Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 52
Tæplega 750 þúsund lítrar seldust af jólabjór í Vínbúðunum í fyrra og því er viðbúið að margir séu farnir að
hlakka til næsta þriðjudags þegar
salan hefst í ár. Þetta er 28. árið
sem jólabjór er seldur hér á landi
og salan og úrvalið hefur aukist
ár frá ári. Fyrsta árið seldust 10
þúsund lítrar. Að þessu sinni verða
yfir fjörutíu tegundir af jólabjór í
sölu, þar af 21 íslenskar.
Venju samkvæmt geta lands-
menn gengið að föstum liðum á
borð við Tuborg jólabjórinn og
að hefðbundnum jólabjórum frá
Víking, Kalda, Egils og fleirum
en margt nýtt og spennandi er á
boðstólum í ár.
Þannig verður Bryggjan brugg-
hús í fyrsta sinn með jólabjór í
Vínbúðunum. Um er að ræða
belgískan dubbel-bjór sem kallast
Fagnaðarerindið. Ölvisholt verður
með tvo spennandi bjóra; Heims
um bjór sem er huggulegt öl og 24.
sem er Barley Wine með 10% alkó-
hólmagni.
Víking verður með svokallað-
an Piparköku Porter sem hljóm-
ar mjög áhugaverður og verður
eflaust flottur við hlið Súkkulaði
Porters Kalda sem er nú í boði
annað árið í röð. Af öðrum nýjum
íslenskum bjórum má nefna Jóla
Tuma frá Gæðingi, Askasleiki nr.
45 frá Borg brugghúsi og Segul 67
frá Siglufirði. Gamlir kunningjar
eins og Giljagaur, Einstök Doppel-
bock og Almáttugur Steðja eru á
sínum stað.
Fjölmargir áhugaverðir erlendir
bjórar verða og til sölu. Jólabjór frá
Nörrebro bryghus verður í fyrsta
sinn til sölu hér og væntanlega
verður slegist um bjóra frá hinum
vinsæla Mikkeller.
Hátíð í bæ J-dagurinn var í síðustu viku en þá fór Tuborg jólabjórinn í sölu á börum bæjarins.
Flestir jólabjórar fást nú á börunum en á þriðjudaginn næsta fara þeir í sölu í Vínbúðunum.
Jólabjórinn
í sölu eftir helgi
Aldrei fleiri tegundir af jólabjór
…matur kynningar 12 | amk… Föstudagur 11. nóvember 2016
Jómfrúin í nýjum búningi Arkitektinn fékk
það strembna verkefni að breyta öllu – en
mátti samt eiginlega ekki breyta neinu!
Útkoman var gamal góða Jómfrúin með
örlítilli andlitslyftingu. Mynd | Rut
Öl og ákavíti Óli segir enn hægt að panta borð fyrir jólin á Jómfrúnni, enda ómissandi að fá
sér smurbrauð og öl – og jafnvel ákavíti – í aðdraganda jólanna.
Mynd | Rut
Smørrebrød Nokkrar týpur af dásamlegu
smurbrauði. Mynd | Rut
Jólaseðillinn
verður í gangi
allan daginn fr
á
17. nóvember t
il
23. desember
Ítalskur heimilismatur
hjá Massimo og Katia
á Laugarásveginum
Á Laugarásveginum er að finna ekta ítalskan
veitingastað sem hjónin Massimo og Katia reka.
Massimo og Katia Bjóða upp á ekta ítalskt brauð og pasta.
Unnið í samstarfi við
Massimo og Katia
Hjónin Massimo og Katia reiða fram handgert pasta og heimabakað brauð á
hverjum degi. Allt er búið til á
staðnum og því er maturinn eins
ferskur og helst verður á kosið.
„Við gerum bæði pasta fyrir
veitingastaðinn og svo er hægt
að kaupa ferskt pasta í kílóavís
og elda heima,“ segir Katia. Þau
eru bæði með venjulegt pasta
sem og fyllt pasta.
Á veitingastaðnum er einnig
að finna ýmsar innfluttar vör-
ur, svo sem kex, ólífur, olíur
og girnilega osta á borð við
parmeggiano og gorgonzola.
„Brauðið okkar er einnig allt
bakað hér og fylgir með öllum
okkar réttum,“ segir Katia.
Þá er hægt að fá tilboð hjá
2 fyrir 1
af lasagna
í tvær vikur
Aðeins
1650 kr.
þeim fyrir afmæli eða önnur
tilefni. „Við sjáum um að reiða
fram ekta ítalska veislu fyrir öll
tilefni,“ segir Katia áður en hún
hverfur aftur til starfa.
Jómfrúarjól ómissandi á aðventunni
Jómfrúin er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem flestir tengja við huggulegheit og gott og girnilegt ekta danskt smurbrauð.
Unnið í samstarfi við Jómfrúna
Stofnandi Jómfrúarinnar var Jakob Jakobsson sem var fyrsti íslenski karlmaðurinn sem útskrifaðist sem „smør-
rebrødsjomfru“ frá hinu heims-
fræga veitingahúsi Idu Davidsen,
arftaka smurbrauðsveitingahúss
Oscars Davidsen í Kaupmannahöfn.
Sonur Jakobs, Jakob Einar, er einn
af eigendum Jómfrúarinnar, bróðir
Jakobs Einars, Brynjólfur Óli Árna-
son – eða bara Óli – rekur staðinn
og litli bróðir þeirra, Benjamín Bent,
vinnur þar sem þjónn. Það má því
með sanni segja að Jómfrúin sé rót-
gróið fjölskyldufyrirtæki.
Aðventuferð á Jómfrúna hefur
fyrir löngu fest sig í sessi hjá fjölda
landsmanna; það er einstaklega
hátíðlegt að gæða sér á smurbrauði
og öli – að ógleymdu ákavítinu – í
aðdraganda jólanna. Jómfrúin gekk
í gegnum allsherjar andlitslyft-
ingu fyrr á árinu. „Breytingarnar
voru hugsaðar þannig að staður-
inn myndi henta lengri opnunar-
tíma sem við vorum að stefna að;
hafa opið til 22 alla daga í stað 18.
Umhverfið þarf að stemma við
það, vera svolítið „hyggeligt“, segir
Brynjólfur Óli Árnason, rekstrar-
stjóri Jómfrúarinnar, eða Óli eins og
hann er oftast kallaður.
Þegar Jómfrúin er annars vegar
má segja að fólk sé afar vanafast
svo margir óttuðust að andrúms-
loftið yrði ekki það sama eftir
breytingar. Það var þó ekkert að
óttast, Jómfrúin er enn söm við sig.
„Arkitektinn fékk það strembna
verkefni að breyta öllu – en mátti
samt eiginlega ekki breyta neinu!
Þjóðin stóð á öndinni meðan við
vorum með lokað því fólk hélt að
það myndi koma inn í eitthvað nýtt
en þetta tókst afar vel til,“ segir Óli
og bætir við að viðtökurnar hafi
verið afar góðar.
Jólamatseðill Jómfrúarinnar
tekur gildi 17. nóvember.
„Þar fer fremst í flokki jólaplatt-
inn okkar, svo eru það jólasmáréttir
og smurbrauð og að síðustu heitu
jólaréttirnir okkar sem eru sívin-
sælir.“ Jólaseðillinn verður í gangi
allan daginn frá 17. nóvember til 23.
desember og fleiri komast að í ár en
áður þar sem opið verður til 22 alla
daga sem einungis var tilfellið þrjá
daga í viku áður fyrr. Enn er hægt
að bóka borð þó að þétt sé að verða
setið; nú þegar hafa 8000 manns
bókað sér sæti! „Vinsælustu laugar-
dagarnir fyrir jól eru að bókast um
páska, fastakúnnarnir okkar passa
sig á því snemma að tryggja sér
borð. En þar er enn pláss og lengi
má stafla,“ segir Óli og hlær.
Ekki er öll nótt úti enn fyrir þau
sem voru of sein að panta borð á
sínum óskadegi; hægt er að panta
jólarétti Jómfrúarinnar fyrir stóra
eða smærri hópa og halda dönsk jól
heima eða á vinnustaðnum.