Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.07.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 22.07.2016, Blaðsíða 30
Um fimmtán þúsund manns hafa tekið þátt í maraþoninu undanfar-in ár og búast má við svipuðum fjölda í ár. Við fengum Sigurð Sölva Svavars- son, sjúkraþjálfara hjá Styrk sjúkra- þjálfun og maximummobility.is, til að til að fara yfir það hverju þarf að huga að til að líkaminn sé sem best undirbúinn undir það álag sem fylgir löngum hlaupum. „Það er æðislegt að svífa áfram án þess að hugsa um nokkuð ann- að þegar maður er að hlaupa en hvað manni líður vel og hvað mað- ur er á góðum tíma en því miður kannast flestir sem hlaupa reglu- lega eða æfa hlaup við einhverja stoðkerfisverki endrum og sinnum. Allt frá vægum álagaseinkennum sem hverfa af sjálfu sér yfir í hvim- leit vandamál sem draga bæði úr árangri og ánægju við hlaup,“ segir Sigurður Sölvi og bætir við að al- gengast sé að þessi einkenni komi frá hnjám, hásinum eða fótum. 75% álagsmeiðsli Sigurður Sölvi seg- ir að sökum þess hversu einhæft álag fylgir langhlaupi sé hægt að segja að allt að 75% allra hlaupa- meiðsla séu álagasein- kenni. „Það undirstrik- ar nauðsyn þess að meta vandamálið og vinna í að laga það frekar en að þurfa að brúsa af hitakremi og lager af hinum og þessum stuðningsspelkum. Orsök einkenna er yfirleitt ekki að finna þar sem verkurinn er heldur er hægt að finna orsök hans annars staðar í hreyfikerfinu. Slakir kvið- vöðvar, stirðir ökklar og rassvöðv- ar sem vinna á 50 prósent krafti eru meðal þess sem þarf að lagfæra til þess að draga úr álagseikennum í mjóbaki og hnjám,“ segir Sigurð- ur Sölvi. „Runners knee“ Að sögn Sigurðar Sölva hafa sum- ir ákveðinn vegg sem þeir lenda á eftir ákveðinn fjölda kílómetra. „Þar sem einstaklingur getur hlaupið 10 kílómetra en þarf að stoppa þar til þess að forðast verki í mjóbaki eða utanvert í hnénu eða það sem kallað er „runners knee“. Þegar líkaminn þreytist hreyfum við okkur ekki jafn vel og í byrj- un æfingar. Eftir ákveðinn fjölda kílómetra koma oft veikleik- ar í ljós. „Runners knee“ er algengt vandamál og árstíðarbundið þar sem einkenn- um virðist fjölga töluvert f yrstu vikurnar í ágúst á hverju ári sem eru síðustu vikurn- ar fyrir Reykjavíkur- maraþonið. Runners knee einkenni má oftast rekja til slakrar virkni rassvöðva sem taka ekki nægjanlegan þátt í hreyfingunni. Við minnkaða virkni þeirra fer lærleggurinn að leita innávið og sumir kannast við að hnén fari að slást saman. Við þetta breytist álagið í hverju skrefi og álagaseinkennin hlaðast upp í hnénu,“ segir Sigurður Sölvi og áréttar að lítið geri að skipta um hlaupaskó eða fá sér innlegg þar sem ástigið sé ekki vandamál held- ur sé það líkamlegs eðlis. Styrkur og samhæfing Sigurður Sölvi segir að fagaðil- ar sem vinna með hlaupurum og öðru íþróttafólki séu sammála um að gæði hreyfingar skipti mikið meira máli heldur en magn. „Þó að ekki sé til einn réttur hlaupa- stíll þá eru þekkt algeng hreyfi- vandamál sem setja aukið álag á líkamann. Hér þurfa styrkur og samhæfing að koma saman til þess að ná árangri. Með þetta í huga skal leggja áherslu á að hlaupa án verkja og einkenna frá stoðkerfinu og vinna í veikleikum sínum með aukinni styrktarþjálfun, liðleika- æfingum eða æfingum þar sem unnið er með hreyfistjórn til þess að bæta gæði hreyfinga. Þannig má bæta tímann sinn og auka við vegalengdir án þess að klakapoki og bólgueyðandi séu fastur liður eftir æfingar. Það er góð leið til að viðhalda vandamáli og auka á það með tímanum.“ Mikilvægt að vinna í líkamlegum veikleikum Reykjavíkurmaraþonið, stærsta hlaup sumarsins, er handan við hornið og allir sem ætla að hlaupa það eru á lokametrunum í undirbúningnum. Hvert áttu að fara ef einkenni gera vart við sig? Ef þú kannast við þessi einkenni og vilt ná betri árangri borgar sig að leita til sjúkraþjálfara. Þeir eru sérfræðingar í hreyfingum og stoðkerfisvandamálum. Auð- velt er að finna sjúkraþjálfara við hæfi með því að fara inn á vef Félags sjúkraþjálfara physio.is og smella þar á “Ertu að leita að sjúkraþjálfara?” Gæði frekar en magn Sigurður Sölvi segir mikilvægt að hlaupa án verkja og passa upp á álagið. Með þetta í huga skal leggja áherslu á að hlaupa án verkja og einkenna frá stoðkerfinu og vinna í veikleikum sínum með auk- inni styrktarþjálfun, liðleikaæfing- um eða æfingum þar sem unnið er með hreyfistjórn til þess að bæta gæði hreyfinga. …maraþon 6 | amk… FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Runners knee Þegar einstak lingur getur hlaupið 10 km en þarf að stoppa þar til að forðast ver ki. Þú ferð lengra með SagaPro Vinsæl vara við tíðum þvaglátum * Gildir til 11. ágúst. 20% afsláttur* í öllum helstu apótekum og heilsu- vöruverslunum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.