Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 Femínasismi og íslamófasismi Öll þessi stef mátti sjá hjá teboðs- hreyfingunni, en það sem skilur hreyfingarnar fyrst og fremst að er áhersla jaðarhægrisins á kynþátta- hyggju og mikilvægi þess að gripið sé til vopna til að vernda vestræna menningu. Mikilvægasti munurinn er þó líklega að áhyggjur teboðs- hreyfingarinnar voru bundnar við Bandaríkin, jaðarhægrið er alþjóð- legra. Svo virðist líka sem ákveðinn aldursmunur sé til staðar. Ólíkt liðsmönnum teboðshreyfingar- innar, sem flestir voru komnir um og yfir miðjan aldur, líkt og flestir stuðningsmenn Trump, er fram- varðarsveit jaðarhægrisins upp til hópa ungt fólk, aðallega þó ungir karlmenn, sem hafa áhyggjur af „femínasistum“ og „fjölmenn- ingarfasistum“, og árásum þeirra á karlmennsku sem veiki mótstöðu Bandaríkjanna gegn herskáu íslam. Skjaldsveinar klámvæðingarinnar Mikið af þessum mönnum virðast hafa orðið fyrir pólitískri vakningu vegna baráttu minnihlutahópa og femínista innan háskóla: Kröfur um nærgætni í umfjöllun um við- kvæm viðfangsefni, „safe spaces“ og „trigger warnings“ og þó sér- staklega barátta gegn klámvæð- ingu, t.d. í tölvuleikjum, hafa orðið vatn á myllu róttækrar karlréttinda- hreyfingar sem telur nauðsynlegt að spyrna við fæti og koma í veg fyrir að samfélagið verði of kvenlægt. Eitt af því sem helst hefur ein- kennt jaðarhægrið, ofbeldisfull hatursorðræða í garð femínista og kvenna á internetinu og sam- félagsmiðlum, er sprottin af þess- um rótum. Netmiðillinn Breitbart News, sem hefur á síðustu árum staðsett sig sem vettvang og málp- ípu jaðarhægrisins, tók t.d. virkan þátt í „Gamergate“, hatursherferð gegn konum sem höfðu gagn- rýnt karllægni og klámvæðingu í tölvuleikjaheimium. Alþjóðleg hreyfing Mikilvægasta einkenni jaðarhægris- ins í Bandaríkjunum er þó að hreyf- ingin er í eðli sínu alþjóðleg, og að hún sækir innblástur til Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hægrimenn sitt hvorum megin Atl- antshafsins sækja innblástur hvor til annars. Eftir seinna stríð hafa áhrifin hins vegar frekar verið frá Bandaríkjunum til Evrópu, frekar en öfugt og er McCarthyisminn nær- tækt dæmi. Það þarf ekki að fylgjast lengi með umræðum meðal bandarískra jaðarhægrimanna til að átta sig á því að skoðanir þeirra og fordóm- ar eru knúnir áfram af sömu hug- myndum og einkenna málflutning evrópskra þjóðernisöfgamanna. Eitt besta dæmið eru flökkusögur um að stórir hlutar evrópskra stórborga hafa breyst í lokuð íslömsk borgríki þangað sem lögreglan hætti sér ekki og fullyrðingar um að glæpum hafi fjölgað samhliða fjölgun flótta- manna frá Mið-Austurlöndum. #MerkelBandaríkjanna Trump hefur líka verið duglegur við að endurnýta efni frá evrópsk- um hægrihreyfingum. Gott dæmi er ræða sem hann flutti á mánudaginn í síðustu viku, en þar gagnrýndi hann Hillary Clinton fyrir að vera „Angela Merkel Bandaríkjanna“. Það skot geigaði reyndar enn verr en Brusselbrandarar Nigel Farage í Mississippi því fæstir viðstaddra áttuðu sig á því hvert Trump væri að fara. Trump reyndi síðan að koma myllumerkinu #AmericasMerkel í umferð á Twitter, sömu leiðis án ár- angurs. Innan við helmingur Banda- ríkjamanna hefur minnstu hug- mynd um hver Merkel er, og flestir bandarískir íhaldsmenn hafa frekar jákvæða mynd af henni, enda hafa repúblikanar löngum álitið kristi- lega demókrata systurflokk sinn. Fyrir þá sem fylgjast með Breit- bart News og spjallþráðum hvítra þjóðernissinna hitti skotið hins vegar beint í mark. Ástæðan er sú að í röðum þeirra er Merkel álitin „kyn- þáttasvikari“ sökum stefnu sinnar í innflytjendamálum: Í fréttaflutn- ingi Breitbart birtist Merkel sem einn alvarlegasti óvinur vestrænn- ar menningar. Breitbart News og Bannon Einn af þeim sem hefur lagt mest af mörkum til að efla tengsl evrópskra og bandarískra þjóðernisöfga- manna er Steve Bannon, fram- kvæmdastjóri kosningastjórnar Trump. Auk þess að stýra kosninga- baráttu Trump stýrir Bannon Breit- bart Media, sem hefur verið lýst sem fréttamiðli þeirra sem finnst Fox News ekki nógu langt til hægri. Frá því að Bannon tók við stjórn Breit- bart árið 2012 hefur miðillinn tek- ið æ afdráttarlausari afstöðu með evrópskum þjóðernishreyfingum, og árið 2014 opnaði Breitbart útibú í London sem hefur verið mikilvægur tengiliður milli evrópskra og banda- rískra jaðarhægrihreyfinga. Breitbart London beitti sér af hörku í aðdraganda þjóðaratkvæða- greiðslunnar um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, m.a. með því að birta tugi aðsendra greina eftir Farage og aðra stuðningsmenn Brexit. Tengslin voru reyndar svo náin að Raheem Kassam, fram- kvæmdastjóri Breitbart London, var ráðinn sem starfsmannastjóri Nig- el Farage og kosningaráðgjafi UKIP. Eftir að Nigel Farage sagði af sér sem formaður UKIP gaf Kassam til kynna að hann hefði hug á að taka við formennsku í flokknum. Bannon hefur líka gert sitt besta til að kynna bandaríska lesend- ur sína fyrir helstu talsmönnum evrópskra þjóðernisöfgamanna og hugmyndum þeirra. Banda- ríska útgáfan af Breitbart hefur birt mörg hundruð greinar um leið- toga evrópskra þjóðernisöfgahreyf- inga, sem eru undantekningarlaust sýndir sem hetjulegir og hugrakk- ir baráttumenn fyrir hagsmun- um lítilmagnans og sameiginlegri vestrænni menningu gegn hroka- fullum og veruleikafirrtum stjórn- málamönnum annars vegar og vax- andi íslamíseringu Evrópu hins vegar. Það er óhætt að segja að ein meginuppistaðan í erlendum frétta- flutningi Breitbart í Bandaríkjunum séu fréttir af uppgangi íslamista í Evrópu. Aðdáendur Trump í Evrópu Á sama tíma og leiðtogar evrópskra þjóðernisöfgahreyfinga hafa orðið að hetjum í huga áköfustu stuðn- ingsmanna Trump í Bandaríkj- unum hefur Trump eignast fjöld- ann allan af aðdáendum í Evrópu. Þeirra á meðal eru Marine Le Pen í Frakklandi, hollenski nýnasistinn Geert Wilders og leiðtogi belgískra öfgahægrimanna, Filip Dewinter. Það sem öðru fremur vekur áhuga evrópskra öfgahægrimanna á Trump er afstaða hans til múslima og ummæli á borð við að eðlilegast væri að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Evrópskir íslamó- fóbar líta svo á að velgengni Trump hafi veitt baráttu þeirra og skoðun- um ákveðinn virðuleikastimpil. Tommy Robinson, leiðtogi Pegida í Bretlandi og stofnandi bresku Þjóð- varnarfylkingarinnar hefur t.d. lýst yfir þakklæti yfir því að Trump hafi „opnað á umræðuna og mjakað henni áfram“. Trump hefur fyrir sitt leyti endur- goldið þessa aðdáun, t.d. voru Geert Wilders og Nigel Farage gestir á landsfundi Repúblikanaflokksins í Cleveland í júlí þar sem Trump tók við útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Wild- ers flutti ræðu þar sem hann var- aði við því að Evrópa væri við það að hrynja vegna íslamskra innflytj- enda en rót vandans væri innflytj- endastefna evrópskra stjórnvalda og umburðarlyndi sem hefði leyft öfgamönnum að grafa undan vest- rænum gildum, og ógna öryggi alls almennings. Á gömlum merg Það sem knýr þessa hreyfingu áfram, beggja vegna Atlantshafs- ins, er reiði yfir samfélagslegum og menningarlegum breytingum, sem nærist á efnahagslegri og félags- legri óvissu og hnignun. Bandaríska jaðarhægrið stendur þó vissulega líka á gömlum merg. Menningar- stríð síðustu áratuga snérust fyrst og fremst um reiði íhaldssamra hvítra kjósenda úr verkalýðs- og millistétt yfir upplausn samfélags- mynsturs eftirstríðsáranna, minnk- andi vægi kristinnar trúar í daglegu lífi fólks og sigrum kvenréttinda- hreyfingarinnar og mannréttinda- baráttu minnihlutahópa. Allt síðan Dixiekratarnir yfirgáfu Demókrata- flokkinn hefur Repúblikanaflokk- urinn líka óspart beitt rasískum hundaflautum. Upp úr aldamótum urðu íslamófóbískar hundaflautur og tal um baráttuna gegn „róttæku íslam“ sem „krossferð“ fyrir vest- rænum gildum sömuleiðis æ meira áberandi. Sigur Trump, vinsældir Breitbart fjölmiðlaveldisins og ris jaðarhægr- isins, hefðu sennilega verið óhugs- andi ef jarðvegurinn hefði ekki ver- ið plægður af þáttastjórnendum Fox News, Rush Limbaugh og lýð- skrumurum Repúblikanaflokksins, fólki eins og Söruh Palin og Newt Gingrich. Nigel Farage og eitt af kosningaslagorðum Brexit kosninganna, „We want our country back“, sem endurómar eitt frægasta slagorð teboðshreyfingarinnar. Að baki kröfunni býr tilfinning um að einhver, eða einhverjir, hafi tekið yfir eða rænt landinu frá réttbornum þegnum þess. Milo Yannopoulos, einn af ritstjórum Breitbart Media og talsmaður Donald Trump. Yannopoulos var settur í bann af Twitter í sumar fyrir netníð eftir að hafa leitt ofsóknir og einelti gegn leikkonunni Leslie Jones sem leikur í nýjustu Ghostbusters myndinni, en Jones hafði unnið sér það eitt til saka að vera svört og kona. SVÍNVIRKAR FYRIR HÓPA SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is ELDHÚSIÐ ER OPIÐ 11.30–23.30 KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu. FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL • Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald • Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði • Bar • Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar. Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp! GASTROPUB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.