Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Staða uppljóstrara
Í maí 2015 kynnti Bengt Gerdin
niðurstöðu sína um að Macchi-
arini hefði gerst sekur um rann-
sóknarsvindl í vísindagreinum sín-
um um plastbarkaaðgerðirnar. Svo
sneri rektor Karolinska-háskólans,
Anders Hamsten, við þeirri niður-
stöðu í ágúst 2015 og þá varð staða
uppljóstraranna fjögurra erfiðari
innan spítalans. „Þetta var erfitt
fyrir okkur fjóra fram að niðurstöðu
Bengt Gerdins. Þá varð staða okkar
betri tímabundið en svo kom And-
ers Hamsten með sína niðurstöðu og
þá varð þetta aftur mjög erfitt fyrir
okkur.“
En hvernig var það erfitt fyrir Osc-
ar og kollega hans að vinna áfram
innan Karolinska-sjúkrahússins eft-
ir að þeir byrjuðu að vekja athygli
á málinu, fyrir utan að þeim var
hótað brottrekstri og áminningum
í starfi? „Maður fær ólíkar hótanir
hvers kyns, þó það geti verið erfitt
að sanna þær; maður fær ekki þau
verkefni sem maður hefði feng-
ið í vinnunni; þeir skoðuðu tölvu-
póstana okkar; fólk gefur manni
illt auga; einhverjir litu svo á að við
hefðum svikið Karolinska-spítalann;
það fóru á flug margar ósannar sög-
ur um okkur og vorum kærðir mjög
oft af nafnlausum aðilum fyrir eitt-
hvað sem við höfðum átt að hafa
gert af okkur í starfi. Ég er líklega
einn mest rannsakaði læknir í sögu
Svíþjóðar.“
Oscar undirstrikar að það sem
hann hefur upplifað í málinu sé
smávægilegt í samanburði við
reynslu sjúklinga Macchiarini og
aðstandendur þeirra. „Alveg óháð
því í hverju ég hef lent þá er það
smávægilegt í samanburði við það
sem sjúklingarnir og aðstandendur
þeirra þurftu að upplifa.“
Oscar lét af störfum á Karolinska-
-sjúkrahúsinu í ársbyrjun 2016
ásamt öðrum af læknunum fjórum.
Tveir af læknunum starfa ennþá á
Karolinska-sjúkrahúsinu. Á sama
tíma, í byrjun þessa árs, birtist af-
hjúpandi grein um Paulo Macchiar-
ini í Vanity Fair sem Oscar segir að
hafi haft mikil áhrif á Karolinska-
-sjúkrahúsinu. Strax þar á eftir,
yfir þriggja vikna tímabil í janúar,
sýndi sænska ríkissjónvarpið þriggja
þátta heimildarmynd um Macchiar-
ini-málið eftir Bosse Lindqvist sem
hratt af stað rannsóknunum á mál-
inu innan Svíþjóðar.
Mótsagnakennd orð Tómasar
Ein af þeim stóru spurningum sem
á eftir að svara til hlítar í málinu
er hvenær Tómas Guðbjartsson,
sem var lykilmaður í því að senda
Andemariam frá Íslandi til Sví-
þjóðar, vissi að það væri möguleiki
á því að græða í hann plastbarka í
Svíþjóð. Sjálfur hefur Tómas neit-
að því að hann hafi komið að því
að ákveða að ígræðsla plastbarka í
háls Andemariams væri möguleiki
og að hann hafi ekki vitað um þenn-
an möguleika þegar hann sendi
Andemariam til Svíþjóðar. Í viðtali
við Stundina fyrr á árinu sagði hann:
„Við erum ekki hafðir með í ráðum
hvort þetta sé góður valkostur eða
ekki. Þetta er bara meðferð sem þeir
bjóða upp á þegar hann er tekinn
til umfjöllunar þar. […] Ég vissi að
Macchiarini var þekktur fyrir að-
gerðir þar sem hann notaði gjafa-
barka eftir að hafa birt greinar um
þetta í Lancet en þannig öðlaðist
hann heimsfrægð. Þú tekur þá barka
úr látnum einstaklingi, hreinsar
hann og setur stofnfrumur á hann.
En þarna er hann að prófa eitthvað
nýtt.“
Í viðtali við Vísi árið 2012, þegar
talað var um að aðgerðin á Andem-
ariam hefði gengið vel, sagði Tómas
að hann hefði séð Macchiarini
halda fyrirlestur í Stokkhólmi og
að hann hefði munað eftir hon-
um þegar hann hugsaði um með-
ferðarmöguleika fyrir Andemariam
Beyene. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri
sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiar-
ini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Sví-
þjóð, flytja um barkaígræðslu sem
hann hafði framkvæmt þar sem not-
ast hafði verið við barka úr látnum
einstaklingi sem hann hafði þakið
stofnfrumum úr líffæraþeganum.
[…] Slík aðgerð kom ekki til greina í
þessu tilfelli vegna langrar biðar eft-
ir líffæri en Macchiarini hafði einnig
gert tilraunir með gervilíffæri þakin
stofnfrumum sem hann hafði grætt í
dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki
verið framkvæmd á manni. En við
létum sem sagt að lokum slag standa
og aðgerðin heppnaðist.“
Nú liggur fyrir að Macchiar-
ini hafði aldrei gert tilraunir með
gervilíffæri sem grædd voru í dýr,
Andemariam var fyrsta lifandi veran
sem fékk græddan í sig slíkan plast-
barka og að aðgerðin heppnaðist alls
ekki. Út frá þessum orðum Tómasar
frá 2012 sendi hann Andemariam
gagngert til Svíþjóðar svo hann gæti
notið læknismeðferðar hjá Paulo
Macchiarini.
Aðgerðin ákveðin áður
Í skýrslu Karolinska-sjúkra-
hússins, sem birt var í vikunni,
kemur fram að strax og Andem-
ariam var lagður inn á sjúkrahúsið
hafi verið skrifað í sjúkraskrá hans
að græða ætti í hann plastbarka.
Þá segir að Paulo Macchiarini hafi
samið tilvísunarbréfið til Karol-
inska-sjúkrahússins með Tómasi
og lagði hann meðal annars til þess
að hann notaði orðið „ígræðsla“
um mögulegt meðferðarúrræði. Í
tölvupóstum frá yfirlækni á Karol-
inska-sjúkrahúsinu kemur líka fram
að um miðjan maí voru hann og
Macchiarini byrjaðir að skipuleggja
plastbarkaaðgerðina á sjúkrahúsinu.
Andemariam sjálfur vissi hins vegar
ekkert um skipulagningu plast-
barkaaðgerðarinnar þegar hann fór
til Stokkhólms og hélt hann að hann
ætti að vera þar í nokkra daga. Hvað
Tómas Guðbjartsson vissi um þetta
liggur ekki fyrir.
Að viðurkenna ekki mistök
Oscar segir að eitt það merkilegasta
við Macchiarini-málið sé að það sýni
fram hversu erfitt það hafi verið fyr-
ir aðila málsins að viðurkenna mis-
tök. Til að mynda hafa aðeins fjórir
af 27 höfundum vísindagreinarinn-
ar um fyrsta plastbarkaaðgerðina
sem birt var í The Lancet tekið nafn
sitt af greininni. Íslendingarnir tve-
ir sem eru meðhöfundar Macchiar-
inis, Tómas Guðbjartsson og Óskar
Einarsson, hafa ekki látið fjarlægja
nöfn sín. „Þetta mál er hvergi nærri
búið. Ég held að það eigi eftir að spr-
inga út hér í Svíþjóð og líka á Íslandi.
Ef heimildarmyndin sem Bosse
Lindqvist gerði verður til dæmis
sýnd á Íslandi þá verður erfiðara
fyrir fólk að segja: Það þarf ekki að
rannsaka þetta mál.“ Stjórnskipun-
ar- og eftirlitsnefnd Alþingis er nú
með plastbarkamálið til skoðunar og
mun ákveða hvort það verður rann-
sakað sérstaklega á Íslandi eða ekki.
Oscar segir að málið sé svo
sorglegt vegna þess að áratugalöng
þekking innan læknisfræðinnar á
því hvaða skilyrði þurfi að uppfylla
til að prófa nýjar lækningameðferð-
ir á manneskjum var virt að vettugi.
„Þetta voru illa skipulagðar aðgerð-
ir, byggðu á lélegri vísindavinnu og
hver einasta regla um hvaða skil-
yrði þarf að uppfylla til að prófa
nýjar lækningameðferð á sjúklingi
var brotin. Þess vegna gekk þetta
ekki upp; þessar reglur eru þarna af
ástæðu. Ef maður fylgir þeim ekki
er sú áhætta sem maður tekur gagn-
vart sjúklingnum of stór. Ef þú ætl-
ar að hjálpa sjúklingi þá þarftu að
hafa sterk rök fyrir því að meðferðin
sé líklegri til að hjálpa honum en að
stefna honum í hættu. En ef þú notar
meðferð sem ekki hefur verið rann-
sökuð þá geturðu ekki vitað hvort
aðgerðin er líkleg til að virka eða
hvort hún er hreinlega lífshættuleg.“
Lengdi aðgerðin líf Andemariams?
Oscar segir að í tilfelli Andemariams
Beyene hafi þetta verið raunin og
að aðgerðin á honum hafi ekki ver-
ið gerð til að bjarga lífi hans. Hann
segir að æxlið í hálsi hans hafi ekki
lokað öndunarvegi hans til fulls
eða neitt slíkt þó hann hafi átt erfitt
með að anda. „Þetta gerðist með
Íslendinginn. Þeir höfðu ekki hug-
mynd um hvaða afleiðingar með-
ferðin hefði. Hann var ekki lífs-
hættulega veikur á þessari stundu,
var ekki bundinn við sjúkrarúm og
aðgerðin snérist ekki um að bjarga
lífi hans. Það er hins vegar ómögu-
legt að segja að hversu langan tíma
hann hefði átt eftir. Það er hins
vegar ekki hægt að fullyrða að að-
gerðin hafi lengt líf hans. Það getur
vel verið að hann hefði lifað lengur
án hennar.“
Fréttatíminn bað um viðtal við
Tómas Guðbjartsson um atriði í
skýrslu Karolinska-sjúkrahússins
um plastbarkaaðgerðirnar en fékk
ekki færi á að ræða við hann.
Íslendingarnir í
plastbarkamálinu
Birgir Jak-
obsson,
núverandi
landlæknir,
var forstjóri
Karolinska-
-sjúkrahússins
þegar að-
gerðirnar á
Andemariam
Beyene, Christopher Lyles og
Yesim Cetir voru gerðar. Hann
skrifaði upp á samning við
Sjúkratryggingar Íslands um
kostun aðgerðarinnar á Andem-
ariam Beyene þar sem skýrt
kemur fram að hann vissi að
um tilraunaaðgerð var að ræða.
Birgir skrifaði upp á ráðningu
Macchiarinis til sjúkrahússins
árið 2010 en neitaði að endur-
ráða hann sem skurðlækni
haustið 2013. Birgir hætti sem
forstjóri í lok maí 2014 og varð
landlæknir á Íslandi í ársbyrjun
2015. Landslæknisembættið er
einn af þeim aðilum sem er ráð-
gefandi í ákvarðanatöku stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar um
hvort rannsaka eigi plastbarka-
málið á Íslandi.
Tómas Guð-
bjartsson,
brjósthols-
skurðlæknir
og yfirlæknir
á Landspít-
ala-háskóla-
sjúkrahúsi.
Læknir
Andemariams
Beyene sem sendi hann út til
Svíþjóðar til meðferðar um
vorið 2011. Tók sjálfur þátt í
aðgerðinni á Andemariam og
skrifaði grein um hana ásamt
Paulo Macchiarini og rúmlega
20 öðrum læknum. Fylgdist með
Andemariam eftir aðgerðina og
gerði rannsóknir á honum til að
kanna líðan hans. Tómas sendi
Andemariam út til Svíþjóðar
eftir að ástand hans versnaði til
muna árið 2013.
Óskar Einars-
son lungna-
læknir. Að-
koma hans
og ábyrgð í
plastbarka-
málinu er ekki
mikil. Hann
kom eingöngu
að eftirmeð-
ferð sjúklingsins og gerði á
honum rannsóknir til að kanna
hvernig aðgerðin hefði gengið.
Var meðhöfundur að greininni
um aðgerðina á Andemariam í
tímaritinu Lancet.
Oscar segir að aðgerðin á Andemariam Beyene hafi ekki verið neitt annað en tilraun á manni þar sem ekki var búið að
prófa aðgerðina áður á dýrum, auk þess sem samþykki vísindasiðanefndar lá ekki fyrir. Andemariam sést hér með Paulo
Macchiarini, Tómasi Guðbjartssyni, starfsmanni bandaríska fyrirtækisins sem lagði plastbarkann til og Philip Jungebluth,
aðstoðarmanni Macchiarinis.
Viðskiptavinir í Vildarþjónustu
Arion banka fá Leikhúskort
Þjóðleikhússins á sérstökum kjörum.
Kynntu þér málið á arionbanki.is
Dýrmæt upplifun
á góðu verði