Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016 Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á okkarbakari.is Dómsins dimmu klukkur Nú heyrist klingja klinglingaling Í klukkum andskotans. En mér er sama singalingaling Ég segi far vel frans. Því þær glymja ykkur, ykkur, en þær ekki glymja mér Þessar dómsins dimmu klukkur, Ég er dauður hvort sem er. (Gísl, höf: Brendan Behan, þýðing Jónas Árnason.) Það hefur heyrst daufur klukkna-hljómur víða í Evrópu undan-farið, en fyrsta sterka, dimma klukknahringingin glumdi í úrslit-um Brexit í Bretlandi. Næsta – og enn sterkari glumdi í úrslitum forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum. Þessar dómsins dimmu klukkur glymja ekki þeim sem finnst þeir dauðir hvort sem er, heldur hinum sem þeim dauðu finnst hafa rænt þá lífinu. Það er sjálfsmyndinni, reisninni, atvinnunni og afkomunni og heimta nú upprisu. Kannski snerust kosningarnar í Bretlandi alls ekki um veru Breta í ESB né kosningarn- ar í Bandaríkjunum um Donald Trump eða Hillary Clinton, heldur kerfi sem hefur, að því er virðist, gengið sér til húðar, geng- ið of langt í auð- og valdsöfnun og má nú þola höfnun og refsingu. Hinn „venjulegi maður“ hefur sagt „elítunni“ stríð á hend- ur. Stjórnmálastéttin, með stjórnsýsluna í farteskinu, auðmenn sem í krafti peninga og auðsöfnunar, og víðast í náinni sam- vinnu við stjórnmálastéttina, hafa gríðarleg völd, fjármálastéttin og stór hluti mennta- og sérfræðingastéttanna mynda „elítu“ eða forréttindahópa vestrænna samfélaga. Þessir foréttindahópar hafa algerlega misst samband við millistéttina og lágstéttina og hafa ekki minnsta áhuga þeim. Þó eru það þessar stéttir sem byggðu það samfélag sem forréttindahóparnir njóta nú góðs af. Sósíaldemókratar sem lengi vel byggðu tilveru sína á samstöðu með milli- og lág- stéttum og sóttu styrk sinn þangað, urðu frjálshyggjunni að bráð og vildu miklu heldur tilheyra elítunni. Fannst það fínna. Komu sér upp sérfræðingaveldi og töluðu niður til baklandsins, sem nú er orðið fyrr- verandi. Þeir uppskera nú alls staðar eins og þeir hafa sáð til. Þeir yfirgefnu og forsmáðu refsa þeim, reiðir, vonsviknir og bitrir. Reitt og biturt fólk er hættulegt því auðvelt er að fylkja því að baki hverjum þeim sem lofar þeim að kollvarpa elítunni og hefja þá aftur til einhverrar virðingar. Jafnvel þó um sé að ræða skrípi, jafnvel fasista, stórhættulega menn, bara að þeir þykist ætla að ráða bót á kjörum milli- og lágstéttanna og meta þær að verðleikum. Þetta hefur sagan sýnt okk- ur, en sögulegar skýringar eru ekki í tísku, þær gætu hitt einhverja fyrir. Vissulega hefur samfélagið tekið mikl- um óafturkræfum – eins og nú er í tísku að segja – breytingum. Tæknin hefur víða leyst vinnandi fólk af hólmi og öll samfélög horfa nú fram á að geta ekki lofað eða út- vegað öllum þegnunum vinnu, þess vegna er umræða um borgaralaun, sem er önn- ur saga – og þó. Umræða um þau verður ábyggilega áberandi í næsta kafli í sögu vestrænna samfélaga. Menntun er orðin lykilatriði í nútímasamfélagi og ekki er ætl- unin að vera á móti því eða forsmá, en – það eru samt stórir hópar sem eru samfélaginu nauðsynlegir. Einhverjir þurfa að fram- leiða ofan í okkur matinn, draga fiskinn úr sjónum, flytja okkur milli staða, byggja vegi og hús, framleiða tækin sem við þurf- um eða viljum, hreinsa upp draslið sem neytendur skilja eftir sig, passa og mennta börnin, hjúkra, annast og styrkja o.s.frv. En „elítunni“ finnst þeir sem vinna þessi störf ekki verðugir launa sinna né nokkurr- ar virðingar. Hún ræður ferðinni og hefur sitt gildismat – og það aðeins eitt – peninga. Elítan metur sjálfa sig mest og sín störf, Hún skammtar sér góð laun, oft ofurlaun, arð- greiðslur, bónusa, starfslokasamninga og alls konar fríðindi. Sú var tíðin að kvenfrelsiskonur á Íslandi kröfðust svara við spurningum á borð við: „Af hverju er merkilegra að stjórna banka en barnaheimili?“ Elítan þjappaði sér saman og svaraði með sínu lagi. Vegna þess að pen- ingar eru merkilegri en mannfólkið – og náttúran. Nú spyrja konur sem tilheyra el- ítunni ekki lengur þessara spurninga, held- ur hamast við hausatalningar kvenna sem hafa verið teknar í regluna og mæla árangur baráttunnar í því hversu margir ráðherrar, bankastjórar, forstjórar og þingmenn eru af kvenkyni. jafn blindar á afleiðingarnar og karlarnir sem þar voru fyrir og jafn áhuga- lausar og þeir um „hina venjulegu konu“. Elíta hins vestræna heims veit nú ekki sitt rjúkandi ráð og býsnast yfir hvað fólk er heimskt. Kýs rangt, kýs jafnvel yfir sig höf- uðóvinina og hefur að vissu marki rétt fyrir sér. En vonsvikið, reitt og biturt fólk er ekki skynsamt, það vill bara ráðast á kerfið sem hefur rænt það sjálfsvirðingunni, launum og atvinnu og gerir það með hvaða ráðum sem er – líka heimskulegum og hættulegum. Og því mun ekki linna í bráð. Einhver stjórnmálaspekingur sagði í kosningavöku CBS að blinda stjórnmála- spekinganna á hvað myndi gerast sýndi að það yrði að semja allar kennslubækur í stjórnmálafræði upp á nýtt. Ætli það séu ekki fleiri „bækur“ sem þarf að semja upp á nýtt. Því klukkurnar dimmu eru ekki þagn- aðar, þær munu halda áfram að klingja sitt klingalingaling – líka á Íslandi – og hverjar afleiðingarnar verða er ekki gott að segja, en víst er að það eru válegir tímar framund- an. Elítan, sem nú flýtur sofandi að feigðar- ósi og dregur allt mannkynið með sér, á eft- ir að vakna upp af vondum draumi þegar klukkurnar dimmu klingja of hátt – og hvað gerist þá? Grípur hún til til gamalkunnra ráða, stríðs og ofbeldis, eða semur og lærir nýjar „bækur“? Þórhildur Þor- leifsdóttir skrif- ar um lærdóm feminista af tapi Hillary Clinton í forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri Kannski snerust kosningarnar í Bretlandi alls ekki um veru Breta í ESB né kosningarnar í Bandaríkjunum um Donald Trump eða Hillary Clinton, heldur kerfi sem hefur, að því er virðist, gengið sér til húðar, gengið of langt í auð- og valdsöfnun og má nú þola höfn- un og refsingu. Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 FRÉTT ATÍMI NN 25. n óvem ber Við verðum með umfjöllun um Black Friday föstudaginn 25 nóvember. Ekki missa af þessu tækifæri á því að ná í gríðarlega stóran markhóp. sími: 531-3310 gauti@fréttatíminn.is SVARTUR föstudagur FRÉTT ATÍMI NN 25. n óvem ber Við verðum með umfjöllun um Black Friday föstudaginn 25 nóvember. Ekki missa af þessu tækifæri á því að ná í gríðarlega stóran markhóp. sími: 531-3310 gauti@fréttatíminn.is SVARTUR föstudagur FRÉTT ATÍMI NN 25. n óvem ber Við verðum með umfjöllun um Black Friday föstudaginn 25 nóve ber. Ekki missa af þessu tækifæri á því að ná í gríðarlega stóran markhóp. sími: 531-3310 gauti@fréttatíminn.is SVARTUR föstudagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.