Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 „Þegar horft er til þess hvernig þess- ar manneskjur voru notaðar þá þarf að fara aftur til tilrauna nasistanna á fólki á fjórða og fimmta áratugnum til að finna hliðstæðu. Þetta var svo slæmt, svo alvarlegt,“ segir Oscar Simonsson, brjóstholsskurðlæknir við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð, þegar hann ræðir um plast- barkamálið og ítalska skurðlækn- inn Paulo Macchiarini í viðtali við Fréttatímann. Oscar Simonsson var einn af fjór- um læknum á Karolinska-sjúkrahús- inu árið 2014 sem byrjuðu að vekja athygli á óhefðbundnum rann- sóknaraðferðum og vinnubrögðum Paulo Macchiarinis eftir að hafa far- ið í gegnum sjúkragögn sjúklinga Macchiarinis og þær vísindagreinar sem hann skrifaði um plastbarkaað- gerðirnar. Fjórmenningarnir fengu uppljóstrunarverðlaun frá samtök- unum Transparency International fyrr á árinu vegna vinnu sinnar við að koma upp um plastbarkamálið. Oscar og þrír kollegar hans- reyndu að kalla eftir rann- sókn á plastbarkamálinu en töluðu fyrst um sinn fyrir daufum eyrum. Plastbarka- málið teygir sig til Íslands þar sem fyrsti sjúklingur- inn sem fékk græddan í sig plastbarka kom frá Íslandi, auk þess sem Birgir Jakobs- son var forstjóri Karolinska- -sjúkrahússins í Stokkhólmi. Íslensk rannsókn á málinu gæti farið fram. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Þessar manneskjur voru notaðar“ Tengslin við Ísland Plastbarkamálið snýst um að Macchiarini græddi plastbarka í manneskjur í Svíþjóð, Rússlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum á ár- unum 2011 til 2013 án þess að búið væri að þróa og prófa aðgerðaform- ið, til dæmis á dýrum, áður en að- gerðirnar voru gerðar á mönnum. Yfirleitt tekur mörg ár að þróa ný aðgerðaform áður en þau eru reynd á mönnum. Í ljós kom að aðgerða- formið virkaði ekki og ýmist dóu sjúklingarnir í kjölfarið eða reyna þurfti að bjarga lífi þeirra með öðr- um aðferðum eftir að plastbark- arnir höfðu verið fjarlægðir. Málið er eitt stærsta hneyksli sem komið hefur upp innan læknavísindanna í Evrópu og jafnvel í heiminum. Fyrsti sjúklingurinn sem fékk slíkan plastbarka græddan í sig í Svíþjóð var Andemariam Beyene, Eritreumaður búsettur á Íslandi, sem Tómas Guðbjartsson, yfirlækn- ir á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, sendi til Stokkhólms til meðferð- ar í maí árið 2011. Andemariam var með krabbameinsæxli í hálsi og hefur Tómas sagt að hann hafi talið að leita þyrfti lækningar fyr- ir hann utan Íslands til að reyna að bjarga lífi hans. Macchiarini laug því að Andemariam að aðgerðin hefði verið prófuð á dýrum. Tómas var svo meðhöfundur að fyrstu vísinda- greininni um aðgerðina á Andem- ariam en hún birtist í tímaritinu Lancet í árslok 2011. Plastbarki græddur í mann Oscar Simonsson kom ekkert að aðgerðunum þremur sem Pau- lo Macchiarini gerði á Karolinska- -sjúkrahúsinu á árunum 2011 og 2012 heldur vann hann aðeins að rann- sóknum á rottum eftir að aðgerð- irnar höfðu verið gerðar. „Ég byrj- aði að vinna að rannsóknum á því hvort hægt væri að græða plastbarka í rottur árið 2012, mest af vinnunni fór þó fram árið 2013. Þá hitti ég Pau- lo Macchiarini í fyrsta skipti, ef ég man rétt. Á þessum tímapunkti stóð ég í þeirri trú að búið væri að græða plastbarkana í grísi en það hafði heldur ekki verið gert,“ segir Oscar. Í orðum hans felst að hann byrjaði að gera rannsóknir með ígræðslu á plastbörkum í rottur löngu eftir Af hverju er plastbarkamálið merkilegt og hvaða spurningar skilur það eftir sig? Staðhæfing: Manneskjur létu lífið í kjölfar aðgerða sem þær gengust undir, sem hvorki höfðu verið reyndar eða þróaðar vísindalega né siðferðilega. Spurning: Hvernig getur slíkt átt sér stað á einu virtasta háskólasjúkrahúsi heims eins og Karolinska-spítalanum? Staðhæfing: Bara í Svíþjóð fengu þrjár manneskjur, þar af ein sem var bú- sett á Íslandi, grædda í sig plastbarka þrátt fyrir að reglum læknisfræðinn- ar hefði ekki verið fylgt við þróun og prófun meðferðarinnar. Tvær þeirra dóu. Enginn af sjúklingunum í Svíþjóð var sænskur ríkisborgari og fyrsti plastbarkaþeginn var Erítreumaður. Spurning: Hefði slík aðgerð verið framkvæmd á Svía ef svo hefði borið undir? Staðhæfing: Starfsmenn stofnana í Svíþjóð, bæði Karolinska-sjúkrahússins og Karolinska-háskólans, reyndu að þagga málið niður framan af því það var óþægilegt fyrir þá. Á Íslandi hefur læknadeild Háskóla Íslands fært rök gegn því að sjálfstæð rannsókn á íslenskum þætti málsins sé nauðsynleg. Spurning: Hvað geta stofnanir samfélagsins lært af málinu um hvenær eðlilegt sé að leggja spilin á borðið og viðurkenna mistök? Mun læknadeild Háskóla Íslands breyta afstöðu sinni til rannsóknar á Íslandi? Staðhæfing: Tómas Guðbjartsson tengist málinu nánum böndum. Spurning: Hver er ábyrgð hans? Vissi Tómas að til stæði að græða plast- barka í Andemeriam Beyene í Stokkhólmi þegar hann sendi hann þangað í maí árið 2011? Kom hann að þeirri ákvarðanatöku? Andemariam vissi það ekki. Af hverju sagði Tómas ekki frá því eftir aðgerðina árið 2011 og 2012 að svo virtist sem hún hefði mistekist? Staðhæfing: Birgir Jakobsson vissi að aðgerðin á Andemariam Beyene var tilraunaaðgerð sem var ekki með læknisfræðilega stoð. Hann skrifaði undir samning við Sjúkratryggingar Íslands um að Karolinska myndi greiða kostnaðinn við aðgerðina af því Sjúkratryggingar Íslands mega ekki borga tilraunameðferðir. Spurning: Var það rétt af Birgi að skrifa þannig upp á aðgerð sem skorti alla vísindalega og siðferðilega stoð? Hann vissi líka að næstu tvær plast- barkaaðgerðir voru órökstuddar vísindalega og af hverju stoppaði hann þær ekki af? „Það var mikil þögn um þetta: mér leið eins og ég væri „persona non grata“.“ Einn af læknunum sem kom upp um plastbarkamálið í Svíþjóð, Oscar Simonsson, segir að það skorti hliðstæðu í læknavísindum síðustu áratugi og að fara þurfi aftur til Þýskalands nasismans til að finna álíka tilraunir á fólki. Oscar segir að eftir þeir lögðu fram kæru á hendur Macchi- arini til Karolinska-háskólans sumarið 2014 hafi Macchiarini gert aðra plastbarkaaðgerð á sjúklingi í Rússlandi. Við- brögðin við gagnrýni þeirra voru allt of sein segir Oscar. Oscar Simonsson, brjóstholsskurðlækn- ir við háskólasjúkra- húsið í Uppsölum í Svíþjóð. Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is Opið 08.30 - 18.00 mán-fös / 11.00 - 16.00 lau Handmáluðu fígúrurnar frá fást í verslun við Gylfaflöt 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.