Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 56
Ljúffengur drykkur undir mjúkum tónum Ljúf miðnæturstemning á Matarkjallaranum. Unnið í samstarfi við Matarkjallarann Við erum með góðan, heiðarlegan íslenskan mat, án tilgerðar,“ segir Valtýr Bergmann, einn eigenda Matarkjallarans, sem opnaði í vor í einu sögufrægasta húsi miðbæjarins, Aðalstræti 2, sem byggt var fyrir 160 árum og tilheyrir hinni svokölluðu Ingólfs- naust. Um helgina mun Matarkjallar- inn færa út kvíarnar og djassa staðinn verulega upp um helg- ar. „Klukkan 11 á föstudags- og laugardagskvöldum breytist stað- urinn nú í kokteilkúbb þar sem áhersla verður lögð á þægilega stemningu með lifandi tónlist og góðum ferskum kokteilum,“ segir Valtýr og bætir við viðtökurn- ar hafi verið frábærar frá opnun, bæði við mat og drykk, og von sé á að kvöldstuðið um helgar muni falla í kramið hjá unnend- um ljúfrar tónlistar og ljúffengra drykkja. „Við erum hér með dýrindis Bösendorf flygil sem var smíðaður 1880 í Austurríki, sögufrægasta flygil á Íslandi. Við erum með lifandi tónlist á kvöldin öll kvöld vikunnar. Pálmi Sigur- hjartar og Kalli Olgeirs hafa mikið verið hjá okkur og svo tveir ungir hæfileikaríkir strákar, Steindór Dan Jensen og Guðmundur Reyn- ir Gunnarsson.“ Kokteilarnir eru ekki af verri endanum enda verðlaunabar- þjónn, Leó Ólafsson, sem stendur vaktina ásamt fríðu föruneyti. Kokteilarnir eru bæði sígildir og framúrstefnulegir í bland. „Við erum með „Back to basics“ kok- teila sem eru klassískir kokteil- ar með nýju „tvisti“, aðeins búið að „djassa“ þá upp og gera þá ferskari,“ segir Valtýr. Einnig eru verðlaunakokteilar á drykkj- arseðlinum, meðal annars Birki- dropinn hans Leós sem sigraði í kokteilakeppni fyrr nokkrum misserum og var það sú fyrsta sem hann tók þátt í. Náttúrutalent þar á ferð í kokteilagerð. „Slagorðið okkar er matur fyrir líkamann, tónlist fyrir sálina. Fólk getur komið og fengið sér drykk og talað saman án þess að verða raddlaust. Það verður róleg en góð stemning í ætt við amerískan píanóbar.“ Í kvöld verður opnunar partí frá klukkan 23, djasstríó, ásamt píanóleikara og jafnvel söng- konu, spilar ljúfa tóna inn í nóttina. …heilsa 8 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016 Það getur verið erfitt að koma svefninum í réttar skorður eftir sumarfrí, en best er að gera það í litlum skrefum. Nú er sumarfríinu lokið hjá flestum og skólarnir byrjaðir aftur. Dagarnir eru farnir að styttast og það er farið að dimma á kvöldin. Margir eru samt eflaust enn að glíma við að koma svefninum í réttar skorður eftir sumarið, bæði hjá sér sjálfum og börnunum, því frjálsræðið er oft meira á sumrin. Þetta gerist yfirleitt ekki á einni nóttu og best er að færa svefninn fram um ákveðinn tíma á hverju kvöldi þangað til hann kemst í réttar skorður. Færið svefninn rólega Fyrsta skrefið er að taka ákvörðun um ákveðinn háttatíma sem tekur mið af aldri barnanna, en mikil- vægt er að þau fái nægan svefn svo þeim líði vel yfir daginn. Ef þið foreldrarnir ákveðið að barnið eigi að fara í rúmið klukkan 19 þá þarf að færa sumarháttatímann hægt og rólega fram. Segjum að oftast hafi verið farið í háttinn um 20 yfir sumartímann, þá er fínt að færa tímann fram um korter á hverju kvöldi, þangað til nýja tímanum er náð. Komið ró á heimilislífið Gott er að reyna að koma ró á heimilislífið strax eftir kvöldmat. Dimma ljósin aðeins ef hægt er, sem getur reyndar verið erfitt hér á landi vegna þess hve bjart er lengi frameftir á haustin. En þá er um að gera að draga gardínur fyrir gluggana til að fá smá rökkur. Reynið að fá börnin í rólega leiki og ekki leyfa þeim að vera í tölvum eða horfa á sjónvarp þegar minna en klukkutími er í háttatíma. Klukka í hvert herbergi Til að gera börnin meðvitaðri um háttatímann er gott að hafa stafrænar klukkur í öllum her- bergjum. Þau vita að háttatími er klukkan 19:00, þó betra sé að hafa klukkurnar þannig að þau sýni AM og PM tíma. Þá sýnir klukk- an 7:00. Það er auðveldara fyrir yngri börnin að læra það. Fyrir börn sem eru ekki alveg með tölu- stafina á hreinu getur verið gott að líma yfir :00 og skrifa 7 á lím- miðann. Þá vita börnin að þegar tölustafirnir eru eins þá er kominn háttatími. Hnitmiðuð rútína Best er að hafa rútínuna fyrir svefninn frekar stutta og hnitmið- aða. Hjá yngstu börnunum ætti þessi rútína ekki að taka lengri tíma en korter. Að hafa fasta rútínu á því sem þarf að gera fyrir svefninn minnkar líkur á að kvíða bæði hjá börnum og fullorðnum. Þá vita allir hvaða skref er næst og minni hætta er á því að börnin geri uppreisn eða reyni að draga háttatímann á langinn. Koma sér saman um reglur Mikilvægt er allir fullorðnir sem koma að uppeldi barnsins komi sér saman um reglur og rútínu, sérstaklega ef um einhver svefn- vandamál er að ræða. Staðfesta er lykilinn að því að laga eða koma í veg fyrir svefnvandamál og því verða allir þeir sem koma að upp- eldinu að vera sáttir og sammála um það sem gera skal. Verðlaun fyrir góða hegðun Ef um einhvers konar svefnvanda- mál er að ræða eða ef barnið á erfitt með að fara eftir settum regl- um varðandi háttatíma og rútínu fyrir svefninn, getur verið sniðugt að koma upp límmiða/umbuna- kerfi. Mikilvægt er samt að taka bara eina reglu fyrir í einu. Ef vandamálin eru mörg er ekki væn- legt til árangurs að ætla sér að tak- ast á við þau öll á sama tíma. Búðu til töflu eða dagatal sem hengt er upp á vegg og fáðu endilega barnið til að hjálpa þér að skreyta það. Svo þarf að kaupa límmiða og lítil verðlaun sem barnið fær fyrir að standa sig vel. Ef barnið stendur sig vel þá fær það límmiða að morgni og að velja sér þau verð- laun sem standa til boða hverju sinni. Sýnt hefur verið fram á að svona hentar mörgum börnum til takast á við hegðunarvanda- mál þegar kemur að háttatíma og svefni. Komdu svefninum í lag eftir sumarfríið Gott að sofa Það er fátt leiðinlegra en að standa í baráttu við börnin á hverju kvöldi um að koma sér í rúmið. Valtýr Bergmann Matarkjallarinn breytist í djassklúbb um helgar þar sem hægt er að njóta tónlistar og góðra drykkja í þægilegu umhverfi. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.