Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 46
46 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Sjónvarpið hóf út-sendingar 30. septem-ber árið 1966. Savanna tríóið hafði gefið út tvær plötur og var með-
al vinsælustu skemmtikrafta
Íslands. Þeir félagar í tríóinu,
Troels Bendtsen, Björn Georg
Björnsson og Þórir Baldursson,
voru beðnir um að vera með
skemmtiþátt í árdaga Ríkissjón-
varpsins. Þátturinn hét „Það
er svo margt ef að er gáð“ og var fyrsti
skemmtiþáttur Sjónvarpsins.
Nýútskrifaður úr MR
Björn var aðeins 22 ára og nýskriðinn úr
Menntaskólanum í Reykjavík þegar hann
tók að sér starf hjá Sjónvarpinu: „Ég var
búinn að vera að gera leiktjöld í Herranótt í
Menntaskólanum í Reykjavík í 4 ár og þá vor-
um við að leika bæði í Iðnó og í Þjóðleikhús-
inu og við fengum fína leikstjóra til að vinna
með okkur. Þannig að þegar Sjónvarpið var
að fara byrja, og ég búinn með stúdentspróf-
ið, var hóað í mig til þess að koma og taka að
mér að sjá um leikmyndir þar. Það hafði ekk-
ert verið hugsað fyrir því, það hafði enginn
verið sendur í þjálfun.“
Fyrsta kvöldið
Í fyrstu útsendingu Sjónvarpsins ávarp-
aði útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason,
þjóðina og Halldór Laxness las úr íslensk-
um bókmenntum. Það var einnig umræðu-
þáttur með forsætisráðherranum um íslensk
þjóðmál, erlendur þáttur með íslenskum
texta og þáttur Björns og félaga:
„Það gekk voðalega vel. Það
hafði verið mikill spenningur,
allir að bíða eftir að Sjónvarpið
færi í loftið. Sumir höfðu enga
trú á íslensku sjónvarpi, sögðu
að þetta yrði aldrei neitt, aðrir
töluðu um að sjónvarp væri
lágmenning, að sjónvarp væri
ekkert fyrir okkur Íslendinga.
Allskonar gagnrýnisraddir
heyrðust. Svo náttúrulega um
kvöldið, þá voru göturnar auð-
ar og allir inni að horfa.“ Svona lýsir Björn
fyrsta útsendingarkvöldi Sjónvarpsins.
Var fólk stressað?
„Jú, jú, en okkar þáttur var tekinn upp áður.
Við vorum ekki að syngja í beinni, en auðvit-
að var útsendingin bein. Á þessum tíma voru
ekki komnar fréttir, þarna var bara allt efnið
tekið upp, við sýndir af segulbandi.“
Hvað er Savanna tríóið að gera í dag?
„Þórir fluttist út, spilaði lengi í Svíþjóð,
Englandi og út um alla Evrópu. Hann var
í diskóbylgjunni í Þýskalandi með Donnu
Summer og hljóðblandaði plötu með Elton
John. Ég var á kafi hjá Sjónvarpinu, Troels í
kafi í sinni heildsölu og viðskiptum, og Þórir
starfar í útlöndum. Hljómsveitinni var því
sjálfhætt, sko. Við erum ennþá í sömu spor-
um, ég er ennþá að hanna sýningar og söfn
og Troels er í sínu fagi, flytur inn flísar og
byggingarefni, og Þórir í tónlist enn þann
dag í dag.
Við erum allir á fullu og við ætlum hugsan-
lega að koma saman og taka lagið í tilefni að
50 ára afmæli Sjónvarpsins.
„Það er svo margt
ef að er gáð“ Fyrsti
skemmtiþáttur
sem sýndur var í
sjónvarpi á Íslandi,
30. september 1966.
Troels Bendtsen,
Þórir Baldursson og
Björn Björnsson.
Fyrsta hljómsveitin
í íslensku sjónvarpi
Björn Georg Björnsson, meðlimur Savanna tríósins, rifjar upp
fyrsta kvöld Sjónvarpsins þar sem þeir félagar í tríóinu voru fyrsta
hljómsveitin sem kom fram í íslensku sjónvarpi.
Helga Dögg Ólafsdóttir
helgadogg@frettatiminn.is
Björn Georg Björnsson fyrir framan sýningu sem hann hannaði í Sjónvarpshúsinu. Mynd | Rut
Heimurinn í kring um
Hringa dróttinssögu mynd-
irnar hafa alltaf heillað
Rúnar Þór Njálsson. Rúnar
býr á Blönduósi og hefur því
bara séð síðustu myndina í
bíó en horfir á myndirnar
allar heima, nokkrum sinn-
um á ári.
Plan Rúnars Þórs Njálssonar á
Blönduósi er að safna fyrir ferð
til Nýja-Sjálands, heimili Hringa-
dróttinssögu myndanna, fyrir sig
og aðstoðarfólk sitt.
Gollrir og Sómi uppáhald
„Ég er ekki viss um að margir séu
sammála mér en Gollrir er upp-
áhalds karakterinn minn, finnst
hann svo magnaður og flókinn
karakter. Bæði hann sem karakt-
er og öll vinnan á bak við hann.
Besta atriðið er samt þegar Fróði,
aðalpersóna myndarinnar, er al-
veg að gefast upp í lokin og Sómi
ber hann upp. Gefur manni alltaf
gæsahúð, snýst svo mikið um að
gefast ekki upp á vináttunni,“ seg-
ir Rúnar um uppáhalds karakt-
erinn sinn og eftirminnilegasta
atriði myndanna.
Alltaf með hringinn um hálsinn
Rúnar hefur nýverið komið sér
upp safni af varningi úr myndinni:
„Ég fann síðu á netinu sem selur
varning frá Nýja-Sjálandi frá þeim
sem gerðu búninga og fleira fyrir
myndirnar. Ég er búinn að kaupa
hringinn, sem er gerður alveg eins
og í myndinni, og hálsfesti þannig
ég er með þetta um hálsinn á
hverjum degi.“
Best að hafa nörda ferðafélaga
Faðir Rúnars fer með honum
í ferðina sem aðstoðarmaður.
Hann er ekki mikill aðdáandi
myndanna en sjúkraliði Rúnars
er mikill Hringadróttins nörd og
segist hann vera heppinn að hún
fari með því það er mikilvægt að
geta rætt áhugamálið við einhvern
í ferðinni.
„Það eru engin tímatakmörk á
söfnuninni. Eftir mikla skipulagn-
ingu er markmiðið er að fara
snemma 2017. Þetta er meira ves-
en að fara fyrir einstakling sem er
fatlaður og þau töluðu um að það
væri best að fara frá febrúar til
maí, að það væri besti tíminn upp
á aðstæður að gera.“ | hdó
Rúnar með
safninu
sínu Hann
ber hringinn
um hálsinn
á hverjum degi.
Hringadróttinssögu nörd safnar
fyrir ferð til Nýja-Sjálands
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin BelladonnaStærðir 38-58
Nýjar vörur í hverri viku
„Þetta er búið að vera á
teikniborðinu síðan í mars,
svo áttaði ég mig um daginn
á því að það fer alveg að líða
að þessu. Ég er mjög spennt,“
segir Rikka sem fer í október
með kærasta sínum og
hópi úr Fjallafélaginu upp
í grunnbúðir hæsta fjalls í
heimi, Everest.
Helga Dögg Ólafsdóttir
helgadogg@frettatiminn.is
Ertu ekki hrædd um að vilja fara
bara alla leið upp á topp?
„Ég er mjög hrædd við þá tilf-
inningu, því maður er með svo
mikinn metnað, að ég verði að
klára þetta. Þetta er ekki góð tilf-
inning því ég held að það sé ekki
gott markmið fyrir mig. Toppur-
inn er alls ekki fyrir alla.“
Öryggisfíklar og háfjallaveiki
Þegar maður planar að fara að
rótum hæsta fjalls heims, er
mikil vægt að huga að öllum
smáatriðum: „Við erum öryggis-
fíklar. Það er aldrei gert neitt
nema allt sé úthugsað í þaula.
Helsta áhyggjuefnið er hvernig
líkaminn bregst við andrúmsloft-
inu í svona mikilli hæð og það er
ekkert sem hægt er að æfa sig fyr-
ir. Grunnbúðirnar sem við stefn-
um að eru í tæplega 5500 metra
hæð.“
Hrista upp í tryggingunum
„Þetta er mjög skemmtilegur
hópur sem er búinn að vera ganga
saman í þó nokkurn tíma. Við
erum búin að hittast og undirbúa
allskyns hluti sem þarf að huga
að fyrir svona ferð. Það þarf að
styrkja líkamann, huga að því sem
þarf að taka með og passa að það
sé ekki of þungt. Við þurfum líka
að ganga til skóna og fara í bólu-
setningar. Og ef ske kynni að eitt-
hvað kæmi fyrir eða maður þyrfti
að fara á spítala er ágætt að hrista
upp í tryggingunum.“
Rikka hefur mikinn áhuga á að
geta sýnt vinum og áhugafólki ferð
sína til Nepal og í grunnbúðirnar:
„Ég held að það sé fræðandi fyrir
fólk að upplifa ferðalög þótt það sé
ekki nema í gengum myndir eða
texta. Mig langaði helst að gera
sjónvarpsþátt um þetta, það væri
rosa gaman. Auglýsi hér með eftir
upptökumanni sem gæti haldið
á kameru alla leið að grunn-
búðunum,“ segir Rikka og hlær.
Rikka fer í grunnbúðir Everest Rikka stefnir hátt. Hún og kærast-inn ætla að klífa upp í grunnbúðir Everest, hæsta fjalls heims.