Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
D Ý P R I O G B E T R I S V E F N
Með því einu að snerta takka getur
þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er
og með öðrum færð þú nudd. Saman
hjálpa rúmið og dýnan þér að ná há
marks slökun og dýpri og betri svefni.
Svo vaknar þú endurnærð/ur og til
búin/n í átök dagsins.
Tilboð 442.350 kr.
STILLANLEGT RÚM – VERÐDÆMI
Með tveimur Serta Therapist heilsudýnum,
2 x 90 x 200 cm. Fullt verð: 589.800
H E I L S U R Ú M
Þ R Á Ð L AU S FJ A R S T Ý R I N G
LEDvasaljós
Klukka
Vekjaraklukka
Upp/niður höfðalag
Upp/niður fótasvæði
Rúm í flata stöðu
2 minni
Nudd
Bylgjunudd
S T I L L A N L E G U H E I L S U R Ú M I N F R Á C &J :
· Inndraganlegur botn
· Lyftigeta yfir 2 x 450 kg per botn
· Mótor þarfnast ekki viðhalds
· Tvíhert stálgrind undir botni
· Tveir nuddmótorar með tímarofa
· Þráðlaus fjarstýring með klukku,
vekjara og vasaljósi
· LED lýsing undir rúmi
· Hliðar og endastopparar svo dýnur
færist ekki í sundur
A F S L ÁT T U R
25%
J Ó L AT I L B O Ð!
S T I L L A N L E G H E I L S U R Ú M
FRÁBÆR JÓLATILBOÐ
STILLANLEG
HEILSURÚM
3.900 K R.
N ÝJ U N G Í B E T R A B A K I
S L Ö K U N O G V E L L Í Ð A N
UNDRI heilsuinniskór með fimmsvæða
nuddinnleggi. Draga úr spennu og örva
blóðflæði. Skórnir eru fallegir, hlýir og
einstaklega þægilegir. Fáanlegir í dökkgráu
eða ljósu flókaefni. Komdu og prófaðu!
O K K A R K L A S S Í S K I
H E I L S U I N N I S KÓ R
Vinsælasta jólagöfin í Betra
Baki komin aftur. Inniskór sem
laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt um
allt fótsvæðið. Ný og endurbætt útgáfa!
B Y LT I N G A K E N N T
5 S VÆ Ð A N U D D I N N L E G G
7.900 K R.
Sveitarstjórnarmál Eigend-
ur skólabygginganna, FM-hús,
byggðu húsin í valdatíð Sjálf-
stæðisflokksins á árunum 1998
og 2002 – og þykja samningarnir
mjög óhagstæðir fyrir Hafnar-
fjörð. 90% tekja FM-húsa eru
leigutekjur Hafnarfjarðar og
Garðabæjar.
„Það var ekki verið að fara fram
á rannsóknarskýrslu Alþingis,
bara fara yfir málið í ljósi liðinna
atburða,“ segir Margrét Gauja
Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar í Hafnarfirði, en til-
laga flokksins um óháða rannsókn á
einkaframkvæmdum í byggingu og
rekstri hafnfirskra leik- og grunn-
skóla var felld af meirihluta Sjálf-
stæðisflokks og Bjartrar framtíðar
á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í
gær.
FM-hús tóku hinsvegar þá
ákvörðun fyrir skömmu að selja
tryggingafélaginu VÍS og Regin
rúmlega 60% hlutafé í fé-
laginu fyrir tæpa fjóra millj-
arða, en viðskiptin eru nú
í áreiðanleikakönnun.
Ga ng i sa m n i nga r n-
ir í gegn verða skóla-
byggingarnar hluti af
hlutabréfamarkaði
á Íslandi.
„ Þ a ð e r u
ákveðin von-
brigði að þetta
hafi verði fellt,
við óskum eftir
þessari athugun til þess að sömu
mistökin endurtaki sig ekki, enda
arfaslakir samningar,“ segir Mar-
grét.
Í bókun Sjálfstæðisf lokks og
Bjartrar framtíðar er lagt til að
bæjarstjóri Hafnarfjarðar freist-
ist til þess að semja við FM-hús
með það að markmiði að eign-
ast skólabyggingarnar auk þess
sem honum er falið að endur-
skoða rekstrarsamningana,
sem reynt hefur verið að
semja um síðan á síðasta
ári. | vg
Sjálfstæðismenn vilja ekki
rannsókn á einkavæðingu
Mannréttindi Rithöfundurinn
Hermann Stefánsson segir sakfell-
ingu í umdeildu sakamáli um
hatursorðræðu geta haft skelfileg
áhrif á umræðuna. Mannréttinda-
lögmaður segir mun á skoðana-
skiptum og ofsóknaraðferðum.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Þetta er dæmigerður árekstur
tvennskonar réttinda og línan er
frekar óljós stundum,“ segir einn
reyndasti mannréttindarlögmaður
Íslendinga, Ragnar Aðalsteinsson,
um ákæru gegn átta einstakling-
um, þar á meðal Pétri Gunnlaugs-
syni, útvarpsmanni á Útvarpi Sögu,
og Jóni Vali Jenssyni, guðfræðingi
vegna hatursorðræðu.
Ragnar bendir á að tjáningar-
frelsið sé ekki ótakmarkað, en frið-
helgi einkalífs og meiðyrðalöggjöfin
takmarkar frelsi einstaklingsins til
þess að tjá sig.
Hann segir það auðvitað leyfilegt
að vera fordómafullur „en þegar
það bitnar á minnihlutahópum
sem eru berskjaldaðir, þá er þeim
frjálst að bregðast við því,“ segir
hann. Spurður hvort þarna sé um
þöggun að ræða, telur Ragnar svo
ekki vera.
„Ef fólk talar málefnalega um
bæði hælisleitendur, útlendinga,
eða aðra minnihlutahópa, þá þarf
ekki að gera það í æsinga- eða of-
sóknarstíl,“ segir hann. „Það eru
líka hiklaust þjáningar á bak við
þessi orð,“ bætir hann við.
Spurður hvort sakfelling eigi eft-
ir að hafa betri áhrif á umræðuna,
svarar Ragnar: „Ef það verður sak-
fellt, þá gæti það orðið til þess að
draga úr háðinu og hatrinu. Það
er enginn að beita skoðanakúgun,
heldur verið að meina mönnum
að beita ofsóknaraðferðum,“ segir
Ragnar.
Heimspekingurinn og rithöfund-
urinn Hermann Stefánsson er mót-
fallin ákærunum og segir í raun
eðlilegri farveg í lýðræðislegu sam-
félagi að takast á við skoðanir sem
þessar á vettvangi umræðunnar.
„Aðferðin er röng, það er að banna
þessar skoðanir með þessum hætti.
Þá einangrast umræðna og verður
fyrst hættuleg, auk þess sem hún
fær sjarma háskans,“ útskýrir Her-
mann.
Spurður hverjar afleiðingarnar
verða, ef áttmenningarnir verði
dæmdir, svarar Hermann: „Það
hefði skelfilegt áhrif á umræðuna.
Ég held að það verði mjög vont,
ekki bara vegna þess að þeir verða
þjóðhetjur ákveðins hóps, heldur
einnig vegna þess að það er hræsni
að dæma fólk fyrir rangar skoðanir
á sama tíma og við erum að kalla
Pétur [Gunnlaugsson] nasista.“
Spurður hvort það sé hægt að
segja að umfjöllun útvarps Sögu
sé hatursáróður, svarar Hermann:
„Þetta er ekki skipulagður hatursá-
róður, ekki eins og maður myndi
skynja í auglýsingaherferð, þarna
er bara fólk sem tjáir skoðanir sín-
ar, þó það geri það með ósmekkleg-
um hætti.“
Mál Péturs og Jóns Vals verða
þingfest í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í dag.
Munur á rökræðum
og ofsóknarstíl
Rithöfundurinn Hermann Stefánsson og Ragnar Aðalsteinsson eru á öndverðum meiði varðandi umdeildar ákærur.
Margrét Gauja er
vonsvikin yfir því
að tillagan hafi
verði felld.
Íþróttir Ólögleg lyfjanotkun, svo
sem sterar og önnur efni, virðist
vera meiri hjá almenningi heldur
en íþróttamönnum í keppn-
isgreinum, að sögn formanns
Lyfjaráðs ÍSÍ. Tveir keppendur í
Crossfit féllu sjálfkrafa á lyfjaprófi
fyrr í vikunni eftir að þeir neit-
uðu að gangast undir lyfjapróf.
„Það sem við erum hrædd við eru
hlutir sem við sjáum og heyrum
varðandi líkamsræktastöðvarnar,“
segir Davíð Rúrik Ólafsson, for-
maður Lyfjaráðs ÍSÍ, en ráðið fram-
kvæmdi lyfjaprófið í Crossfit um
síðustu helgi þegar þeir Hinrik Ingi
Óskarsson og Bergur Sverrisson
neituðu að gangast undir skyndi-
legt lyfjapróf eftir að hafa sigrað á
Íslandsmóti í Crossfit um helgina.
Það var í annað skiptið sem slíkt
próf var framkvæmt, en hið fyrra
var árið 2009.
Davíð segir þó áhyggjur lyfja-
ráðsins vera bundnar við almennari
notkun á sterum og öðrum ólög-
mætum efnum, þá ekki síst fæðu-
bótarefnum sem eru oftar en ekki
á mjög gráu svæði.
„Og þau efni eru oft ekki bara á
gráu svæði, það er ekkert eftirlit
með þeim og í raun engin leið að
vita hvort innihaldslýsingin sé rétt,“
segir Davíð.
Að sögn Davíðs eru um 250 lyf-
japróf framkvæmd á hverju ári, en
þar af falla um einn til tveir. Davíð
segir það sambærilegt hlutfall og í
nágrannaríkjunum. Áhyggjur lyf-
jaráðsins eru aftur á móti bundn-
ar við almenna notkun ólöglegra
efna. Þannig hefur lyfjaráð brugð-
ið á það ráð að halda sérstök nám-
skeið fyrir þjálfara til þess að læra
að þekkja einkennin og sporna við
slíkri neyslu.
„Notkunin er mikil, það hefur
legið lengi fyrir, en virðist meiri
hjá almenningi en í hefðbundnum
keppnisíþróttum,“ áréttar Davíð,
en athygli vakti að hluti af keppn-
isbanni mannanna í Crossfit um
helgina, er æfingabann á Crossfit-
-stöðvum á Íslandi. Það er meðal
annars gert til þess að koma í veg
fyrir hugsanlega notkun ólögmætra
lyfja.
Eins og Fréttatíminn greindi frá
í gær þá hefur innflutningur á ster-
um í vökvaformi aukist í ár, og mun-
aði nokkrum hundruðum millilítra
samkvæmt bráðabirgðatölum toll-
stjóra frá því í lok október. -vg
Mesta steranotkunin innan líkamsræktarstöðvanna
Talið er að mesta neyslu ólögmætra lyfja sé í líkamsræktarstöðvunum.