
lýsa yfir að Suður-Írak sé öruggt
landsvæði, og því heimilt að senda
hælisleitendur til baka.
Raisan sagði í viðtali við Frétta-
tímann fyrr í júlí að það skipti hann
ekki máli hvort hann léti lífið hér
á landi eða í Írak, þar sem hann á
fjölskyldu; eiginkonu og sex börn.
Raisan var fluttur á spítala fyrr í
vikunni vegna hás blóðþrýstings að
sögn Toshiki Toma sem hefur reynt
að aðstoða Raisan. Og það er ljóst
að Toshiki hefur miklar áhyggjur af
Raisan: „Ég hef reynt að sannfæra
hann um að hætta þessu, en hann
hlustar ekki.“
Toshiki segir Útlendingastofnun
ekki hafa brugðist við þessu alvar-
lega neyðarkalli. | vg
Í hungurverkfalli í 22 daga
Heilbrigðismál Gunnar
Ármannsson talsmaður
félagsins MCPB sem ætlar
að reisa nýjan einkaspítala
í Mosfellsbæ segist vonast
til að um 1000 störf verði
til vegna hans þegar hann
verður tilbúinn árið 2019.
Gunnar Ármannsson talsmaður
félagsins MCPB sem ætlar að reisa
nýjan einkaspítala í Mosfellsbæ seg-
ist vonast til að um 1000 störf verði
til vegna hans þegar hann verður
tilbúinn 2019.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur
úthlutað lóð undir nýjan 30 þúsund
fermetra einkaspítala í bænum og
hótel. Forsvarsmenn spítalans gera
ráð fyrir þar verði 150 einkastofur
og fimm skurðstofur. Fyrirtækið
MCPB ehf ætlar að reisa spítalann
en það er í eigu hollenska félagsins
Burbanks Holding.
Verkefni er unnið í samstarfi
við spænska hjartalækninn Pedro
Brugada sem þegar rekur þrjár
einkareknar stofur í Evrópu og ætl-
ar að opna stofu hjá Klíníkinni í Ár-
múla í október.
Gunnar Ármannsson segir spít-
alann einungis hugsaðan fyrir er-
lenda sjúklinga en ekki verði leitað
samstarfs við sjúkratryggingar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
reisa á spítala á þessari sömu
lóð sem er kennd við Sólvelli við
Hafravatnsveg. Árið 2009 ætl-
aði félagið Primacare að reisa
þar sjúkrahús sem sérhæfði sig í
mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum fyr-
ir útlendinga.
Gunnar var framkvæmdastjóri
Primacare og einnig í forsvari fyrir
þann spítala. Fyrirtækið var kynnt
til sögunnar árið 2009 en gert var
ráð fyrir að fyrstu sjúklingarnir
kæmu þangað árið 2009 og um 600
til 1000 störf yrðu til vegna spítal-
ans. Ekkert varð hinsvegar úr því.
Hann segir að ástæðan hafi verið
sú að ekki tókst að tryggja nægilegt
fé til verkefnisins. Það sé hinsvegar
ekki vandamál nú. | þká
Vilja reisa risastóran einkaspítala
Gunnar Ármannsson er talsmaður
MCPB sem ætlar að byggja nýjan
spítala í Mosfellssbæ
Kynferðisbrotamál
Bærinn hefur
ekki boðvald
í málinu
Vestmannaeyjabær stjórnar ekki
lögreglunni og ég hef ekkert boð-
vald í málinu, segir Elliði Vignis-
son bæjarstjóri í Eyjum, en fimm
hljómsveitir sem eiga að spila á
þjóðhátíð í Eyjum hóta að draga
sig út ef ekki verður stefnubreyting
af hálfu bæjaryfirvalda í Vest-
manneyjum vegna þeirrar stefnu
og verklags sem lögreglustjórinn í
Eyjum ætlar að viðhafa vegna kyn-
ferðisbrota á hátíðinni.
„Ég þekki engan sem vill þagga
niður umræðu um kynferðisbrot,”
segir Elliði.
Tón list ar menn irn ir, Retro Stef-
son, Úlfur Úlfur, Ag ent Fresco,
Emm sjé Gauti og Sturla Atlas
krefjast þess að lög reglu yfi r völd
í Vest mann eyj um temji sér þau
vinnu brögð sem Land spít al inn og
Stíga mót telji vera æski leg ust.
„Ég átta mig varla lengur á því
um hvað deilan snýst, ég hef heyrt
á lögreglustjóra að öllum upplýs-
ingum verði komið til fjölmiðla eins
fljótt og verða má, um leið og búið
er að tryggja rannsóknarhagsmuni
og hagsmuni fórnarlamba,” segir
Elliði. “Hvað vilja menn meira.
Kannski verðum við öll að
gæta hófs til að koma í
veg fyrir þessi viðbjóðs-
legu brot. Þeir sem hafa
tjáð sig um þetta
mál eru að stefna
að sama mark-
miði og það ætti
að móta um-
ræðuna.“
„Ég átta mig
varla lengur á því
um hvað deilan
snýst,” segir
Elliði Vignisson.