Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
Mikið úrval vandaðra LED útisería
fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimiliFrá Svíþjóð
Opið virka daga kl. 11-18
Opið laugardaga kl. 11-16 Grillbúðingrillbudin.is
Nú er ekkert mál að grilla allt árið
Öflugt ljós með 10 LED ljósum
Festist á handfang grillsins
360 gráðu snúningur
LED ljós fyrir grillið
Er frá Þýskalandi
FULLT VERÐ
4.990
3.990
Viðskipti Melabúðin er ein
síðasta hverfisverslunin sem eftir
er í Reykjavík og hefur þessi fjöl-
skylduverslun lifað af samkeppn-
ina við stórar matvörukeðjur.
Hverfisverslunin Melabúðin á Haga-
mel skilaði rúmlega 37 milljóna
króna hagnaði í fyrra. Verslunin er
ein síðasta hverfisbúðin sem eftir er
í Reykjavík og er rekin með hagnaði
ár frá ári þar sem hún nýtur mikilla
vinsælda íbúa í Vesturbænum og
víðar í Reykjavík. Þetta kemur fram
í ársreikningi félagsins.
Melabúðin er fjölskyldufyrirtæki
sem um áratugaskeið var rekið af
hjónunum Guðmundi Júlíussyni
og Katrínu Stellu Briem en synir
þeirra, Pétur og Friðrik, sjá nú um
reksturinn.
Þrátt fyrir mikla samkeppni frá
stórum verslanakeðjum eins og
Krónunni og Bónus, sem og minni
smávöruverslunum, þá lifir Mela-
búðin góðu lífi og á mikið af pen-
ingum eftir góðan rekstur liðinna
ára: Óráðstafað eigið fé búðarinn-
ar nemur 186 milljónum króna. Þá
hafa eigendurnir getað greitt sér út
samtals 50 milljóna króna arð síð-
ustu tvö árin, 2014 og 2015. | ifv
Heilbrigðismál Einkarekna
heilbrigðisfyrirtækið Klíníkin vill
gera mjaðmaskiptaaðgerðir og
opna fimm daga legudeild fyrir
viðskiptavini sína. Klíníkin vill
staðfestingu á starfseminni frá
heilbrigðisyfirvöldum og samning
við Sjúkratryggingar Íslands um
kostun ríksins. Birgir Jakobsson
landlæknir segir að beiðnin feli
í sér að Klíníkin veiti „sérhæfða
sjúkrahúsþjónustu“.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Einkarekna heilbrigðisfyrirtækið
Klíníkin vill fá staðfestingu Land-
læknisembættisins og leyfi heil-
brigðisráðherra til að gera mjaðma-
skipta- og hnjáaðgerðir og opna
legudeild fyrir viðskiptavini fyrir-
tækisins í húsnæði sínu í Ármúlan-
um. Birgir Jakobsson landlæknir
segir að umsókn fyrirtækisins um
þessa þjónustu feli í sér að Klíník-
in vilji veita „sérhæfða sjúkrahús-
þjónustu“ og að heilbrigðisráðherra,
Kristján Þór Júlíusson, og ráðuneyti
hans þurfi að ákveða hvort veita eigi
leyfi fyrir starfseminni. Starfsemin
yrði að mestu leyti kostuð af íslenska
ríkinu í gegnum Sjúkratryggingar
Íslands. „Við höfum beðið heilbrigð-
isráðuneytið að túlka lögin fyrir
okkur þar sem lögfræðingar land-
læknisembættisins telja að um sé að
ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu
en ekki einkarekinn stofurekstur.
Við teljum að við getum ekki staðfest
beiðnina án leyfis ráðherra og við
erum bara að bíða eftir því. Þarna
stendur hnífurinn í kúnni,“ segir
Birgir.
Klíníkin er einkarekið heilbrigð-
isfyrirtæki í eigu læknanna sem þar
vinna og fjárfesta eins og Ásdísar
Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarins-
dóttur, Guðbjargar Matthíasdóttur
útgerðarkonu og nokkurra lífeyris-
sjóða. Nýbreytnin í rekstri Klíník-
urinnar felst meðal annars í því að
það er í eigu fjárfesta að hluta til
en ekki bara heilbrigðisstarfsfólks.
Fyrirtækið hefur ítrekað reynt að fá
leyfi heilbrigðisyfirvalda til að gera
brjóstaskurðaðgerðir með kostnað-
arþátttöku Sjúkratrygginga Íslands
en Kristján Þór Júlíusson heilbrigð-
isráðherra hefur tvívegis hafnað
þeirri beiðni. Fyrirtækið hefur því
áður reynt að fá leyfi til að gera að-
gerðir sem hingað til hafa aðeins
verið framkvæmdar á sjúkratryggð-
um einstaklingum á ríkisreknum
sjúkrahúsum.
Ef Klíníkin fær leyfið mun það
verða í fyrsta skipti í sögunni sem
mjaðmaskiptaaðgerðir verða gerð-
ar annars staðar en á ríkisreknum
sjúkrahúsum á Íslandi. Birgir segir
að hann viti ekki til þess að sambæri-
leg beiðni um einkarekna sjúkrahús-
þjónustu hafi borist til Landlæknis-
embættisins áður. „Þeir eru að fara
fram á það að geta rekið sjúkradeild
sem er opin fimm daga í viku þar
sem veitt er sjúkrahúsþjónusta eða
heilbrigðisþjónusta nótt sem dag
eftir aðgerðir sem framkvæmdar
eru á Klíníkinni. Beiðnin felur í sér
breytingu á rekstri Klíníkurinnar.“
Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu
kemur fram að í byrjun nóvember
hafi Klíníkin óskað eftir formlegum
viðræðum við Sjúkratryggingar Ís-
lands um að veita þessa heilbrigð-
isþjónustu. Heilbrigðisráðuneytið
segir í svari sínu að ekki sé hægt að
veita heimildina nema landlækn-
ir staðfesti að reksturinn uppfylli
faglegar kröfur og önnur skilyrði í
heilbrigðislögum. „Í svarbréfi SÍ til
Klíníkunnar (dags. 8. nóv. sl.) vegna
þess erindis (afrit sent ráðuneytinu)
er Klíníkinni bent á að ekki sé unnt
að taka efnislega afstöðu til slíks er-
indis nema Klíníkin „leggi fram stað-
festingu landlæknis á því að rekstur
eða fyrirhugaður rekstur Klíník-
urinnar uppfylli faglegar kröfur og
önnur skilyrði í heilbrigðislögum,
sbr. lög um heilbrigðisþjónustu og
lög um landlækni.“
Birgir Jakobsson segir að emb-
ættið muni gera úttekt á fyrirhug-
uðum rekstri Klíníkurinnar og hvort
hann uppfylli faglegar kröfur en að á
endanum sé það heilbrigðisráðherra
sem þurfi að ákveða hvort heimila
eigi þessi eðlisbreytingu á rekstri
Klíníkurinnar með kostnaðarþátt-
töku Sjúkratrygginga. Landlæknis-
embættið getur því komist að því að
rekstur Klíníkurinnar uppfylli fag-
legar kröfur en á endanum er það
heilbrigðisráðuneytið sem hefur
ákvörðunarvald í málinu.
Landlæknir fundaði með
starfsmönnum heilbrigðisráðuneyt-
isins í gær, fimmtudag, um málið.
Kristján Þór Júlíusson hefur ekki vilj-
að veita Fréttatímanum viðtal vegna
málsins.
Klíníkin vill hefja
sjúkrahúsrekstur
Klíníkin, sem meðal annars er í eigu fjárfestingarfélagsins EVU Consortium sem Ásta Þórarinsdóttir, Ásdís Halla Bragadóttir,
og nokkrir lífeyrissjóðir eiga, vill bjóða upp á mjaðmaskiptaaðgerðir og opna legudeild. Hér eru þær ásamt Kolbrúnu Jóns-
dóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjárfestingafélags lífeyrissjóðanna.
„Þeir eru að fara fram á
það að geta rekið sjúkra-
deild sem er opin fimm
daga í viku þar sem veitt
er sjúkrahúsþjónusta eða
heilbrigðisþjónusta nótt
sem dag eftir aðgerðir
sem framkvæmdar eru á
Klíníkinni. Beiðnin felur
í sér breytingu á rekstri
Klíníkurinnar.“
Birgir Jakobsson landlæknir.
Melabúðin skilaði 37
milljóna króna hagnaði
Dómstólar - Tæknimál
íslenskra dómstóla eru í
lamasessi. Við Héraðsdóm
Norðurlands eystra er notast
við gamaldags vídeóspólur
til að taka upp yfirheyrslur.
Ríkissaksóknari er með
sérstakt VHS-tæki til að
geta horft á upptökurn-
ar.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
„Við erum kannski klaufar,“
segir dómari við Héraðs-
dóm Norðurlands eystra
sem ekki vill láta nafns
síns getið. „Þegar þetta var
sett upp á sínum tíma voru
VHS fínustu tæki og við það
situr enn. Þegar ég dæmi
set ég vídeó-
spóluna í tækið. Ríkissaksóknari
geymir svo eitt eintak af VHS-
-spilara til að geta horft á spólurn-
ar frá okkur.“
VHS-tæknin er notuð þegar
skýrslur eru teknar af brotaþol-
um í kynferðisbrotamál-
um sem eru undir 15
ára. Fréttatíminn hef-
ur einnig rætt við sak-
sóknara sem seg-
ist þurfa að biðja
tæknideildina um
að yfirfæra efnið af víd-
eóspólunum frá Norður-
landi yfir á stafrænt format, svo
hægt sé að horfa á það. „Það fer
að verða full ástæða til að breyta
þessu,“ segir dómarinn.
Starfsfólki við íslenska dóm-
stóla, sem Fréttatíminn hefur rætt
við, ber saman um að tæknimál
dómstólanna séu í algjörum lama-
sessi. Við Héraðsdóm Reykjavíkur
er ekki hægt að horfa á upptökur
úr öryggismyndavélum eða spila
hljóðupptökur, nema saksóknar-
ar taki með sér fartölvur sínar við
réttarhöld. Margsinnis hefur ver-
ið gagnrýnt að málaskrá dómstól-
anna sé stórlega ábótavant og bjóði
ekki upp á að hægt sé að miðla
upplýsingum milli dómstólanna.
Í réttarkerfinu kvartar starfs-
fólk undan því að ekki sé notast
við fjarfundarbúnað í einföldum
málum. Svo sem við þingfestingar
dómsmála, þegar sakborningar
taka afstöðu til sakarefna, eða við
ákvörðun gæsluvarðhalds. Slíkt
kallar á mikil fjárútlát og umstang,
svo sem að lögreglumenn skutlist
með menn af Litla-Hrauni í bæ-
inn eða jafnvel þvert yfir landið.
„Það er ástæða til að endurskoða
lögin um notkun á fjarfundarbún-
aði,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir
varahéraðssaksóknari.
Ríkissaksóknari fær yfirheyrslur á VHS-spólum
Við Héraðsdóm Norð-
urlands eystra er gamla
vídeótækið enn í notkun.
Eldsvoði Grunur leikur á að
mannleg mistök hafi komið af
stað eldi í húsi við Geldingaholt í
Skagafirði í fyrrakvöld.
Talið er að kviknað hafi í torfein-
angrun hússins þegar iðnað-
armenn voru að störfum með
logsuðutæki. Íbúi hússins, kona
á sextugsaldri, var ekki í húsinu
þegar eldurinn breiddist út en
kom fljótlega á vettvang. Húsið er
úr steini og brann til kaldra kola.
Aðeins sóti ataður grunnur stend-
ur eftir. Konan náði þó að bjarga
örfáum persónulegum munum
út úr húsinu áður en það fuðraði
upp. Ljóst er að um mikið tjón er
að ræða og sorglega byrjun á jóla-
mánuðinum. | þt
Kona missti aleiguna í
húsbruna í Skagafirði
Gamalt
steinhús
brann til
kaldra kola
og íbúi
hússins
missti allt
sitt.
Mynd | Getty