Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 Matthías Jochumsson orti ekki bara þjóðsöng Íslendinga, heldur skrifaði hann líka leikrit sem talað hefur verið um sem versta leikrit Íslandssögunn- ar. Uppsetning nokkurra trúða norður á Akureyri á þessu sögudrama Matthías- ar um landnámsmanninn Helga magra, vekur spurn- ingar um aðkomumenn og fólk í leit að betra lífi. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Sögur um aðkomumenn í smábæj- um eru formúlukenndar. Kúreki gengur inn á bar og vandræðin byrja. Nýr kennari nær hvorki sambandi við nemendur, sam- starfsmenn né foreldra. Dyrum er lokað hvar sem aðkomumaðurinn fer um. Hann fær ekki að vera með og þarf að sanna sig með öllum tiltækum ráðum, vinna plássið á sitt band. Helgi magri Eyvindarson var einn af upprunalegu að- komumönnum þessa lands. Hann var svo fínn að geta talist til land- námsmanna og ákvað, einhverra hluta vegna, að Eyjafjörðurinn væri málið. Þar var þá engin Ak- ureyri, engin Hríseyjarhátíð, Smá- munasafn eða Samkomuhús. Helgi, sem var írskur og eitthvað kristinn, var svo heppinn að koma Trúðar tækla Matta Joch og Helga hinn magra að hreinu borði, landið bauð upp á möguleika og engir Akureyringar að þvælast fyrir. Hann var á flótta undan átökum sunnar í Evrópu, en við tók mikil vinna, Eyjafjörðinn þurfti að byggja upp. Helgi stýrði öllu saman. Síðan líða þúsund ár Eitt og annað hefur síðan verið brallað í Eyjafirði og um landið allt á árunum sem liðin eru frá land- námi. Sagðar voru sögur af fólki eins og Helga magra. Sumar þessar sögur voru nógu safaríkar til þess að hægt var að nota þær í aðrar sögur og jafnvel leikrit. Árið 1890 vildu Akureyringar minnast Helga og afreka hans. Dugði þá enginn betur til þess verk- efnis en presturinn og þjóðskáldið Matthías Jochumsson, sem nýlega hafði tekið við brauði í bænum. Aðkomumaðurinn Matthías setti saman leikrit um aðkomumanninn Helga og var þess fullviss að sögur landnámsins væru gullkista sem leikhúsið gæti sótt í. Leikritið var frumsýnt á Eyrinni árið 1890 og féll vægast sagt í grýttan jarðveg, jafn- vel fyrir frumsýninguna því það var fyrst gefið út á prenti í Reykja- vík. Þá las leikhúsmaðurinn Gestur Pálsson leikritið og komst að því í ritdómi í Ísafold að gangurinn í leikritinu væri enginn og „engin sérstök hugsun hafi vakað fyrir höf- undi þegar hann bjó þetta „drama“ til.“ Gestur sagði að viðburðirnir sem verkið lýsti væru alveg sundur- lausir og persónurnar stæðu í þoku. Verkið féll flatt. Síðan líða 126 ár Áfram bralla menn eitt og annað á Akureyri. Leikhús og aðrar listir skjóta fastari rótum. Heimamenn og aðkomumenn koma og fara og vilja leggja sitt af mörkum við þá uppbyggingu. Árið 1973 hættir leikhús þar í bæ að vera „amatör“ og verður „atvinnu“. Seinna byggja menn Hof, þrátt fyrir að Helgi magri hafi verið hrifinn að Kristi, og leika þar og syngja. Nú er Jón Páll Eyjólfsson er kom- inn í bæinn, aðkomumaður að sunnan. Hann er leikhússtjóri og stýrir nú nokkrum trúðum á leik- sviði fyrir norðan, ef hægt að stýra trúðum. Trúðarnir ætla að setja upp í leikrit Matthíasar Jochum- sonar um Helga magra. Verkefnið er markaðsett sem Versta leikrit Íslandssögunnar. Endurskoðun nú á þessu klaufa- lega skrifaða sögudrama er tíma- bær að mati leikhússtjórans. Kjarni sögunnar er þessi: Fjölskylda legg- ur af stað í hættumikla ferð yfir haf í von um frið frá stríðum og átökum. „Þetta er sú saga sem ómar enn,“ segir leikhússtjórinn. „Sem betur fer tekur þetta samfélag enn vel á móti aðkomumönnum, en hvenær telst maður að fullu Akureyringur og hver segir til um það. Líkaminn endurnýjar víst frumur sínar að 98 prósent hluta á tíu ára fresti. Hvað tekur það til dæmis mig, hvítan, íslenskan og háskólamenntaðan úr Reykjavík, langan tíma að verða Akureyringur og hvað tekur það sýrlenska konu langan tíma,“ spyr Jón Páll. „Kannski verðum við 98 prósent Akureyringar eftir 10 ár.“ Frelsi trúðsins Að taka upp leikrit getur sagt nýj- ar sögur um samtímann og mesta frelsið til þess fá auðvitað trúðarnir á sviðinu sem sjálfir hafa verið að kroppa í texta Matthíasar. Þeir eru frjálsir undan hefðum og tungu- máli leikhússins. Trúðar eru alltaf aðkomumenn í samfélagi manna, utanveltu en vilja sanna sig. Á bak við andlits- málninguna eru listamenn sem vilja kroppa í verk annarra lista- manna. Matthías vann þannig úr Landnámu, sem líklega hefur alltaf verið á gráu svæði milli sannleika og sagnagleði, og trúðarnir fyrir norðan endurskoða Matthías og tæta hann í sig, með ljósum, vídeó- um og tónlist. Þeir klippa og líma að vild. Verkefnið nálgast trúðarnir í kærleika og einlægni. Þeir gera sitt úr þessu leikverki sem höfundur- inn kallaði í formála verksins árið 1890 „sáraófullkomið drama.“ Eftir stendur spurningin hvort nokkrir trúðar í Eyjafirði geti glætt versta leikrit Íslandssögunnar lífi og hrært upp í sér og áhorfendum. Helgi magri er frumsýndur af nokkrum trúðum í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld. Þegar túlka á 126 ára gamalt sögu- drama um líf og raunir landnáms- manna norður í Eyjafirði er rétt að kalla til trúða. Mynd | Menningarfélag Akureyrar Matthías Jochumsson var listaskáld en hann var mennskur. Meðferð hans, í leikriti árið 1890 á sögu Helga magra, þótti ekki takast vel. Helgi magri og kona hans, Þórunn Hryna, horfa yfir Akureyri. Jónas S. Jakobsson gerði styttuna. Í Land- námu segir: „Þá er Helgi sá Ísland, gekk hann til frétta við Þór, hvar land skyldi taka, en fréttin vísaði honum norður um landið.“ Helgi, sem blandaði saman trúar- brögðum, fór eftir því. Mynd | Bjarki Sigursveinsson GOTT UM HELGINA Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.