Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016 Niðurstaða kosninganna í lok síðasta mánaðar bar ekki með sér skýran rík-isstjórnarkost. Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks féll með miklum skelli, fékk aðeins 40,5 prósent atkvæða. Það væri fráleitt að lesa það út úr kosningunum að al- menningur vildi fjögur ár til viðbót- ar af ríkisstjórn með ámóta stefnu. Hálfvolgt kosningabandalag stjórn- arandstöðunnar fékk heldur ekki brautargengi, aðeins 43,3 prósent; meira en ríkisstjórnin en samt fjarri því nóg. Mesta fylgissveiflan var inn að miðju þrátt fyrir fylgistap Fram- sóknar, sem stundum má flokka sem miðjuflokk. Viðreisn stillti sér upp miðju megin við Sjálfstæðis- flokk, Björt framtíð miðju megin við vinstriflokkanna og Píratar vilja hvorki vera hægri né vinstri. Saman- lagt fylgi þessara fjögurra miðlægu flokka er 43,7 prósent. Til saman- burðar er Sjálfstæðisflokkurinn með 29,0 prósent og VG og Samfylkingin samanlagt með 21,6 prósent. Auðvitað má skilgreina flokkana öðruvísi til að reyna að finna skýrari skilaboð frá kjósendum. Breytingar fengu 53,6 prósent (VG, Píratar, Við- reisn, Björt framtíð og Samfylking) á meðan varðstaðan um óbreytt kerfi fékk 40,5 prósent (Sjálfstæðisflokkur og Framsókn). Ef Viðreisn er hægri flokkur fékk hægrið 39,5 prósent. Framsókn, Björt framtíð og Píratar á miðjunni fengu 33,2 prósent. Vinstr- ið fékk þá 21,6 prósent. Svona má stokka og stokka, en það leggst samt ekki niður nein klár niðurstaða. Skilaboðin úr kosn- ingunum voru ekki skýr. Þannig er það nú bara. Íslensk stjórnmál eru að þokast nær því sem er á Norðurlöndun- um. Þar eru margir flokkar á þingi og yfirleitt margir flokkar tengdir ríkisstjórn, hvort sem þeir eru inn- anborðs eða verja hana vantrausti gegn áhrifum á mikilvæg mál. Stjórnmál þar einkennast því af breiðri samstöðu milli flokka. Sam- staðan kemur bæði fram fyrir kosn- ingar í formi kosningabandalaga og eins eftir kosningar þegar stuðning- ur þingsins er byggður upp. Íslenska hefðin er önnur. Hér hafa flokkar gengið óbundnir til kosninga og reynt eftir þær að ná eins þröngu samkomulagi og kostur er, helst aðeins við einn annan flokk. Eflaust má finna þess dæmi úr íslenskri sögu að þetta hafi reynst stjórnmálamönnum vel. Það má líka finna þess mörg dæmi frá Norð- urlöndunum að þeirra kerfi hafi gagnast þarlendum stjórnmála- mönnum vel. Ef við berum saman kannanir í löndunum um traust almennings á þjóðþingunum þá er það um og yfir 60 prósent á Norðurlöndunum. Hér hefur það verið um 11 prósent að undanförnu. Það er því engum vafa undirorpið að norræna kerfið hefur reynst almenningi þar bet- ur en íslenska kerfið íslenskum al- menningi. Við ættum því ekki að gráta það lengi að tími tveggja flokka stjórna sé liðinn á Íslandi. Við getum skilið að stjórnmálaforingjar myndu vilja halda í gamla kerfið sitt, en í raun ættu þeir að sleppa. Það gengur ekki til lengdar að stjórnmálastéttin viðhaldi kerfi sem almenningur hef- ur enga trú á. Það er því í raun ekkert vandamál þótt hægri menn séu nú klofnir á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks eða vinstri menn á milli VG og Sam- fylkingar. Enn síður er það veik- leikamerki miðjufólks að geta valið sér stöðu innan Pírata, Framsókn- ar eða Bjartrar framtíðar. Miðju- fólk hefði það ekkert betra þótt til væri samræmdur forn miðjuflokkur eins og Samfylkingin vildi vera fyrir vinstrimenn og Sjálfstæðisflokkur fyrir hægra fólk. Það lýsir alls ekki veikleika að mynda bandalög og byggja upp samkomulag eftir kosningar, innan sem utan þings, í stað þess að gera það innan flokka löngu fyrir kosn- ingar. Það kann að vera flókið fyr- ir stjórnmálafólkið að læra vinnu- brögð sem henta nýrri stöðu en það ætti að taka því fagnandi. Gamla kerfið, sem endanlega dó í síðustu kosningum, gagnað- ist engum. Innan þess náði vilji meirihlutans ekki í gegn í flestum málum, almenningur hafði enga trú á kerfinu og því tókst ekki að leiða í gegn eðlilegar breytingar á sam- félaginu. Við ættum því að reyna önnur kerfi og aðrar aðferðir. Þær geta varla leitt til lakari niðurstöðu. Stjórnmálafólkið ætti því ekki að reyna að berja saman fjögurra ára sterka ríkisstjórn út úr niðurstöð- um kosninga heldur mynda banda- lag um fá aðkallandi mál sem held- ur til tveggja ára. Og mynda að þeim loknum nýtt samkomulag eða kjósa aftur. Það er ekkert að því. Gunnar Smári ENGA STERKA STJÓRN, TAKK FYRIR lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 9.999 kr. PARÍS f rá T í m a b i l : j a n ú a r - j ú n í 2 0 1 7 9.999 kr. BERLÍN f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. BARCELONA f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 9.999 kr. KANARÍ f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 5.999 kr. STOKKHÓLMUR f rá T í m a b i l : j a n ú a r - a p r í l 2 0 1 7 9.999 kr. DUBLIN f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a í 2 0 1 7 Nú er ferðalag! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.