Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.07.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 22.07.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016 Fólk liggjandi á götum. Það var ofsahræðsla í loftinu. Bílstjórinn okkar var í taugaáfalli. Þegar við spurðum hann hvað væri að ger- ast var svarið alltaf það sama. „Það er mikil umferð í kvöld“. Og við ákváðum að treysta því nokkurn veginn, þó að við vissum að eitt- hvað alvarlegt hefði gerst. Við þurftum að labba síðasta spölinn á hótelið. Kannski 10 mín- útna leið. Þar gengum við í flasið á risastórri mótmælagöngu stuðn- ingsmanna Erdogans forseta sem virtist stækka með hverri mínút- unni. Stemningin var mjög herská og við forðuðumst gönguna. Ættingjar vissu meira Þegar við komumst loks á hótelið var valdaránið heimsfrétt. Fjöl- skyldur okkar á Íslandi og í Bras- ilíu vissu þá allt um atburðinn og höfðu ítrekað reynt að hafa sam- band við okkur. Ættingjarnir í fjarlægum heimsálfum vissu því meira en við sjálf sem höfðum ver- ið í hring iðu atburðanna. Svona er hnattvæðingin mögnuð. Okkur var sagt að herinn hefði lokað flugvellinum og við værum því föst í landinu. Enn fremur að við ættum að halda okkur innan- dyra á hótelinu þangað til annað kæmi í ljós. Starfsfólkið á hótelinu þorði ekki einu sinni að fara heim eftir vinnu. Það var erfitt að trúa því að þessi staða væri komin upp. „Coup d’état“ – gerist slíkt enn í dag? Sannleikurinn er sá að um 30 valdaránstilraunir hafa verið gerðar í heiminum síðan 2010. Ég hafði lítt hugsað um það áður en ég lenti sjálfur í að vera viðstaddur slíkan atburð. Herþotur og sprengiregn Um nóttina var erfitt að festa svefn enda vorum við, sem aðrir hótel- gestir, mjög slegin yfir þessu. Um klukkan 4 heyrðum við gífurlegan hvell sem hlýtur að hafa verið sprenging. Herþotur og herþyrl- ur flugu stöðugt yfir. Hótelið var í tveggja kílómetra fjarlægð frá flug- vellinum en þar börðust stjórnvöld við valdaránsklíkuna. Daginn eft- ir kom í ljós að valdaránstilraun- in hafði mistekist. Erdogan forseti kom fram í sjónvarpinu og hélt þrumuræðu. Hann endurtók það sama og í hinni einkennilegu ræðu sem hann hélt úr snjallsímanum í sjónvarpinu. Hann hvatti stuðn- ingsmenn sína til að streyma út á götur og láta heyra í sér. Flugvöllurinn var nú opinn aft- ur eftir að hermenn höfðu verið reknir þaðan. Við þurftum að fara á hann til að tala við flugfélagið og fá nýtt flug. Þar mætti okkur gríðarstór stuðningssamkoma fyrir Erdogan. Þúsundir manna veifuðu tyrkneska fánanum og fóru með íslömsk slagorð. Sumir í þessum hópi voru mjög æstir og spörkuðu í bílana sem keyrðu framhjá. Kon- an sem afgreiddi fyrir okkur flug- miðana titraði af hræðslu. Hugsuðum til þjónanna Við komumst úr landi á sunnudeg- inum eftir tvo sólarhringa í Tyrk- landi. Það var auðvitað stutt stopp en okkur leið eins og við hefð- um eytt mörgum árum þarna. Við veltum helst fyrir okkur hvar skemmtilegu þjónarnir á skipinu væru staddir. Hvort frænkurnar frá Kasakstan sem sátu með okkur við kvöldverðarborðið sama kvöld hefðu komist heilar heim eins og við. Og svo framvegis. Þegar heim var komið sáum við hryllilega meðferð stjórnvalda á hermönnunum sem tóku þátt í valdaráninu. Það kom okkur ekki á óvart því við höfðum fundið fyrir þeim herskáa anda kvöldið sem við þræddum Istanbúl þvera og endi- langa, án þess þó að vita þá hvað gerst hafði. Bospórusbrú daginn eftir. Skriðdrekar valdaránsklíkunnar hafa verið fjarlægðir. Ég sigldi undir sömu brú kvöldið áður. Tveir og hálfur klukku- tími leið áður en við komumst heim á hótelið. Við vorum heppin að lenda ekki í skotlínu eða keyra í flasið á skriðdrek- um á þessari leið. En við vissum það ekki þá. Erdogan forseti birtist á skjá snjallsíma sem fréttamaður heldur á í beinni út- sendingu á tyrknesku útgáfu CNN. Hann hvetur þjóð sína til að fara út á götur og mótmæla aðgerðum hersins.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.