Fréttatíminn - 22.07.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016
Frystiborðspopp
Heidatrubador er listamannsnafn
Heiðu Eiríksdóttur sem gerir jafnt
lágstemmt þjóðlaga-kántrí-popp og
framúrstefnulega tilrauna-hljóða-
tónlist. Heiða heldur tónleika í
kvöld vegna þess að það vantar alla
hættu í líf fólks sem stendur frammi
fyrir erfiðustu ákvörðunum sín-
um að kvöldi dags við frystiborðið
í stórmarkaðinum. Út er komin
kassettan Third-Eye Slide-Show
með tilraunahlið Heidatrubador.
Hvar? Mengi
Hvenær? Í kvöld kl. 21
Hvað kostar? 2000 kr.
GOTT
UM
HELGINA
HAPPY
FRIDAY
SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
GASTROPUB
Allir kokteilar
á hálfvirði
á föstudögum
frá 23–01
Af ljósi
Sýningin Of Light í leikstjórn
Samönthy Shay verður frumsýnd
í dag. Hugmyndin að verkinu
kviknaði á Íslandi en andstæður
ljóss og myrkurs hér á landi sendu
listakonuna í könnunarleiðangur
um hvernig þessar andstæður birt-
ast í manneskjum. Tónlistarkonan
KÁRYYN semur raftónlist og kór-
verk fyrir verkið, Paul Evans sér
um hljóðhönnun og útsetningu og
Nini Julia Band fléttar hefðbunda
tónlist frá Kúrdistan, Georgíu og
Sardínu við verkið.
Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? Í kvöld kl. 20.30
Hvað kostar? 3.900 kr.
Nýdönsk á Græna hattinum
Hljómsveitin Nýdönsk blæs til tónleika á Græna hattinum á Akureyri í
kvöld. Ekki er hægt að búast við öðru en að hljómsveitin taki sína helstu
slagara og fólk muni fljúga um loftin í sæluvímu við tónlistina dunandi.
Hvar? Græni hatturinn
Hvenær? Í kvöld kl. 22
Föstudagsforleikur
Bræðslunnar
Forleikurinn að Bræðsl-
unni í Fjarðarborg á
Borgarfirði eystri
fer fram í kvöld.
Fram koma MurM-
ur, Úlfur úlfur og
Jónas Sigurðsson
ásamt Ritvélum framtíðarinn-
ar. Tvennir tónleikar verða
í Fjarðarborg þetta kvöld. Á
þeim fyrri verða sæti og borð
en ekki á þeim seinni.
Hvar? Fjarðarborg, Borgarfirði
eystri
Hvenær? Í kvöld kl. 20 og 23.30
Hvað kostar? 3900 kr.
Rokkveisla á Gauknum
Það verður sannkölluð rokkveisla á Gauknum í kvöld þar sem fjórar stórgóðar rokkhljómsveitir munu stíga á stokk
svo þakið mun rifna af húsinu. Um er að ræða Lucy in Blue, Churchhouse Creepers, Ottoman og The Roulette.
Hvar? Gaukurinn
Hvenær? Í kvöld kl. 20
Kjarvalsleiðsögn
Í dag fer fram leiðsögn á ensku á
Kjarvalsstöðum. Um er að ræða
sýningu Jóhannesar S. Kjarval:
Hugur og heimur. Á sýningunni
gefst gott tækifæri til að kynn-
ast mörgum lykilverkum frá ferli
listamannsins og fá innsýn í þau
meginstef sem voru uppistaðan í
lífsverki hans, annars vegar landið
í öllum sínum fjölbreytileika og
hins vegar það líf og þær tákn-
myndir sem Kjarval skynjaði í
landinu, það sem hugurinn nemur
ekki síður en það sem augað sér.
Hvar? Á Kjarvalsstöðum
Hvenær? Í dag kl. 14
Clueless í Paradís
Alicia Silverstone er í ógleyman-
legu hlutverki sem dekurdrósin
Cher. Myndin fjallar um hóp
forríkra og ofdekraðra krakka í
Beverly Hills þar sem allt snýst um
vinsældir og að falla inn í hópinn.
Myndin er lauslega byggð á skáld-
sögunni Emma eftir Jane Austen.
Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Í kvöld kl. 20
Hvað kostar? 1400
Nýtt myndband Glowie
Ungstirnið
Glowie efnir
til frumsýn-
ingarpartýs í
tilefni af nýju
myndbandi
við lagið No
Lie. Í tilkynn-
ingu segir:
Ég fékk hugmynd fyrir myndband
þegar vinnslan á laginu „No Lie“
var í gangi, hugmyndin var að gera
myndband sem sýnir stílinn minn,
hvað mér finnst gaman að gera og
sýna bara nákvæmlega hver ég
er, enda verður þetta myndband
notað til að kynna mig fyrir stærri
markaðinum.
Hvar? Kex Hostel
Hvenær? Í dag kl. 21
Prins Póló & Dj flugvél
og geimskip
Rás 2 og Húrra efna til sumar-
tónleika í dag. Kosmískar lendur
verða kannaðar með dj flugvél og
geimskip og Prins Póló fjallar um
klósettferðir & bílastæðavanda nú-
tímamannsins.
Hvar? Húrra
Hvenær? Í dag kl. 21
Hvað kostar? 2000 kr.