Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 40
Gott að fara í bíó Fátt er betra í byrjun desember en að fara í bíó á eina góða jólamynd. Bíó Paradís sýnir jólamyndina víðfrægu Love Actually í kvöld þar sem verður sannkallað jólabíópartí. Barinn er opinn og alls konar gúmmelaði í sjoppunni. Verður ekki jólalegra en þetta. Gott að knúsa Þegar kalt er úti og dimmt verðum við stundum dá- lítið hnuggin. Þá er gott að hugsa um þá sem manni þykir vænt um og sýna þeim hlýju. Gefa þeim knús því þá líður manni svo vel. Svo knúsa Íslendingar svo lítið. Bætum úr því. Gott að pæla í jólagjöfum Jú, sannarlega er nægur tími til jóla en þó er ágætt að huga að jólagjöfum. Hvað langar þig að gefa? Föndra eitthvað fal- legt í gjöf handa vini? Því hugurinn gildir. Eða kaupa góða bók sem þú veist að slær í gegn? Drífðu þetta bara af. Vertu snemma í því í ár og slepptu þessu óþarfa stressi. GOTT UM HELGINA Tölum um … smákökur Sigrún K. Valsdóttir Ég er sérlega hrifin af smákökum og umstanginu í kringum þær. Jólahefð­ ir breyttu­ st talsvert hjá mér þegar ég varð grænmetisæta fyrir 12 árum, en smákökurnar eru alltaf eins. Snemma í desember bökum við alltaf nokkrar sortir, drekkum jólaöl og hlustum á jólatónlist. Nú erum við hins vegar búsett erlendis svo það verður ekki jólaöl að þessu sinni, þó smákökurnar verði að sjálfsögðu á sínum stað. Erna Agnes Sigur geirs­ dóttir Smákökur eru fyrir mér, ein af táknmynd­ um jólanna og barnæsk­ unnar. Ég fæ bara jólasmá­ kökur hjá afa mínum og ömmu sem eiga alltaf nokkra dunka fulla af þeim inn í búri á þessum árstíma. Í hvert skipti sem ég kem í heimsókn eru allir dunk­ arnir sóttir og svo tekur við um það bil tveggja klukkutíma smákökuát og kaffispjall. Það er ekkert nota­ legra! Smákökurnar eru svo sannar­ lega hinn fullkomni munnbiti! Anna Jia Jólasmákökur eru ör­ ugglega eitt það besta við jólin. Ég meina, það að allir í kring­ um mann fari að töfra fram nýbakaðar súkkulaðibita­ kökur, dúnmjúka lakkrítoppa, sörur og döðlugott til að bjóða þér með jólakaffinu sem gerir lífið bara sætara á alla máta. Það er líka bara eitthvað svo hátíð­ legt við það að setjast niður með ungum sem öldnum og skreyta pip­ arkökur eða skera út einhver meist­ araverk á laufabrauðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.