Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 4
Illugi sagði frá því í fjölmiðlum í fyrra að um vinargreiða hefði verið að ræða þegar Haukur keypti íbúðina á Ránargötu af honum. 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016 Prestur lagður í einelti – samskipti við brúðhjón áframsend Séra Skírnir Garðarsson segist hafa verið lagður í einelti í Lágafellssókn. Mynd | Hari Þjóðkirkjan Séra Skírnir Garðars­ son hafði betur gegn þeim Ragn­ heiði Jónsdóttur, sóknarpresti í Lágafellssókn í Mosfellsbæ, og Hreiðari Erni Zoëga Stefánssyni, framkvæmdastjóra sóknarinnar, hjá úrskurðarnefnd Þjóðkirkj­ unnar. Skírnir segir málið í raun snúast um einelti. Þá hefur sóknin afneitað honum algjörlega. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Skírnir kvartaði undan þeim Ragn­ heiði og Hreiðari til Vinnueftirlits­ ins á síðasta ári, þar sem hann sak­ aði þau um einelti. Niðurstaðan var sú, eftir sameiginlega fundi með sál­ fræðingi á vegum Vinnumálastofn­ unnar, að hann var færður til í starfi. Ragnheiður var einnig færð til í starfi um tíma, en snéri aftur sem sóknar­ prestur í sömu sókn tveimur mánuð­ um síðar. Skírnir var aftur á móti gerður að héraðspresti og hefur ver­ kefnum hans snarfækkað síðan þá. „Þetta er búið að vera sorgarferli fyrir mig,“ segir séra Skírnir en birtingarmynd samskiptavandans virðist hafa verið kvörtun eins af sóknarbörnunum frá árinu 2013. Sóknarbarnið sótti um aðstoð hjá kirkjunni og varð til þess að Skírn­ ir hafði samband við félagsmála­ fulltrúa bæjarins. Í stuttu máli var Skírnir ekki brotlegur við lög um persónuvernd, en honum þótti súrt í broti að hann var ekki upplýstur umsvifalaust um kvörtunina og gat því ekki varið hendur sínar. Um það snérist úrskurður úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar þar sem það er stað­ fest að það hafi verið aðfinnsluvert af hálfu Ragnheiðar og Hreiðars að Skírnir var ekki látinn vita tafarlaust um kvörtunina. Eins þótti það að­ finnsluvert hvernig þau Ragnheiður og Hreiðar brugðust við kvörtuninni. En málinu lýkur ekki þar, að sögn Skírnis. „Við tók mjög einkenni­ leg aðför að mér, meðal annars var ég rægður ítrekað og tölvupóstar í minni eigu voru áframsendir til bisk­ upsstofu,“ útskýrir Skírnir. Hann kvartaði undan Ragnheiði og Hreiðari til Persónuverndar og sakar þau um að hafa rofið trúnað með því að áframsenda tölvupósta sína til starfsmanna Biskupsstofu. Þar á meðal samskipti sín við tilvon­ andi brúðhjón. Það mál er til með­ ferðar hjá Persónuvernd, að sögn Skírnis. Skírnir segir málið hafa leg­ ið þungt á sér, og meðal annars orðið til þess að hann hafi ekki að­ eins orðið fyrir tekjumissi, heldur einnig mannorðshnekki. Þá hefur málið tekið á taugarnar en stjórn Lágafellssóknar lýsti því yfir við hann að sóknin myndi aldrei ræða við hann aftur. „Það þótti mér nú heldur sér­ stakt,“ segir Skírnir en lítið sem ekkert hefur verið að gera hjá hon­ um við embættisverkin frá því hann var færður til í starfi. Ragnheiður segir í samtali við Fréttatímann að hún kannist ekki við kvörtun Skírnis til Persónu­ verndar tengdri tölvupóstunum. Þá telur hún deilunum lokið, í það minnsta að hálfu Lágafellssóknar. Ekki er ljóst hvort niðurstöðu úr­ skurðarnefndar verður áfrýjað. Það getur borgað sig að gera verðsamanburð. Munar 20 þúsund á Lego Neytendur Það munar fimm­ tán þúsund krónum á verði á kassa af Lego­kubbum í tveim­ ur verslunum í Reykjavík. Í Hagkaup kostar þessi Lego kassi 26.999 íslenskar krón­ ur, í ToysRus á Íslandi er hann venjulega á 19.999 krónur en er núna á tilboði á 11.999 krónur. Jóhanna Ýr Ólafsdóttir, sem er á leiðinni til Glasgow til að kaupa inn jólagjafir, segir ferðina margborga sig. Þar rak hún augun í Lego kassann góða á vefsíðu Tesco, þar sem hann kostar 44,99 pund sem á gengi dagsins eru 6.167 krónur. Þar munar því 20 þúsund krónum. | þká Bíó Í kvikmyndinni Mihkel, sem Ari Alexander hyggst gera eftir líkfundarmálinu frá árinu 2004, fara þeir Tómas Lemarquis og Atli Rafn Sigurðsson með hlutverk sem minna lauslega á Jónas Inga Ragnarsson og Grétar Sigurðsson. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Upptökur á kvikmyndinni Mihkel, eftir Ara Alexander Erigs Magnús­ son, hefjast á mánudag. Myndin byggir að hluta til á einu umtalað­ asta sakamáli síðari ára; þegar Lithá­ inn Vaidas Jucevicius kom til Íslands með gríðarlegt magn af metam­ fetamíni innvortis. Þeir Jónas Ingi Ragnarsson, Grétar Sigurðsson og Tomas Malakauskas höfðu skipulagt smyglið ásamt eiturlyfjahring í Lit­ háen. Þeir fóru með Vaidas í íbúðar­ húsnæði í Kópavogi þar sem hann veiktist heiftarlega og lést fjórum dögum síðar. Í Mihkel mun Atli Rafn leika karakterinn Jóhann sem minn­ ir á Jónas Inga og Tómas leikur Bóbó sem minnir á Grétar. Í stað þess að leita til lögreglu brugðu mennirnir á það ráð að vefja líkinu í plastpoka og keyra á Djúpa­ vog, þar sem þeir urðu veðurtepptir í tvo daga með líkið í skottinu. Því næst óku þeir til Norðfjarðar, heima­ byggðar Grétars, þar sem Grétar beið þeirra. Til stóð að grafa líkið en vegna frosta ákváðu mennirnir að henda því í sjóinn. Þremur dög­ um síðar fann kafari lík Vaidasar fyr­ ir tilviljun. Þeir Jónas Ingi, Grétar og Tom­ as voru síðar dæmdir í fang elsi fyr­ ir inn flutn ing á fíkni efn um, fyrir að koma Vai dasi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa með ferð á lík inu. Jónas komst aftur í frétt irnar árið 2010 þegar hann var dæmdur í tíu ára fang elsi fyrir að setja upp, í sam­ starfi við aðra, eina full komn ustu amfetamín verk smiðju sem fund ist hefur hér lend is. Í kvikmyndinni fer Paaru Oja með hlutverk Vaidasar, sem nefn­ ist Mihkel og Kasper Velberg með hlutverk Tomasar. Framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson, Kristinn Þórðarson og Leifur B. Dagfinnsson hjá True North. Atli Rafn og Tómas verða Grétar og Jónas Paaru Oja lekur Vaidas, Atli Rafn leikur Jónas Inga, Ari Alexander er leikstjóri, Tómas leikur Grétar og Kasper leikur Tomas. Vaidas Jucevicius, Jónas Ingi Ragnarsson og Grétar Sigurðsson Netverð á mann frá kr. 66.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 2. janúar í 9 nætur.Jólapakki Gran Canaria & Tenerife Gefðu jólapakka í vetrarsól Frá kr. 66.995 Bókanlegt til 24. des. Brottfarir 2. janúar til 24. mars Íbúðin úr Orku Energy- málinu verður gistiheimili Eignarhaldsfélagið OG Capital ehf. hefur selt íbúðina á Ránar­ götu sem áður var í eigu Illuga Gunnarssonar, fráfarandi þing­ manns og menntamálaráðherra. Eigandi félagsins er Haukur Harðarson, stjórnarformaður fyrirtækisins sem áður hét Orka Energy, en sem í dag kallast Arctic Green Energy. Nýr eigandi eignarhaldsfélag­ ið Ránargata 8 ehf. rekur hótel í næsta húsi og líklega er ætlunin að sameina íbúð Illuga inn í gisti­ heimilið. Kaupverðið var 60 milljónir króna. Íbúðin var til umfjöllunar í fjöl­ miðlum vorið 2015 og mánuðina þar á eftir þegar upp komst að Haukur hafði keypt íbúðina og eignarhaldsfélag Illuga, OG Capital ehf., af honum um vorið 2014. | ifv Þjóðhagsmál Fjölgun ferðamanna skapaði meira en helming allra nýrra starfa á Íslandi síðasta árið. Alls fjölgaði störfum um 6.300 en af þeim urðu 3.800 til innan ferðamannaþjónustunnar. Nú starfa rúmlega 25 þúsund manns við ferðaþjónustu á Íslandi, álíka margir og starfa við verslun. Samkvæmt Hagstofu Íslands hefur orðið gríðarleg fjölgun starfsmanna hjá starfsmannaleigum. Þeir voru aðeins um 100 fyrir ári en voru orðnir 800 í haust. Þrátt fyrir fjölg­ unina er aðeins einn starfsleigu­ starfsmaður á móti hverjum 225 launþegum sem ráðnir eru beint til fyrirtækja. Þetta hlutfall var hins vegar aðeins 1750 fyrir ári. Fyrir utan gríðarlegan vöxt inn­ an ferðaþjónustunnar er mestur vöxtur innan greina sem fjölg­ un ferðamanna hefur haft áhrif á; byggingarstarfsemi og verslun. Starfsfólki í byggingaiðnaði fjölgaði um 1200 manns frá haustinu 2015 til síðasta haust og fjölgun í verslun var 1.100 manns. Á sama tíma fækkaði fólki mest í því sem flokkað er sem opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi.| gse Túristar búa til störf Efnahagsundrið á Íslandi má fyrst og síðast rekja til ferðamannsins. Hann er maður ársins á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.