Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 1
Sigríður Hjaltested héraðsdómari
kallar eftir að þeim sé hjálpað sem
gangast við því fyrir dómi að vera
kynferðisbrotamenn og andlega
veikir. Hún telur brýnt að maður
sem hún dæmdi í 6 ára fangelsi
fyrir ofbeldi gegn barnsmóður
sinni, fái viðunandi aðstoð.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Sigríður Hjaltested hefur starfað
sem saksóknari en er nú dómari við
Héraðsdóm Reykjavíkur. Hún hefur
því kynnst þörfinni fyrir að bæði
þolendur og gerendur í kynferðis-
brotamálum fái aðstoð. „Það vant-
ar sárlega að fylgja því eftir þegar
menn játa í svona alvarlegum mál-
um. Að einhver komi og grípi þá og
veiti þeim aðstoð til að takast á
við bresti sína.“
Fyrir skömmu kvað Sigríð-
ur upp þungan dóm í Héraðs-
dómi Reykjavíkur yfir manni
á þrítugsaldri. Hann var
ákærður var fyrir hrotta-
legt ofbeldi og nauðgan-
ir á barnsmóður sinni.
Meðal annars fyrir
að veitast að henni
á fæðingardeildinni
skömmu eftir að hún eignaðist tví-
bura þeirra. Langur aðdragandi var
að því að maðurinn var dæmdur og
þurfti lögregla að beita mörgum úr-
ræðum til að reyna að stöðva hann,
nálgunarbönn og vöktun á kon-
unni. Maðurinn játaði brot sín ský-
laust og var honum til refsilækkun-
ar. Sigríður segir sjaldgæft að menn
gangist við svo alvarlegum vanda.
„Maðurinn lýsti andlegum vanda-
málum sem hann hefur glímt við
í mörg ár. Hann hefur aldrei feng-
ið almennilega hjálp. Það segir sig
sjálft að þegar menn eru komnir á
þann stað að þeir játa, þá er lag að
gera eitthvað í því. Mér finnst mik-
il synd að honum bjóðist ekkert til
að takast á við sjálfan sig. Að ekk-
ert taki við eftir dóminn. Það sama
gildir auðvitað um þolendur. Nú fer
maðurinn í fangelsi og vonandi fær
hann einhverja aðstoð þar, en mað-
ur veit ekki hversu lengi það endist.
Það vantar upp á alla innviði sem
viðkemur forvörnum. Menn hafa
verið í ýmsum hornum að vinna að
úrræðum fyrir gerendur. Velferð-
arráðuneytið á að hafa þetta á sín-
um snærum.“
Eins og fram kom á RÚV fyrir
skömmu ætlar velferðarráðuneytið
ekki að endurnýja samning við
Heimilisfrið, sem leitar úrræða fyr-
ir gerendur heimilisofbeldis. Samn-
ingurinn hefur verið endurnýjaður
árlega síðan árið 2006. Í staðinn vill
ráðuneytið bjóða verkefnið út. Ein-
ar Gylfi Jónsson, sálfræðingur hjá
Heimilisfriði, sagði að nú væru því
engin meðferðarúrræði í boði fyrir
gerendur heimilisofbeldis.
frettatiminn.is
ritstjorn@frettatiminn.is
auglysingar@frettatiminn.is
84. tölublað
7. árgangur
Föstudagur 02.12.2016
3022
8
2
Karl Sigtryggsson og Signý Gísladóttir, tvær kynslóðir kennara, lýsa ófremdarástandinu í
skólakerfinu, ástandi sem kennarar láta ekki bjóða sér lengur. Bls. 14
Mynd | Rut
Fáfræði ekki afsök-
un fyrir dónaskap
Donna Cruz er
ung baráttukona
gegn fordómum
amk fylgir Fréttatímanum
Klíníkin vill
verða sjúkrahús
Vöxtur í einkarekinni
heilbrigðisþjónustu
Gefðu töfrandi stund í jólagjöf!
Gjafakort
Borgarleikhússins
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Dómari vill að menn sem
játa kynferðisbrot fái hjálp
Sigríður Hjaltested
segir brýnt að hjálpa
þeim sem gangast við
kynferðisbrotum.
Mynd | Rut
Kennarar
að vakna
upp
Chili og
gerjað kál
Kórea í
Reykjavík
Heitur
prestur
bjargar
ísköldum
hjónaböndum
Þórhallur
Heimisson talar
á milli hjóna
Gamma
hagnast um
840 milljónir
á húsaleigu-
markaði
Húsaleigufyrirtæki
eflast í húsnæðis-
vandanum
Glæsilegar
jólagjafir
KRINGLUNNI ISTORE.IS
iStore Kringlunni er
viðurkenndur sölu- og
dreifingaraðili DJI á Íslandi
Sérverslun með Apple vörur
Phantom 4
Tilboð
169.990 kr. Phantom 4 Pro
Forpöntun á iStore.is
Frá 219.990 kr.
Inspire 2
Forpöntun á iStore.is
Frá 449.990 kr.