Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016 Neytendamál Neytendastofa hefur sektað eignarhaldsfélagið E-content, sem er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Múla, 1909 og Hraðpeninga, um 2,4 milljónir króna vegna ófullnægj- andi upplýsingagjafar og broti á lögum um neytendalán. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að fyrirtækið hafi komið sér hjá fyrri úrskurði Neytendastofu með því að selja verðlausar rafbæk- ur með það að markmiði að fela kostnað við lánveitingu. Neytendastofa óskaði eftir lista yfir bækur sem smálánafyrirtæk- in selja, og fengu þá þau svör að bókatitlanir væru 150 þúsund og að listi yfir bækurnar væru 1300 blaðsíður. Því væri erfitt um vik að senda slíkan lista. Neytendastofa óskaði engu að síður eftir listanum, sem þeir fengu þó ekki. Birtingarmynd bóksölunnar er sérkennileg, en Vísir.is greindi frá því að vinsælasta íslenska rafbókin á lista Amazon-bóksölunnar, væri „Virka daga Stalker“ og er sögð vera eftir Halldór Sigfússon. Hún kostar 50 dollara eða rúmar 5.600 krón- ur. Talið er að bækurnar séu hluti af brellu smálánafyrirtækjanna. Þá kemur fram í úrskurði Neyt- endastofu að bækurnar séu verð- lausar. | vg Sektaðir fyrir bókabrellu Einkennilegar bækur hafa dúkkað upp á vinsældalista Amazon yfir íslenskar bækur. Viðskipti Ríkisstofnunin Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins var látin fjárfesta í útgerðarfyrirtæki í Afríku í gegnum sjóð sem átti að kaupa í tæknifyrirtækjum. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að aðkoma hans að fjárfestingunni hafi ekki verið nein en fyrirtækið varð gjaldþrota árið 2014. „Brú 2 var kynntur sem sjóður sem fjárfesti í tæknifyrirtækjum,“ seg- ir Helga Valfells, núverandi fram- kvæmdastjóri ríkisstofnunarinnar Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, að- spurð um hvernig sú ákvörðun var tekin árið 2007 að sjóðurinn fjárfesti í útgerðarfyrirtæki í Afríku sem rak togarann Blue Wave. Tekið skal fram að Helga var ekki framkvæmdastjóri sjóðsins á þessum tíma heldur Finn- bogi Jónsson og ber hún því enga ábyrgð á fjárfestingunni. Fréttatíminn sagði frá því í síð- ustu viku að Tortólafélaginu sem hélt utan um rekstur Blue Wave hafi verið slitið árið 2014 vegna fjár- skorts. Þær upplýsingar koma fram í Panamaskjölunum. Auk Nýsköp- unarsjóðs fjárfestu nokkrir lífeyr- issjóðir líka í Brú 2 og tapaðist fjár- festing þeirra líka. Helga segir að Nýsköpunarsjóður hafi ekki komið að fjárfestingunni í Blue Wave. „NSA tók ekki þátt í fjár- festingarákvörðun um fjárfestingu í Brúar í Blue Wave, það var fjár- festingarráð og framkvæmdastjóri þess sjóðs sem tók þá ákvörðun. Ég legg til að þú talir við Gísla Hjámtýs- son sem er stofnandi og fram- kvæmdastjóri Brú 2.“ Þegar litið er til þess að sjóðurinn hélt að Brú 2 ætti að fjárfesta í tæknigeiranum þá sést hversu takmörkuð aðkoma sjóðsins að ákvörðuninni um stofn- un Blue Wave var þrátt fyrir að sjóð- urinn hafi sett fé í verkefnið. Helga bendir á að fjárfestingin í Bru 2 sé bundin til ársins 2017, eða í samtals tíu ár. Miðað við orð Helgu var vikið frá því sem upphaflega stóð til að gera í fjárfestingum Brúar og voru fjár- munir settir í verkefni sem hvorki flokkast sem fjárfesting í tæknifyr- irtæki né nýsköpun eins og iðnaðar- veiðar á makríl í Afríku. | ifv Helga Valfells, núverandi fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, segir að fjárfestingin í Brú 2 hafi verið kynnt þannig að sjóðurinn ætti að fjárfesta í tæknifyrirtækjum. Svo fjárfesti hann í útgerð í Afríku. Finnbogi Jónsson var framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs þegar ákvörðunin var tekin. Ríkisstofnun látin fjárfesta í Afríkuveiðum Viðskipti Forsvarsmenn Thule Investment gefa ekki upp nöfn fjárfestanna sem vilja kaupa jörðina Fell. Uppbygging á sviði ferðaþjónustu mun fara fram á jörðinni segir lögmaður hópsins. Eignarhald Thule Investment er í gegnum Lúxemborg. Ný ríkis- stjórn og nýr fjármálaráðherra munu þurfa að ákveða hvort forkaupsréttur að jörðinni verður nýttur. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Engar upplýsingar fást um hvaða fjárfestar það eru sem ætla að kaupa jörðina Fell við náttúruperluna Jök- ulsárlón í Austur-Skaftafellssýslu. Íslenska ríkið hefur frest til 10. jan- úar næstkomandi til að nýta for- kaupsrétt sinn að jörðinni. Fyrir- tækið Thule Investment fer fyrir fjárfestahópi sem ætlar að kaupa jörðina á 1520 milljónir króna en framkvæmdastjóri þess, Gísli Hjálmtýsson, hefur ekki viljað svara Fréttatímanum um hverjir standa á bak við tilboðið. Lögmaður Thule Investment, Hróbjartur Jónatansson, segist ekki hafa heimild til þess að ræða um hverjir koma að tilboðinu þar sem ekki sé ljóst að fjárfestahópurinn fái að kaupa jörðina. Heimildir Frétta- tímans herma hins vegar að hluti væntanlegra kaupenda séu erlendir fjárfestar. Thule Investment er að 20 pró- sent leyti í eigu Gísla sjálfs og að 80 prósent leyti í eigu félags í Lúx- emborg sem heitir Bru Venture Partners S.A. Ekki er ekki hægt að sjá í opinberum gögnum hverjir eru hluthafar þess félags. Hróbjartur segir að til standi að fara í heilmikla uppbyggingu á jörðinni, meðal annars byggingu þjónustumiðstöðvar og hótels. „Það er ekki búið að negla þenn- an samning gagnvart Thule fyrr en ríkið hefur afsalað sér forkaupsrétti sínum og það liggur fyrir að þetta lendi hjá félaginu og fjárfestum þess. Þetta er svolítið óþægilegt og þess vegna er ekki heppilegt að vera með mikla upplýsingagjöf fyrir það. Það er ekki verið að fela neitt en það er ástæðulaust að vera að tala um eitthvað sem er ekki geirneglt.“ Hróbjartur segir aðspurður að ekki standi til að selja aðgang að náttúru Jökulsárlóns. Hvort íslenska ríkið nýtir sér for- kaupsréttinn að jörðinni fyrir 10. janúar veltur á ákvörðun fjármála- ráðherra sem fer með ákvörðunar- valdið í málinu fyrir hönd ríkisins. Vegna þess að ríksstjórn hefur ekki verið mynduð eftir kosningarnar í lok nóvember liggur ekki fyrir hver verður fjármálaráðherra þegar þessi ákvörðun verður endanlega tekin. Leynd yfir kaupendum náttúruperlu við Jökulsárlón Thule Investment gefur ekki upp hverjir eru á bak við rúmlega 1.5 milljarða kauptilboðið í jörðina Fell við Jökulsárlón. Gísli Hjálmtýsson hefur ekki viljað svara Fréttatím- anum um hverjir standa á bak við tilboðið. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 D Ý P R I O G B E T R I S V E F N Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er og með öðrum færð þú nudd. Saman hjálpa rúmið og dýnan þér að ná há­ marks slökun og dýpri og betri svefni. Svo vaknar þú endurnærð/ur og til­ búin/n í átök dagsins. Tilboð 442.350 kr. STILLANLEGT RÚM – VERÐDÆMI Með tveimur Serta Therapist heilsudýnum, 2 x 90 x 200 cm. Fullt verð: 589.800 H E I L S U R Ú M Þ R Á Ð L AU S FJ A R S T Ý R I N G LED­vasaljós Klukka Vekjaraklukka Upp/niður höfðalag Upp/niður fótasvæði Rúm í flata stöðu 2 minni Nudd Bylgjunudd S T I L L A N L E G U H E I L S U R Ú M I N F R Á C &J : · Inndraganlegur botn · Lyftigeta yfir 2 x 450 kg per botn · Mótor þarfnast ekki viðhalds · Tvíhert stálgrind undir botni · Tveir nuddmótorar með tímarofa · Þráðlaus fjarstýring með klukku, vekjara og vasaljósi · LED lýsing undir rúmi · Hliðar og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur A F S L ÁT T U R 25% J Ó L AT I L B O Ð! S T I L L A N L E G H E I L S U R Ú M FRÁBÆR JÓLATILBOÐ STILLANLEG HEILSURÚM 3.900 K R. N ÝJ U N G Í B E T R A B A K I S L Ö K U N O G V E L L Í Ð A N UNDRI heilsuinniskór með fimmsvæða nuddinnleggi. Draga úr spennu og örva blóðflæði. Skórnir eru fallegir, hlýir og einstaklega þægilegir. Fáanlegir í dökkgráu eða ljósu flókaefni. Komdu og prófaðu! O K K A R K L A S S Í S K I H E I L S U I N N I S KÓ R Vinsælasta jólagöfin í Betra Baki komin aftur. Inniskór sem laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt um allt fótsvæðið. Ný og endurbætt útgáfa! B Y LT I N G A K E N N T 5 S VÆ Ð A N U D D I N N L E G G 7.900 K R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.