Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Þetta er auðvitað svolítið ævintýralegt og alveg ótrúlega skemmtilegt,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson um nýja samn- inginn við Deutsche Gramophone útgáfuna sem felur í sér að hann hljóðriti eingöngu fyrir þýska út- gáfurisann á næstu árum. Guli miðinn Víkingur Heiðar hefur þegar sent frá sér þrjár plötur, tvær með ein- leikstónlist á píanó og eina ásamt Kristini Sigmundssyni. Að þessari útgáfu hefur Víkingur staðið sjálf- ur og náð góðum árangri. „Það er gaman að fara beint úr eigin útgáfu og yfir á samning hjá „fyrir- tækinu með gula miðann“ eins og það er oft kallað. Allir sem fylgjast með klassískri tónlist vita hvaða gæði þessi útgáfa stendur fyrir, alveg síðan hún var stofnsett árið 1898. Hvað tónlistaráhuga varðar er ég að stórum hluta alinn upp af þessari útgáfu. Foreldrar mínir áttu fullt af plötum frá fyrirtækinu þegar ég var lítill og þarna í plötu- skápnum röðuðust heimsþekktir listamenn upp á plötum frá DG. Ég heillaðist og áhrifin á líf mitt voru mikil. Þess vegna er frábært að vera kominn í þennan góða fé- lagsskap.“ Fyrsta platan í frágangi Víkingur Heiðar hefur þegar lok- ið við að hljóðrita fyrstu plötuna samkvæmt nýja samningnum. Á henni eru verk bandaríska tón- skáldsins Philips Glass. Þar leikur Víkingur meðal annars etíður tón- skáldsins og útsetningar á tveimur verka Glass fyrir píanó og strengja- kvartett. „Upptökurnar fóru fram nýlega í Norðurljósum í Hörpu og ég lék verkin á flygilinn sem ég var svo heppinn að fá að velja fyrir húsið þegar það var opnað á sínum tíma. Svo lék strengjakvartettinn Siggi með mér í útsetningunum og pí- anóstillarinn Sigurður Kristinsson sá um að halda hljóðfærinu ná- kvæmu og góðu, sem er mikilvægt í svona upptökum. Það er frábært að geta haft þessa sterku Íslands- tengingu á fyrstu plötunni minni fyrir þýska fyrirtækið,“ segir Víkingur Heiðar. Löng fæðing Víkingur segir að hjá útgáfunni vinni miklir fagmenn. „Það er gott að eiga samtal við þetta fólk og það hefur staðið lengi yfir. Nú eru einir 18 mánuðir síðan að við byrj- uðum að ræða saman um þennan möguleika og yfirmenn frá fyrir- tækinu hafa komið á tónleika með mér bæði í London og Berlín. Það eru miklir músíkantar sem vinna þarna, bæði reynsluboltar og framsækið ungt fólk.“ Óljóst er hvað nákvæmlega verð- ur næst fyrir valinu í upptökum Víkings en píanistinn segir líklegt að plata með barokktónlist verði fyrir valinu. Víkingur í hóp þeirra bestu Píanóleikarinn Víkingur Heið- ar Ólafsson hefur skrifað undir útgáfusamning við þýsku plötu- útgáfuna Deutsche Gramophone. Fyrirtækið er eitt þekktasta vörumerki í heimi þegar kemur að útgáfu á sígildri tónlist. Tónlistarmaðurinn er í skýjunum en tilkynnt var um samninginn í gær. Hjá útgáfunni bætist Víkingur Heiðar í hóp margra fremstu og þekktustu píanista samtímans. Víkingur Heiðar Ólafsson bætist nú í stjörnum prýddan hóp píanista sem leika inn á upptökur fyrir Deutsche Gramophone útgáfuna. Um eitt allra þekktasta vörumerki heims er að ræða þegar kemur að sígildri tónlist. Mynd | Hari Guli miðinn frá Deutsche Gramophone hefur þótt merki um hágæða upptökur og flutning allt frá því að fyrirtækið var stofnað rétt fyrir aldamótin 1900. Það er elsta plötuútgáfufyrirtæki heims sem er enn í rekstri. Í dag fyrirtækið hluti af Univer- sal Music Group samsteypunni. Tónlist tónskáldanna Önnu Þorvaldsdóttur og Jóhanns Jóhannssonar hefur komið út hjá DG á síðustu árum. ,,Uppáhalds atriðið mitt, ef ég þarf að velja, er þegar Fróði er ör- magna á leiðinni upp Dómsdyngj- una í Mordor. Sómi býðst til að bera Fróða upp og segir að þótt hann geti ekki borið hringinn þá get hann bor- ið Fróða. Ég fer alltaf að gráta. Eft- ir þetta ákvað ég að ef að ég eign- ast barn þá mun ég skíra það Sam. Mig langar reyndar ekki að skíra barnið mitt Sóma, aðeins of líkt Sóma samlokum,’’ segir Sunna Rut Garðarsdóttir sem hefur það að hefð að horfa á Hringadróttins þríleikinn hvert ár fyrir jólin. Margir hafa það sem hefð að horfa á jólamyndir rétt fyrir jól til að koma sér í rétta jólaskapið. Mismunandi er hvaða myndir eru taldar jólamyndir og stundum getur hefðin verið frem- ur óvenjuleg. ,,Ég er búin að horfa á þessar myndir svo oft að ég set þær oftast á þegar ég er að reyna að kom- ast í rétta jólaskapið. Ég vel hvaða mynd ég vil horfa á úr þríleiknum til að hafa í bakrunni á meðan ég set upp jólaseríur, þríf eða pakka inn. Það er ekki þannig að ég poppa og skelli Föruneyti hringsins í tækið. Þetta er meira fyrir mér eins og jóla- lög til að koma mér í góðan fíling og finna anda jólanna.’’ Grætur yfir Hringadróttinssögu fyrir jól Uppáhalds jólamynd til að komast í rétta jólaskapið. 30426 Í Havana heklbók er á þriðja tug hekluppskrifta; flíkur, fylgihlutir og ýmislegt fyrir heimilið. Einnig eru hér ítarlegar leiðbeiningar um hekl, tafla yfir skammstafanir og þýðingar, og fleiri gagnlegar upplýsingar um þessa skemmtilegu handavinnu. Sunna Rut GarðarsdóttirMynd | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.