Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016 Þegar lögregluaðgerðir mis-bjóða réttlætiskennd þeirra sem eiga að framfylgja þeim. Þegar einkennisbún- ir menn, með tómlæti eða jafnvel sorg í augunum, eiga að draga skelfingu lostið fólk upp úr rúmum sínum um miðja nótt og henda því úr landi ásamt grátandi smá- börnum, án þess að sjá í því neina meiningu, bara af því þeir eru að framfylgja skipunum og vinna vinnuna sína. Þá erum við komin á hættulega braut. Þeir sem framfylgja illskunni og hinir sem verða fyrir henni sjást stundum á vettvangi, annars hef- ur hún ekkert andlit. Hún verður einsog móðir allrar skynsemi, hafin yfir það að þurfa að verja hendur sínar. Fulltrúar valdsins mæta á stað- inn, losa sig við öll vitni, draga fyrir gluggana, það heyrast skelf- ingaróp og grátur lítilla barna og á gluggatjöldunum bregður fyrir skuggunum af svartklæddu fólki sem stikar þungbúið fram og aftur. Dyrnar opnast. Svartklædda fólk- ið kemur út. Það fer í humátt upp í svarta sendibifreið og neitar að segja til um hvort og þá hvenær það kemur aftur. Í íbúðinni er móðir tveggja smábarna í taugaáfalli, eigur fjöl- skyldunnar eru í lúnum ferða- töskum og ruslapokum á miðju gólfinu. Heimilisfaðirinn er á flótta úti í brjáluðu vetrarveðri. “Við munum elta hann uppi og færa hann í varðhald þar til hann verð- ur fluttur úr landi.” Þannig hljóma huggunarorð lögreglumanns til konunnar og barnanna. Allir lögreglumenn á vettvangi eru á launum frá íslensku þjóðinni við að halda uppi lögum og reglu og fylgja eftir skipunum frá æðstu stöðum. Á æðstu stöðum kann- ast síðan enginn við að hafa gefið slíkar skipanir þegar málin komast í hámæli. Eða stendur hvergi skrifað að lögreglan eigi að fara svona að gagnvart varnarlausu fólki í erfiðri stöðu? Sumir lögreglumenn á vettvangi finna til sín í slíkum aðstæðum og virðast kunna vel við sig. Aðrir upplifa sorg og skömm og reyna að brynja sig, stundum með þeim ár- angri að þeir virðast harðari af sér en verstu fantarnir. En þannig birtist hún íslenska mannúðin og enginn ber raun- verulega ábyrgð. Afhverju fá sum börn sem fæðast á Íslandi ekki að eiga hér lögheimili með þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér? Fjölskyldan fær nú ekki að vita hvað um hana verður. Fær hún mat og húsaskjól á nýja staðnum? Verður henni leyft að vera áfram í nýja landinu eða vísað áfram eitt- hvað annað? Við höfum líka heyrt hetjusögur af skipum Landhelgisgæslunnar sem hafa verið fengin að láni og notuð við björgunarstörf í Miðjarðarhaf- inu. Við höfum séð myndir af ís- lenskum sjómönnum draga hrakið flóttafólk upp úr sjónum, vefja það inní teppi og færa það á þurrt land. Hrjúfir íslenskir menn með smábörn í fanginu fylla okkur þjóðarstolti. Þeirra framlag skiptir máli. Fréttamenn eru boðnir vel- komnir með upptökutækin sín, sjónvarpsvélarnar og myndavél- arnar til að ná afrekunum á mynd. Það er enginn feluleikur í gangi enda engin myrkraverk á ferðinni. En hvað verður um þessi smá- börn? Koma þau seinna til Íslands? Verða þau dregin upp úr rúmum sinum um miðja nótt af svart- klæddu fólki og send á götuna í öðrum löndum þar sem ríkir neyðarástand í málefnum flótta- fólks? Við fáum aðeins að heyra lítið brot af örlagasögum þess fólks sem hingað leitar. Flest fólk sem er sent úr landi í skjóli nætur, fer alger- lega framhjá okkur. Neyðarópin og gráturinn eru ekki tekin upp á myndband og augu fólksins stara ekki á okkur af ljósmyndum. Þegar það gerist bregður okkur illa í brún. Er þetta fólk svona hart leikið í landinu okkar? Hvaðan kemur þetta kaldlyndi og afhverju þetta miskunnarleysi? Afhverju hleypur marghrjáð- ur og illa klæddur Afríkumaður út í frostkalda nóttina til að forða börnunum sínum frá því að vera send út í algera óvissu. Þegar valdinu er svo í þokkabót framfylgt af fólki sem hefur svo mikla óbeit á eigin framferði að það má vart mæla og fer nán- ast út úr líkamanum meðan það framkvæmir hluti sem enginn vill kannast við að hafa fyrirskipað. Þá er eitthvað mikið að í íslensku samfélagi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir HVAÐAN KEMUR ÞESSI ILLSKA? lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 78 53 6 Frá kr. 89.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 89.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 30. nóvember í 10 nætur. Frá kr. 130.195 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 130.195 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 30. nóvember í 17 nætur. Frá kr. 75.995 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 75.995 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 30. nóvember í 17 nætur. Compostela Beach Golf Club Hotel Villa Adeje Beach Apartments Paradero I BÓKAÐU SÓL Í NÓVEMBER Frá kr. 56.315 Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann GRAN CANARIA TENERIFE Allt að 41.000 kr. afsláttur á mann Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann Allt að 46.000 kr. afsláttur á mann Frá kr. 57.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 57.995 m.v. 3 fullorðna í íbúð. Netverð á mann frá kr. 119.895 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 30. nóvember í 13 nætur. Los Tilos Allt að 30.000 kr. afsláttur á mann Frá kr. 56.315 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 56.315 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 67.380 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 30. nóvember í 6 nætur. Roque Nublo Allt að 30.000 kr. afsláttur á mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.