Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 60
…vegan heilsa kynningar 16 | amk… FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Gunndís Eva „Síðustu sex mánuðina hefur orðið ótrúlega mikil vitundarvakning og
vöruúrvalið breikkað eftir því, núna er allt miklu einfaldara.“ Mynd | Rut
Vegan snyrtivörur frá Benecos
Lífrænar snyrtivörur án aukaefna og „cruelty-free“
Unnið í samstarfi við Heilsu ehf.
Vörumerkið Benecos hefur sannarlega sleið í gegn á Íslandi, enda kunna Íslendingar að
meta vandaðar og góðar vörur
sem virka. Ekki skemmir fyrir að
þær innihalda lífrænt hráefni og
stór hluti af úrvalinu er vegan.
„Benecos er merki sem hefur
þróað náttúrulegar og fallegar
förðunarvörur á mjög viðráðan-
legu verði fyrir snyrtibudduna.
Vörurnar innihalda ekki parafín,
paraben, silikon, PEG, tilbúinn lit,
ilm eða rotvarnarefni og engar
vörur frá Benecos eru prófaðar á
dýrum,“ segir Signý Skúladóttir,
markaðsstjóri Heilsu, sem flytur
inn vörurnar frá Benecos.
Benecos býður upp á mikið
úrval af vegan vörum. „Þar má
nefna natural creamy farðann sem
tryggir jafna og slétta áferð, laust
mineral púður sem sér til þess að
Tveir nýir maskarar
Gefa flott útlit og
næra augnhárin í
leiðinni.
Augnskuggapalletta
Allir augnskuggar frá
Benecos eru vegan
Naglalakk
Endingargóð
5-free vegan
naglalökk í
mörgum litum.
Náttúru-
legur farði
Tryggir jafna
og slétta
áferð.
Sturtusápa
Með unaðsleg-
um apríkósum.
Handáburður
Mýkir og nærir
hendurnar.
„Benecos er
merki sem hef
ur
þróað náttúru
legar og
fallegar förðun
arvörur
á mjög viðráða
nlegu
verði fyrir
snyrtibuddun
a.“
húðin verði jöfn og mött og einnig
mjúkt og fallegt „translucent“
púður sem bættist við úrvalið
núna í haust og er mjög vinsælt.
Að auki eru augnskuggarnir
vegan ásamt augnbrúnablýantin-
um sem er einstaklega þægilegur
í notkun,“ segir Signý.
Enn bætist í úrvalið, þessa
dagana er Benecos að kynna tvo
nýja maskara. „Þetta eru Natural
Vegan Wonder steel gray en hann
inniheldur e-vítamín og avocado
olíu sem gefa augnhárunum
góða næringu og Natural Vegan
Volume magic black með bursta
sem greiðir vel úr hverju augnhári,
lengir og gefur dýpt,“ segir Signý
og bætir við að einnig sé gott úr-
val af vegan bodylotion, handá-
burði og sturtugeli.
Vörurnar frá Benecos fást í
Heilsuvörubúðum og apótekum
og nú einnig í Hagkaup
Smáralind.
Frábært úrval
veganvara í Gló
Allt frá prótíndufti til snyrtivara
Unnið í samstarfi við Gló
Gló við Faxafen býður upp á mikið úrval veganvara sem henta við hvert tækifæri. „Við erum með gríðarlega
mikið magn af fljótlegum mat eins
og til dæmis núðlum, hrísgrjóna-
réttum og öðru sem hægt er að
taka með í vinnuna eða í skólann,
kínóaréttirnir eru sumir heitir, það
þarf bara að setja heitt vatn út í
þá. Svo erum við líka með súpur og
vegan mac’n cheese,“ segir Gunn-
dís Eva Baldursdóttir í Gló.
Gunndís hefur sjálf verið vegan
um langt skeið og finnur því á eig-
in skinni hversu mikið vöruúrvalið
hefur breikkað. „Bara síðustu sex
mánuðina hefur orðið ótrúlega mikil
vitundarvakning og vöruúrvalið
breikkað eftir því, núna er allt miklu
einfaldara,“ segir Gunndís en hjá
Gló er hægt að kaupa allt sem þarf
sem vegan. „Það er svo margt sem
fólk fattar ekki að sé ekki vegan
eins og til dæmis sumar snyrtivör-
ur og hreinsivörur en við erum með
mikið úrval af þannig vörum.“
Mörgum finnst þægilegt að grípa
með sér kalda kaffidrykki sem
flestir innihalda mjólk en í Gló er
hægt að fá gómsæta kaffidrykki
sem innihalda ekki mjólk. Eins er
hægt að fá orkumikla prótíndrykki
með súkkulaði- og vanillubragði
sem er gott að grípa með milli mála.
Hægt er að kaupa mikið af
allskyns snarli svo sem smjörpopp
og ostapopp og nóg af súkkulaði
og sætindum fyrir sælgætisgrís-
ina, til dæmis hnetusmjörsnammi í
anda Reese’s - nema veganútgáfan
heitir Justin’s og er ekki síðri.
Auk þessa alls er vitanlega mik-
ið úrval af vegankjöti, til dæmis
frá vinsæla merkinu Seytan, sex
tegundir af vegansmjöri og margar
tegundir af veganjógúrt og vegan-
mjólk, veganprótín og bætiefni í
smoothie; eins og áður sagði - allt
sem þarf til að vera vegan.
Ótrúlega fjölbreytt úrval
„í Gló er hægt að fá allt
sem þarf til að vera vegan.“
Mynd | Rut