Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 10
möndlur
bláber
trönuber
kotasæla
1
6
-0
2
5
0
-H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nærandi millimál
… er létt mál
Gríptu með þér kotasælu eða gríska jógúrt
Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með
hreinum grunni og hollum og stökkum toppi.
Kotasæla með berjum og möndlum eða grísk
jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum.
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016
Börn eiga að njóta
friðhelgi
„Ég þekki ekki þetta tiltekna mál,
en almennt finnst mér að við getum
gert miklu betur í málefnum flótta
manna. Brátt ályktað finnst mér að
það eigi ekki að vísa fjölskyldunni
úr landi þar sem bæði börnin eru
fædd hér og eiga að njóta ákveðinn
ar friðhelgi og verndar. Börnin eiga
skilyrðislaust að njóta réttar þegar
þau eru fædd hér á landi.“
Logi Már Einarsson
Samfylking
Engin lög krefjast brottvísunar
„Mér finnst ekki að það eigi að senda fjölskylduna úr
landi, frekar en að það eigi að senda íslenskan dreng í
fóstur til Noregs. Það er ekkert í íslenskum lögum sem
segir að við verðum að senda þau úr landi. Dyflinnar
reglugerðin er skálkaskjól, í henni er heimild til að
senda fólk til upprunalandsins en það er ekki krafa.
Við, aftur á móti, notum þessa heimild eins mikið og
hægt er. Þessi aðgerð, að vísa fjölskyldunni úr landi, er
þvert á það sem kom skýrt fram hjá innanríkisráðherra
og þverpólitískri nefnd sem vann að nýjum útlendinga
lögum. Ómannúðlegar ákvarðanir sem þessi, er ekki í
anda þess sem rætt var um þegar unnið var að þessum
nýju lögum. Ég hef komið að alltof mörgum svona mál
um og ég get rétt ímyndað mér hvernig fólki líður. Það
verður að laga þetta.“
Birgitta Jónsdóttir
Píratar
Galið að börnin lendi
í þessu
„Ég þekki ekki málsástæður í
heild sinni en þetta mál segir okk
ur hvað kerfið er gallað. Það tekur
allt of langan tíma fyrir fólk að fá
úrlausn sinna mála. Í þessu tilviki
hefur kerfið augljóslega klikkað og
nú ber að taka hagsmuni barnanna
fram yfir allt annað. Númer eitt,
tvö og þrjú þarf að tryggja það sem
er þeim fyrir bestu. Ef þeirra hags
munum er best borgið með því að
vera áfram, þá verða þau að fá að
vera í landinu. Það er alveg galið að
blessuð börnin skuli lenda í þessu.“
Gunnar Bragi Sveinsson
Framsókn
Siðferðisleg skylda að
vernda þau
„Mér finnst að fjölskyldan ætti að fá
að vera hér, á þeim forsendum að
börnin fæddust hér. Ísland er eina
landið sem þau hafa búið í og þau
eiga ekkert annað heimili. Það er
siðferðisleg skylda okkar að passa
upp á þá sem hafa fæðst inn í ís
lenskt samfélag og þekkja ekkert
annað.”
Björt Ólafsdóttir
Björt framtíð
Prinsippmál að leyfa
þeim að vera
„Ég þekki málið ekki í þaula en ég
get ekki betur séð en að það varði
við barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna sem segir að hagsmunir
barnsins skuli hafðir að leiðarljósi,
sama hvar mál foreldranna er statt
í kerfinu. Ég sé ekki betur en að það
sé verið að fara á svig við barnasátt
málann með því að rífa börnin úr
sínu umhverfi, leikskóla og daglegu
lífi. Mér finnst það vera prinsippmál
að leyfa börnunum að vera.“
Svandís Svavarsdóttir
Vinstri græn
Horfumst í augu við
að fjölbreytileikinn
er frábær
„Ég vil að sjálfsögðu að þau fái að vera
áfram á Íslandi. Þegar fólk er búið að
vera hér í einhvern tíma og aðlagast
íslensku samfélagi þá á að reyna allt
annað fyrst en að senda fólk úr landi.
Þetta er eitt af sorglegu dæmunum
sem sýna að kerfið fúnkerar ekki. Við
í Viðreisn viljum að reglur séu skýrar,
mannlegar og rausæjar. Þegar fólk er
komið hingað til lands og orðið hluti
af samfélaginu, hvort sem það er í
gegnum vinnu eða skóla, þá hljót
um við að geta tekið á málum með
öðrum hætti. Þessi fjölskylda hefur
verið hér á þriðja ár og við ættum
frekar að hjálpa þeim við að vera hér
áfram. Fjölbreytileikinn er frábær og
fólk verður að horfast í augu við það.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Viðreisn