Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.07.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 22.07.2016, Blaðsíða 48
alla föstudaga og laugardaga „Improv spunaleikhús reyndist vera allt það sem ég elska við leiklist. Senan er stór í Bandaríkjunum og ég vildi koma með hana til Íslands.“ Dóra Jóhannsdóttir í viðtali við amk... á morgun Dr. Phil ákærður af fyrrum skjólstæðingi sínum Hefur 20 daga til að safna 200 þúsund krónum Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem rapparinn Emmsjé Gauti, safnar nú fyrir útgáfu þriðju plötu sinnar á Karolina Fund. Emmsjé Gauti þarfnast þrjú þúsund evra (um það bil 400 þúsund króna) til að klára plötuna Vagg og velta sem hann ætlar að gefa út á vínýl. Eins og staðan er núna er kappinn búinn að safna rétt rúmlega helmingnum af þeirri upphæð. Tuttugu dagar eru enn til stefnu og því enn tími fyrir aðdáendur hans að styrkja útgáfuna svo tónlist hans fái að heyrast á gamla góða vínýlnum. Gylfi landar skrímsli Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hvílir nú lúin bein á Antigua í karabíska hafinu eftir frábært Evrópumót í Frakklandi. Gylfi liggur þó ekki bara í sólbaði til að hvíla sig fyrir átök komandi tímabils með Swansea í ensku úrvalsdeildinni heldur hélt hann á veiðar og veiddi 64 punda fisk – ef fisk skyldi kalla. Hann stillti sér síðan upp með fenginn og leyfði fylgjendum sínum að sjá skrímslið. Björk lyftir lóðum Ekki hefur legið beint við hingað til að tengja söngkonuna Björk Guðmundsdóttur við íþróttir. Hún þarf þó að halda sér í formi eins og aðrir og var mætt í World Class á Seltjarnarnesi þar sem hún lyfti lóðum undir styrkri handleiðslu kraftlyftingaþjálfar- ans Ingimundar Björgvinssonar sem meðal annars þjálfar Fanneyju Hauksdóttur heimsmeistara í bekkpressu. Af Björk er það annars að frétta að hún er að fara að setja upp sýningu sína „Stafræn Björk“ í Somerset House í London. Sýningin hefst 1. september og lýkur 23. október. Dr. Phil hefur verið í því að hjálpa fólki í mörg ár. Nú hefur hinsvegar kona nokk- ur, Shirley Dieu, kært Dr. Phil fyrir kyn- ferðislega áreitni. Hún hefur kært hann fyrir að hafa haft hana í haldi, að vinna við að hjálpa fólki án tilskilinna leyfa, ósæmilega hegðun, ofbeldi, svik og fleira. Hún segir að Dr. Phil hafi brotið á henni þegar hún var gestur á heimili Dr. Phil í þrjá daga árið 2007. Hann hafi grip- ið í annað brjóst hennar í meðferðartíma og lét svo nakinn mann ganga um fyrir framan hana og fimm aðrar manneskjur. Shirley segist hafa verið neydd til þess að vera í sama herbergi og þessi nakti maður, verið haldið nauðugri á heimili Dr. Phil og starfsfólk hans hafi bannað henni að fara. Shirley segist hafa verið heilaþveg- in til að treysta fólkinu sem hélt henni fanginni og látin halda að hún væri að fá alvöru meðferð frá alvöru sálfræðingi, en Dr. Phil hefur aldrei fengið leyfi til að starfa í Kaliforníu. Henni var bannað að sofa og borða og segir að dvölin hafi verið algjör martröð. Ákærður Sálfræðingurinn víðfrægi er ásakaður um alvarleg brot.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.