Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 að fyrsti plastbarkinn var grædd- ur í Andemariam Beyene. Paulo Macchiarini hafði hins vegar sagt við Andemariam Beyene að aðgerða- formið hefði verið prófað á svínum, sem var ekki rétt. „Við byrjuðum að gera þessar tilraunir seint; við gerðum örfáar árið 2012 en mest árið 2013. Þá var búið að gera allar þrjár aðgerðirnar sem gerðar voru á Karolinska-sjúkrahúsinu. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á að það höfðu aldrei verið gerðar neinar til- raunir á grísum.“ Oscar segir að hann hafi hætt að vinna með Macchiarini að plast- barkarannsóknunum þegar hann var beðinn um að skrifa undir og staðfesta vísindagrein um rannsókn- irnar á rottunum. Þetta vildi Oscar ekki gera. Hann segir að tilraunirnar á rottunum hafi ekki gengið upp og að ekkert hafi bent til þess að þetta gæti gengið upp. „Ég var aldrei bein- línis í rannsóknarhópi Macchiarin- is heldur hjálpaði ég bara til. Ég, og nokkrir aðrir, byrjuðum að vera gagnrýnir á rannsóknaraðferðirn- ar, og ég byrjaði að vantreysta þeim sem manneskjum.“ Átti að reka fjórmenningana Þegar Oscar og kollegar hans byrj- uðu að reyna að vekja athygli á mál- inu innan Karolinska-spítalans árið 2014 hafði vitneskjan um hversu vafasamar og illa rökstuddar þess- ar aðgerðir Macchiarins ekki kom- ið fram. Upphaflega ástæðan fyrir því að þeir byrjuðu að skoða málið var síðasti plastbarkaþegi Macchi- arinis á Karolinska-sjúkrahúsinu, tyrkneska konan Yesim Cetir, sem lá fyrir dauðanum á gjörgæsludeild spítalans og þeir vildu finna ein- hverja leið til að hjálpa henni. „Þá fórum við í gegnum öll gögnin um sjúklinga Macchiarinis. Þeim mun betur sem við könnuðum gögnin þeim mun meira fundum við.“ Cetir er eini plastbarkaþegi Macchiarinis frá Svíþjóð sem ennþá er lifandi en hún hefur legið á gjörgæsludeild eft- ir aðgerðina. Gagnrýni þeirra á aðgerðir Macchiarinis, sem byggði á athug- unum þeirra á rannsóknargögn- um og greinum sem Macchiarini og kollegar hans höfðu skrifað um aðgerðirnar, snéri að sjúkrahúsinu sem þeir sjálfir störfuðu á; aðgerð- um sem hafði verið hampað í fjöl- miðlum víða um heim og Karolinska hafði vakið mikla athygli fyrir. Gagn- rýnin féll því í grýttan jarðveg. Eitt af því mikilvægasta sem fjórmenn- ingarnir fundu var að Macchiar- ini hafði ekki fengið leyfi sænsku vísindasiðanefndarinnar fyrir að- gerðaforminu, það hafði ekki ver- ið prófað á dýrum og sænska lækn- ingagnastofnunin samþykkti aldrei notkun á plastbarkanum sem lækn- ingatæki. „Þetta var alveg sjúkt. Það gerðist ekki neitt fyrst eftir að við sendum kæruna inn um sumarið 2014. Það var mikil þögn um þetta; mér leið eins og ég væri „persona non grata“. Fyrst átti að reka okk- ur fyrir að hafa notað sjúkragögn af spítalanum, sem við höfðum fengið leyfi fyrir nota, til að skrifa kæruna og svo átti að veita okkur áminn- ingu,“ segir Oscar. Fjórmenningarnir voru einnig kærðir til lögreglunnar fyrir mein- tan stuld á sjúkragögnum. Oscar segir að sjúkrahúsið hafi ekki látið af tilraunum sínum að reka fjórmenn- ingana eða veita þeim áminningu fyrr en stéttarfélag lækna bland- aði sér í málið. „Án stéttarfélags- ins hefðum við ekki lifað þetta af.“ Rannsókn lögreglunnar á málinu var lögð niður. Margar rannsóknir standa yfir Í Svíþjóð hafa farið fram eða standa yfir nokkrar rannsóknir á málinu og rannsakar lögreglan það sem mögu- legt manndráp af gáleysi. Karolinska- -sjúkrahúsið kynnti niðurstöðu sína á málinu á miðvikudaginn var og var hún áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að plastbarkaaðgerðunum á Karolinska-sjúkrahúsinu. Meðal þess sem kemur fram í niðurstöð- unum er að enginn af sjúklingun- um hafi verið lífshættulega veikur þegar aðgerðirnar voru gerðar og að Macchiarini hefði aldrei átt að vera ráðinn til sjúkrahússins. Karolinska- -háskólinn mun kynna niðurstöðu sína í málinu á mánudaginn. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur kallað málið „eitt alvarlegasta siðferðisslys í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum“ og krafist þess yf- irvöld á Íslandi láti gera sjálfstæða rannsókn á þætti Landspítala-há- skólasjúkrahúss í málinu en lækna- deild Háskóla Íslands hefur fært rök gegn því þar sem sænsku rannsókn- irnar nægi. Tilkynntu ekki um andlát Andemariam Beyene var látinn þegar Oscar og kollegar hans þrír sendu inn kæruna um sumar- ið 2014 en hann andaðist á Karol- inska-sjúkrahúsinu í ársbyrjun það ár eftir að hafa verið bundinn við sjúkrahúsrúm meira og minna í heilt ár. Oscar segir að hvorki Karol- inska-sjúkrahúsið né Paulo Macchi- arini hafi rætt um andlát hans op- inberlega og að það hafi ekki verið fyrr en í grein um plastbarkamálið í New York Times, um haustið 2014, sem sagt frá dauða hans – á Íslandi var sagt frá andláti Andemariams mánuði eftir að hann lést, í lok febr- úar 2014. „Karolinska-sjúkrahúsið sagði ekki frá því að hann væri lát- inn og Macchiarini gerði það ekki heldur,“ segir Oscar. Í kjölfar þessarar greinar í New York Times sendi Anders Hamst- en, rektor háskólans Karolinska Institutet, frá sér tilkynningu um að skólinn ætlaði að láta framkvæma sérstaka rannsókn á vinnubrögðum Macchiarins og meðhöfunda í vís- indagreinum um plastbarkaaðgerð- irnar. Læknirinn Bengt Gerdin var ráðinn til verksins. Með þessu tók Karolinska-háskólinn fyrsta form- lega skrefið í rannsókn plastbarka- málsins. „Karolinska-sjukrahúsið sagði ekki frá því að hann væri látinn og Macchiarini gerði það ekki heldur.“ Oscar Simonsson segir að hann myndi bregðast við með sama hætti ef hann myndi lenda aftur í sömu stöðu og í plastbarkamál- inu því hann segir að slík ábyrgð hvíli á læknum sem búa yfir upp- lýsingum um læknamistök og rannsóknarsvik. Oscar sést hér á Kungsgötunni í Stokkhólmi þar sem blaðið ræddi við hann. SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Velkomin í verslun okkar á fríhafnar- svæðinu í Leifsstöð Á LEIÐ TIL ÚTLANDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.