Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 1
Sigríður Hjaltested héraðsdómari kallar eftir að þeim sé hjálpað sem gangast við því fyrir dómi að vera kynferðisbrotamenn og andlega veikir. Hún telur brýnt að maður sem hún dæmdi í 6 ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni, fái viðunandi aðstoð. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sigríður Hjaltested hefur starfað sem saksóknari en er nú dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hún hefur því kynnst þörfinni fyrir að bæði þolendur og gerendur í kynferðis- brotamálum fái aðstoð. „Það vant- ar sárlega að fylgja því eftir þegar menn játa í svona alvarlegum mál- um. Að einhver komi og grípi þá og veiti þeim aðstoð til að takast á við bresti sína.“ Fyrir skömmu kvað Sigríð- ur upp þungan dóm í Héraðs- dómi Reykjavíkur yfir manni á þrítugsaldri. Hann var ákærður var fyrir hrotta- legt ofbeldi og nauðgan- ir á barnsmóður sinni. Meðal annars fyrir að veitast að henni á fæðingardeildinni skömmu eftir að hún eignaðist tví- bura þeirra. Langur aðdragandi var að því að maðurinn var dæmdur og þurfti lögregla að beita mörgum úr- ræðum til að reyna að stöðva hann, nálgunarbönn og vöktun á kon- unni. Maðurinn játaði brot sín ský- laust og var honum til refsilækkun- ar. Sigríður segir sjaldgæft að menn gangist við svo alvarlegum vanda. „Maðurinn lýsti andlegum vanda- málum sem hann hefur glímt við í mörg ár. Hann hefur aldrei feng- ið almennilega hjálp. Það segir sig sjálft að þegar menn eru komnir á þann stað að þeir játa, þá er lag að gera eitthvað í því. Mér finnst mik- il synd að honum bjóðist ekkert til að takast á við sjálfan sig. Að ekk- ert taki við eftir dóminn. Það sama gildir auðvitað um þolendur. Nú fer maðurinn í fangelsi og vonandi fær hann einhverja aðstoð þar, en mað- ur veit ekki hversu lengi það endist. Það vantar upp á alla innviði sem viðkemur forvörnum. Menn hafa verið í ýmsum hornum að vinna að úrræðum fyrir gerendur. Velferð- arráðuneytið á að hafa þetta á sín- um snærum.“ Eins og fram kom á RÚV fyrir skömmu ætlar velferðarráðuneytið ekki að endurnýja samning við Heimilisfrið, sem leitar úrræða fyr- ir gerendur heimilisofbeldis. Samn- ingurinn hefur verið endurnýjaður árlega síðan árið 2006. Í staðinn vill ráðuneytið bjóða verkefnið út. Ein- ar Gylfi Jónsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði, sagði að nú væru því engin meðferðarúrræði í boði fyrir gerendur heimilisofbeldis. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 84. tölublað 7. árgangur Föstudagur 02.12.2016 3022 8 2 Karl Sigtryggsson og Signý Gísladóttir, tvær kynslóðir kennara, lýsa ófremdarástandinu í skólakerfinu, ástandi sem kennarar láta ekki bjóða sér lengur. Bls. 14 Mynd | Rut Fáfræði ekki afsök- un fyrir dónaskap Donna Cruz er ung baráttukona gegn fordómum amk fylgir Fréttatímanum Klíníkin vill verða sjúkrahús Vöxtur í einkarekinni heilbrigðisþjónustu Gefðu töfrandi stund í jólagjöf! Gjafakort Borgarleikhússins Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Dómari vill að menn sem játa kynferðisbrot fái hjálp Sigríður Hjaltested segir brýnt að hjálpa þeim sem gangast við kynferðisbrotum. Mynd | Rut Kennarar að vakna upp Chili og gerjað kál Kórea í Reykjavík Heitur prestur bjargar ísköldum hjónaböndum Þórhallur Heimisson talar á milli hjóna Gamma hagnast um 840 milljónir á húsaleigu- markaði Húsaleigufyrirtæki eflast í húsnæðis- vandanum Glæsilegar jólagjafir KRINGLUNNI ISTORE.IS iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi Sérverslun með Apple vörur Phantom 4 Tilboð 169.990 kr. Phantom 4 Pro Forpöntun á iStore.is Frá 219.990 kr. Inspire 2 Forpöntun á iStore.is Frá 449.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.