Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 50
Flest þekkjum við streitu eða stress af eigin raun og hvernig það getur magnast upp af nánast engu tilefni. Stressið getur vissulega verið gott í hófi og jafnvel styrkt okkur, en of mikið stress er alltaf neikvætt. Bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Ýmis- legt sem við höfum vanið okkur á í daglegu lífi eykur stressið til muna án þess að við gerum okkur grein fyrir því og margar aðferðir sem við notum til að forðast stressið geta haft þveröfug áhrif. Hér eru nokkur dæmi um það sem þú átt ekki að gera. 1 Forðast streituvaldinnÞað er vissulega freistandi að forðast það að opna tölvu­ póstinn yfir höfuð þegar þú veist að það bíða þín fimmtíu ólesnir tölvupóstar sem þarf að svara. Eða láta aðra sjá um að tala á fundinum af því þér finnst þú ekki koma efninu nógu vel frá þér. En því meira sem þú reynir að forðast þessa hluti, því stress­ aðri verður þú. Með því að takast á við streituvaldinn nærðu betri tökum á honum og með tímanum minnkar streitan. 2Fara of seint að sofaÞað virðist kannski vera góð hugmynd að kvöldi til að horfa á einn þátt í viðbót fyrir svefninn en daginn eftir er hún það yfirleitt ekki. Sérstaklega ekki ef komið var fram yfir mið­ nætti. Þreyta gerir þig mun mót­ tæklegri fyrir streitu og það eru miklu meiri líkur á því að þú hafir óþarfa áhyggjur. 3Gerast sófakartaflaHreyfingarleysi er olía á eld streitunnar. Ef stressið er að plaga þig, ekki setjast upp í sófa og reyna að láta það hverfa. Það gerist ekki. Farðu frekar í ræktina eða í smá göngutúr. Það hefur já­ kvæð áhrif á sálartetrið og streit­ an líður úr þér. 4Pústa við vininaOkkur þykir líklega flestum gott að pústa aðeins við vin­ ina eða makann eftir erfiðan dag. Ræða það sem okkur finnst hafa farið miður og er að angra okkur. Það getur hins vegar aukið stress­ ið enn frekar, og það sem meira er, stressið getur smitast yfir á þann sem þú ert að tala við. Og fyrr en varir nærið þið neikvæðar tilfinn­ ingar hvors annars. 5Skoða Facebook fréttaveitunaÞað er varla hægt að skoða Facebook án þess að rekast á myndir af nýfæddum börnum, sónarmyndir, sólarmyndir frá Tenerife eða tilkynningar um trú­ lofanir. Gleðitíðindi annarra geta ómeðvitað aukið á streituna hjá okkur sjálfum, sérstaklega ef okk­ ur finnst við eiga eftir að afreka eitthvað í lífinu. Að renna yfir Facebook oft á dag er því ekki skynsamleg iðja fyrir stressaðar týpur. 6Fara í verslunarferðSumir telja það streitu­losandi að skella sér í Kringluna og kaupa eitthvað fall­ egt en fyrir flesta er það alls ekki raunin. Það hljómar kannski eins og góð hugmynd en rannsóknir hafa sýnt fram á að efnishyggja er einn af helstu orsakavöldum streitu. 7Taka skyndiákvarðanirÁkvarðanir sem við tökum í streituvaldandi aðstæð­ um geta virst mjög lógískar þá stundina, en þegar frá líður eru þær það kannski ekki. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk tekur ekki jafn skynsamlegar ákvarðanir, til lengri tíma litið, undir miklu álagi og stressi. Ýmislegt sem við gerum í daglegu lífi kann að auka streitu án þess að við gerum okkur grein fyrir því. 7streitumistök sem við gerum flest …heilsa kynningar 6 | amk… FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016 Active Liver virkar fyrir mig Fita er ekki bara bundin við maga, rass og læri. Hún getur einnig sest innan í líffærin, þar á meðal lifrina. Kynning í samstarfi við Icecare Jóna Hjálmarsdóttir hef­ur notað Active Liver í nokkra mánuði með góð­um árangri. „Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að ég sá að það er úr náttúrulegum efnum og ég hef fulla trú á að náttúru­ efnin í vörunni stuðli að eðlilegri lifrarstarfsemi. Ég er sjúkraliði að mennt og er meðvituð um líkams­ starfsemina og veit að fita getur safnast á lifrina, þess vegna vildi ég prófa.“ Fékk fljótlega aukna orku Hún segist hafa fundið fljótt mun á sér. „Ég fékk fljótlega aukna orku og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd, enda inniheldur Active Liver kólín sem stuðlar að eðlilegum fituefna­ skiptum. Ég er í vinnu þar sem ég þarf að vera mikið á ferðinni, ég er í góðu formi og hef trú á að Active Liver virki fyrir mig. Einnig finn ég mikinn mun á húðinni á mér, hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangur­ inn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um að halda meltingunni góðri,“ segir Jóna. Starfsemi lifrarinnar hefur mikið að segja um líkamlegt heilbrigði og hefur lifrin mikla þýðingu fyrir efnaskiptin. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fita safnast upp í lifrinni. Það getur verið vegna áfeng­ isneyslu en það getur einnig verið vandamál hjá fólki í yfirþyngd. Þreyta og þróttleysi geta verið merki um að mikið álag sé á lifr­ inni. Nýtur þú lífsins of mikið? Þegar lífinu er lifað til fulls er auðvelt að finna fyrir því og það sést á fólki. Dagsdaglega leiðir fólk almennt ekki hugann að lifr­ inni. Hún gegnir þó mikilvægu hlutverki varð­ andi efnaskipti og niðurbrot á fitu. Of mikið af kolvetnum, of mikið áfengi og feitur matur valda of miklu álagi á starfsemi lifrarinnar og gallsins. „Matur sem neytt er nú á dögum inniheld­ ur meira af kol­ vetnum en matur sem forfeður okkar neyttu. Við erum ekki vön þeim. Of stór skammtur af kolvetnum miðað við prótein gerir lifrinni erfitt að viðhalda eðlilegum efnaskiptum og niðurbroti á fitu. Sem betur fer eru það ekki einungis prótein sem geta örvað lifrarstarfsemina,“ útskýrir Ólöf Rún Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri hjá IceCare. Leyndarmálið um Active Liver Active Liver inniheldur náttúru­ legu jurtirnar túrmerik og svartan pipar. Einnig ætiþistil og mjólk­ urþistil sem er þekktir fyrir að stuðla að eðlilegri starfsemi lifrarinnar og gallsins. Einnig inniheldur Active Liver kólín sem stuðlar að eðlilegum fitefnaskipt­ um, viðheldur eðlilegri starfsemi lifrarinnar og stuðlar að eðlileg­ um efnaskiptum að því er varðar amínosýruna hómósystein. Sjúkraliði Jóna Hjálmarsdóttir 3l. 10kg. FÖRUM VARLEGA INN Í VETURINN byko.is 5 eða 25kg. S- 3XL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.