Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 48
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þegar ég opnaði fyrst dyrnar á kaffihúsinu í sumar þá var biðröð og það hefur verið fullt út úr dyrum síðan,“ seg- ir Oddný Cara Edwards sem opn- aði kaffihús eða nordic deli, eins og það er kallað, í bænum Lymington á Engandi í sumar. Þar býður hún upp á heiðarlegan heimilismat sem hún sér sjálf um að töfra fram. „Ég býð til dæmis upp á kjötsúpu, brauðrétti, hjónabandssælu og smurbrauð.“ Þemað á kaffihúsinu er norræn goðafræði og er hún gegn- umgangandi í öllu þar, bæði innan- húss og utan, en íslensk listakona, Anna Dóra, hefur verið Oddnýju innan handar með stíliseringu. Og þrátt fyrir að hafa aðeins verið í rekstri í sex mánuði hefur kaffihús- ið verið tilnefnt, ásamt tveimur öðr- um fyrirtækjum, til New business brillance awards, en úrslitin verða kunngjörð í lok nóvember. Vann frítt á útvarpsstöð í heilt ár Oddný er fædd og uppalin á Íslandi, en hefur búið í Englandi í fjórtán ár. Hún á breskan föður en er ekki í neinu sambandi við hann. Þaðan kemur Edwards-nafnið. Oddný fór út í heim að freista gæfunnar eftir hafa lokið stúdentsprófi á Íslandi. Til stóð að ferðast minnsta kosti um Evrópu en svo ílengdist hún í Englandi, örlögin gripu í taumana og eitt leiddi af öðru þangað til hún endaði sem kaffihúsaeigandi í Lym- ington. „Ég byrjaði á því að vinna í fata- búðinni Next en svo vorum við vinirnir einu sinni að labba fram- hjá útvarpsstöð og ég ákvað að fara inn og spyrja um vinnu, ég bauðst meira að segja til að vinna frítt, en þau sögðust ekki hafa starf handa mér. Ég skildi samt eftir númerið mitt og fékk símhringingu korteri seinna. Þá hafði stöðvarstjórinn orðið vitni af því þegar ég kom inn og hún kunni að meta „attitjúdið“ mitt. Hún sagði að ég gæti fengið vinnu en ég fengi ekki borgað.” Oddný stökk hæð sína í loft upp af gleði og þáði starfið með þökk- um þó að það skilaði henni engu í vasann. Hún vann því fimm daga í viku í fatabúðinni og tvo daga á út- varpsstöðinni í næstum heilt ár. „En ég fékk samt allskonar fríðindi, var alltaf að fara á tónleika með stór- um stjörnum og var farin að sjá um ýmsa viðburði,“ segir Oddný en hún hafði starfað í blómabúð heima á Íslandi og var því líka liðtæk í blómaskreytingum. Þeir hæfileik- ar og reynslan sem hún fékk af við- burðastjórnun gerði hana eftirsótta í frekari verkefni. „Það var fyrirtæki sem hafði samband við mig, þau sögðust hafa heyrt af mér og vildu fá mig í verkefni við að kynna nýjan búnað fyrir farsíma, en ég átti líka að sjá um viðburði í símaverslunum og skreytingar. Ég gat gert þetta allt og þar byrjaði minn ferill í rauninni.” Andinn kom yfir á Kosta Ríka Þaðan fór hún svo yfir til Garmin að sjá um markaðsmál, en fyrir- tækið styrkti hana til náms í mark- aðsfræði við Oxford-háskóla. „Við gerðum samning okkar á milli, þeir hjálpuðu mér að komast í þetta nám og ég fékk þá ekki alveg full laun. En ég ferðaðist með þeim út um allt og það var ótrúlega skemtilegt. En það er svo fyndið hvernig lífið gerist stundum, því einn daginn veiktist strákurinn sem sá um sjónvarps- kynningar fyrir Garmin í sérstök- um söluþættinum QVC, og af því ég var með bakgrunn úr útvarpi þá var ég fengin til að leysa hann af.” Það gekk svo vel hjá Oddnýju að forsvarsmenn QVC vildu fljótlega fá hana til sín til að sjá um kynningar. Hún gat því gert mun betri samn- ing og stofnaði jafnframt sitt eigið markaðsfyrirtæki. Hún hafði hins vegar lengi geng- ið með þann draum í maganum að opna sitt eigið kaffihús. „Mér fannst alltaf gaman á kaffihúsum þegar ég var lítil. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég fór á Mokka,“ segir hún og brosir þegar hún rifjar þetta upp. En þegar hún fór til Kosta Ríka að sinna sjálfboðastarfi árið 2011 þá togaði draumurinn enn meira í hana. „Það var unnið frá morgni til kvölds og ég var þreytt eftir erfiða daga þegar ég ákvað að taka mér einn dag frí. Ég labbaði inn á yndislegt kaffihús, það var ótrúlega litríkt og tré inni Nauðsynlegt að vera djarfur til að skapa sérstöðu Oddný Cara opnaði kaffihús í Englandi í sumar og er það strax farið að njóta mikilla vinsælda. Hún neitar að gera latte og cappuchino en hjá henni geta viðskiptavinirnir gengið að góðri uppáhellingu vísri. Norrænn heimilismatur ræður ríkjum á kaffihúsinu og er það Oddný sjálf sem sér um að töfra fram réttina. Draumurinn rættist Oddný vann markvisst að því í nokkur ár að láta draum sinn rætast. Mikil vinna og erfiði skilaði sér í vinsælu kaffihúsi sem nú hefur verið tilnefnt til verðlauna. Mynd | Rut og þá kom þessi tilfinning yfir mig, og ég ákvað að ég yrði að láta verða af því að opna mitt eigið kaffihús.“ Fastakúnnarnir vilja sitt Oddný ákvað þó að fara varlega að stað og vinna undirbúningsvinnuna vel, enda bæði með menntun og reynslu í viðskiptafræði og mark- aðsmálum. Hún vissi því að það þýddi ekkert að ana út í neitt. Hún ákvað að opna kaffihús í litlum bæ frekar en að fara inn í samkeppnina í stórborgunum og Lymington varð fyrir valinu vegna þess að hann er á sér sögu og er töluvert vinsæll hjá ferðamönnum, sérstaklega á sumrin, og er ekki of langt frá London. „Allir sem ég talaði við réðu mér reyndar frá því að opna stað þarna, sögðu að þetta væri bara sumarbær, en ég hugsaði með mér að ef ég gæti látið þetta ganga þar þá gæti ég látið þetta ganga í hip og trendí borg,“ seg- ir Oddný en hún er strax komin með marga fastakúnna. „Ein stelpa kemur alltaf í Ægir platta, sem er rúgbrauð með reyktum fiski, ann- ar kemur alltaf í kjötsúpu. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt. Og ég er strax komin með fjórar og hálfa stjörnu á Trip advisor þó að ég sé svona sérhæfð. Það eru alls ekkert allir sem fíla „nordic“ en ég er bara þar. Ég geri til dæmis hvorki latte né cappuchino, ég er bara með uppá- hellt kaffi og fæ mikið af kvörtunum yfir því, en líka mikið hrós. Maður þarf bara að vera djarfur ef maður ætlar að skapa sér sérstöðu.” Næsta skref hjá Oddnýju er að þróa og framleiða vörur undir nafni kaffihússins og er sú vinna komin af stað. En hún selur einnig íslenskar vörur. Stundum við það að gefast upp Oddný viðurkennir að það hafi tekið á að koma kaffihúsinu í gang. Síð- ustu mánuðir hafa verið nokkuð erfiðir og stundum var hún alveg við það að gefast upp. „Ef einhver myndi spyrja mig hvort ég sæi eftir þessu, þá myndi ég alltaf segja nei, en að gera svona í útlöndum, með langflesta vinina og fjölskylduna á Íslandi, það er erfitt. Þegar ég tók við lyklunum að húsnæðinu, þá kom í ljós að þar var mygla og ég átti ekki mikinn pening akkúrat þá, þannig ég varð að gjöra svo vel að gera allt sjálf. Hefði ég verið á Íslandi hefði verið auðveldara að hr- ingja í hina og þessa og fá aðstoð,” segir Oddný, en hún er einhleyp og barnlaus. Hingað til hefur hún valið starfsframann framyfir fjölskyldulíf. Þetta hafðist þó allt hjá henni á end- anum og þrotlaus vinna hefur nú skilað frábærum árangri. Draumur hefur ræst. Oddný gerði ráð fyrir að hægj- ast myndi um hjá henni í rekstrin- um með haustinu, en það hefur ekki gerst. Hún hefur því þurft að ráða inn fleira starfsfólk. „Ég þjálfa starfsfólkið mitt á þann veg að það geti opnað sinn eigin stað. Ég veit að það er enginn að fara að vinna fyr- ir mig í tíu ár á kaffihúsi, ég þarf að vera raunsæ með það. Þetta er ann- að hvort fólk sem er á milli starfa eða er búið að eiga börn, finnst gaman að hitta fólk og vill komast aðeins út. Ég segi alltaf við starfs- fólkið mitt að ef það veitir því ekki ánægju að heyra fólk segja sögur, þá er það í röngu starfi. Ég vil frekar vera undirmönnuð af góðu fólki, því fólk er að koma til mín og borga fyr- ir kaffibolla þegar það getur fengið sér kaffibolla heima.“ Ég vil frekar vera undir- mönnuð af góðu fólki, því fólk er að koma til mín og borga fyrir kaffibolla þegar það getur fengið sér kaffibolla heima. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti. …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.