Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 11.11.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016 Panamaskjölin Hreiðar Már Sig- urðsson stofnaði eignarhaldsfélag á Tortólu eftir hrun. Er í eigna- stýringu hjá fyrirtæki í Sviss. Eiginkona hans og eiginkona Sigurðar Einarssonar eignuðust félagið eftir Al Thani dóminn. Fyrirtækið á Tortólu er ennþá virkt og á eignir í Evrópu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.s Hreiðar Már Sigurðsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Kaupþings, stofnaði eignarhaldsfélag í skatta- skjólinu Tortólu árið 2010 og færði það yfir á eiginkonu sína, Önnu Lísu Sigurjónsdóttir, og Arndísi Björns- dóttur, eiginkonu Sigurðar Einars- sonar, eftir að hann var dæmdur í Al Thani-málinu. Félaginu á Tortólu, Robinson Associates Inc., er stýrt af eignastýringarfyrirtækinu Chartwell & Partners í Sviss. Þetta kemur fram í Panamaskjölunum, gögnunum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Fréttin er unnin í sam- starfi við Reykjavík Media. Nýjustu tölvupóstarnir um starf- semi Robinson Associates eru einungis tæplega eins árs gamlir – í gögnunum er að finna pósta frá 25. nóvember árið 2015 – og virð- ist félagið því vera virkt ennþá. Í Panamaskjölunum kemur fram að félagið eigi ekki neinar eignir um- fram annað Tortólafélag sem heit- ir Njordcap Holdings Ltd. Í svörum svissneska eignastýringarfyrirtæk- isins í gögnunum kemur hins vegar fram að félagið Njordcap sé „þátt- takandi í viðskiptum í Evrópu“. Ekki kemur fram hvaða viðskipti þetta eru. Hreiðar Már vill ekki ræða um eignir Robinson eða Njordcap við Fréttatímann. „Nei, það get ég ekki. Ég hef ekki áhuga á að tjá mig um þessi mál við þig.“ Í Panamaskjölunum kemur fram að í lok apríl árið 2014 sendi starfsmaður Chartwell & Partners tölvupóst til Mossack Fonseca þar sem beðið var um að gögn um eignarhald Robinson Associ- ates Inc. yrðu dagsett aftur í tím- ann: „Við höfum fengið fyrirmæli um að breyta hluthafa ROBINSON ASSOCIATES INC.: Eigendabreyting á Robinson Associates Inc : 50% Anna Lisa Sigurdsson 50% Arndis Bjornsdottir.“ Starfsmaðurinn sagði svo: „Getið þið vinsamlegast gert þetta og búið til samþykktir fyrir félagið og gefið út nýtt hluthafavott- orð með dagsetningunni 13. janúar 2014.“ Gögnin um yfirtöku þeirra Önnu Lísu og Arndísar voru því dagsett aftur í tímann. Í samtali við Fréttatímann neit- ar Arndís Björnsdóttir að ræða um málefni Robinson Associates Inc. og af hverju hún tók yfir félag á Tortólu. „Ég hef ekki áhuga á að tala við fréttamenn,“ segir Arndís. Félaginu var stjórnað af manni sem býr, eða bjó, í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Vincent De Canniere, og eru gögn um hann í Panamaskjölunum. Miðað við gögn- in er hann ennþá stjórnarmaður fé- lagsins. Vegna þess að Hreiðar Már var dæmdur í fimm og hálfs fangelsi fyr- ir umboðssvik og markaðsmisnotk- un í Al Thani málinu lenti hann í því að starfsmenn Mossack Fonseca urðu tortryggnir vegna þess að hann hafði átt félagið. Í gögnunum koma fram áhyggjur þeirra af því að Hreiðar Má kunni að geyma illa fengið fé í félaginu vegna fortíðar sinnar á Íslandi. Starfsmenn svissneska eignastýr- ingarfyrirtækisins lentu í orðaskaki við Mossack Fonseca vegna þessa og reyndu þeir að sannfæra starfs- menn panamaísku lögmannsstof- unnar um að Hreiðar Már væri ekki lengur eigandi Robinson Associates heldur þær Anna Lísa og Arndís. Starfsmenn eignastýringarfyrirtæk- isins minntust hins vegar ekki einu orði á það að Anna Lísa væri eigin- kona Hreiðars Más og Arndís eigin- kona eins nánasta samstarfsmanns hans til margra ára. Starfsmaður eignastýringarfyrirtækisins, James Klein, sagðist meðal annars ekki skilja „áhyggjur“ Mossack Fonseca þar sem Hreiðar Már væri ekki formlega tengdur félaginu lengur. „Það er rétt að hr. Hreiðar Már Sig- urðsson var hluthafi Robinson og að hann er sami einstaklingur og þú ræðir um. […] Hr. Sigurðsson færði hlutabréf sín til annarra og er í kjölfarið ekki meðlimur, stjórn- andi eða stjórnarmaður í Robinson Associates.“ Mossack Fonseca lét sér þessar skýringar nægja og hætti að ganga á eftir svörum hjá svissneska fyrir- tækinu um tengsl Hreiðars Más við fyrirtækið á Tortólu. Hreiðar Már færði Tortólafélag sitt yfir á konu sína og Sigurðar „Hr. Sigurðsson færði hlutabréf sín til annarra.“ Í Panamaskjölunum kemur fram að Hreiðar Már Sigurðsson og eiginkona hans hafi verið í eigna- stýringu hjá svissnesku fyrirtæki frá því fyrir hrunið árið 2008. Félag Hreiðars Más á Tortóla á í viðskiptum í Evrópu sem ekki eru tilgreind nánar í Panamaskjölunum. Boggie 3ja sæta sófi KLASSÍSK hönnun Slitsterkt áklæði. Margir litir. Stærð: 186 x 77 x 85 cm. Fullt verð á sófa : 99.900 kr. Aðeins 79.900 kr. 20% AFSLÁTTUR Fyrir þínar bestu stundir Afgreiðslutími sjá www.dorma.is Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Þú finnur nóvember- bæklinginn okkar á www.dorma.is Fyrir þínar bestu stundir SMÁRATORG HOLTAGARÐAR AKUREYRI ÍSAFJÖRÐUR www.dorma.is Nóvembermánaðar frá Yankee Candle JÓLAILMUR Aðeins 3.367 kr. „ICICLES“ fæst í nokkrum stærðum og útfærslum. Verðdæmi: Millistórt kerti í glerkrukku. Fullt verð: 4.490 kr. Boggie 3ja sæta sófi KLASSÍSK hönnun Slitsterkt áklæði. Margir litir. Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm.Fullt verð á sófa : 99.900 kr. Aðeins 79.900 kr. 20% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR Ilmur mánaðarins SPRING AIR BEVERLY heilsurúm með botni • Pokagormakerfi • Hægindalag í yfirdýnu • Bómullar áklæði • Steyptur svampur í köntum • Sterkur botn 20% AFSLÁTTUR Stærð cm Fullt verð Jólatilboð 160 x 200 192.900 kr. 154.320 kr. 180 x 200 204.900 kr. 163.920 kr. 180 x 210 214.900 kr. 171.920 kr. 192 x 203 229.900 kr. 183.920 kr. Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á Classic botni. Spring Air BEVERLY heilsurúm með Classic botni Komdu og leggstu í draumarúmið! Beverly og Regency eru sérlega vönduð heilsurúm frá Spring Air, einum þekktasta rúmafram- leiðanda Bandaríkjanna. Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær. JÓLA- TILBOÐ Menning „Enginn fjölmiðill sendi gagnrýnanda, enginn sá sér heldur fært að taka viðtöl við höf- uðlistamennina, Sigurð Flosason og Kjartan Valdimarsson,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður um tónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 16. október. Á tónleikunum komu fram 70 flytj- endur., en Stórsveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumfluttu konsert fyrir stórsveit og sinfóníu eftir Kjartan Valdimars- son og nýja útgáfu af Rhapsody in Blue eftir Georg Gershwin, þar sem spuninn spilaði stórt hlutverk. Þorvaldur segir að viðburðurinn hafi í raun verið þagaður í hel. „Ég er búinn að taka þátt í að byggja upp Menningarfélag Akur- eyrar undanfarin 2 ár og mér bregð- ur við að sjá þetta,“ segir hann. „Ég hef verið viðburðahaldari í 20 ár og skipulagt viðburði á öllu Stór- -Reykjavíkursvæðinu og aldrei upplifað neitt þessu líkt. Við höfum verið með tólf stóra tónleika með þekktum listamönnum í röð á einu ári, sem hafa fengið sáralitla um- fjöllun og án þess að það hafi verið fenginn gagnrýnandi í eitt einasta sinn til að fjalla um tónleikana,“ segir hann. „Mér finnst þetta ákaf lega sorglegt. Það er ekki hægt að halda uppi standard á menningarlífinu hér til lengdar ef það á að þagga það niður. Listirnar færa okkur mikið í þjóðarbúið, andlega og fjárhags- lega en það þarf að hlúa að þeim og veit þeim aðhald,“ segir Þorvaldur Bjarni. | þká Tólf viðburðir í röð í menningarhúsinu Hofi hafa fengið sáralitla umfjöllun. Þorvaldur Bjarni: Mér bregður við að sjá þetta Þorvaldur segir að viðburðurinn hafi í raun verið þagaður í hel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.