Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016
Bosch
Þvottavél
WAB 28296SN
1400 sn./mín. Tekur mest 6 kg.
Orkuflokkur A+++.
Fullt verð: 79.900 kr.
Jólaverð:
59.900 kr.A
kg
Ótrúle
ga
góð k
aup.
Wilma
Borðlampi
18308-20-01
Hæð: 31 sm.
Fullt verð: 7.900 kr.
Jólaverð:
5.900 kr.Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út. Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði.
Sjá nánar á sminor.is.
Bosch
Þvottavél
WAT 284B9SN
1400 sn./mín. Tekur mest 9 kg.
Kolalaus mótor. Orkuflokkur A+++.
Fullt verð: 119.900 kr.
Jólaverð:
89.900 kr.A
kg
Bosch
Þurrkari
WTW 874B9SN
Tekur mest 9 kg. Sjálfhreinsandi
rakaþéttir. Orkuflokkur A++.
Fullt verð: 149.900 kr.
Jólaverð:
119.900 kr.A
kg
Fjármálafyrirtækið GAMMA veðjaði á stórfellda hækkun á
fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu og keypti rúmlega þúsund íbúðir
sem leigðar eru út til almennings. Hundraða milljóna króna hagnaður
er af starfsemi fasteignafélaga GAMMA og er stefnt að því að skrá
fyrirtækin á markað.
GAMMA hagnaðist um
840 milljónir á leigumarkaði
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Þrjú fyrirtæki fjárfestinga félagsins GAMMA högnuðust um tæplega 840 milljónir króna á útleigu á íbúðarhúsnæði
til almennings á síðasta ári. Þetta
kemur fram í ársreikningum félag
anna sem halda utan um íbúðar
fjárfestingar GAMMA: Eclipse fjár
festinga slhf., Centrum fjárfestinga
slhf. og Upphafs fasteignafélags
slhf. Þessi þrjú félög eru svo hlut
hafar Almenna leigufélagsins sem
er fyrirtækið sem sér um útleigu og
rekstur íbúðanna.
GAMMA er sjóðsstýringarfyrir
tæki sem sér um fjárfestingar fyrir
viðskiptavini fyrirtækisins sem ekki
liggur fyrir hverjir eru. Viðskipta
vinir GAMMA, meðal annars ýmis
konar fagfjárfestar, eru eigendur
hlutdeildarskírteina í sjóðum sem
fyrirtækið rekur en upplýsingar
um þetta eignarhald eru ekki op
inberar. Þess vegna er ekki hægt að
segja til um hvar hagnaðurinn af
rekstri þeirra félaga sem GAMMA
rekur lendir.
Eignir upp á nærri fimm milljarða
Eitt af fasteignafélögunum sem um
ræðir, Eclipse, hagnaðist sem dæmi
um 424 milljónir króna en fyrir fjár
magnsliði var hagnaðurinn rúm
lega 651 milljón króna. Auk hagn
aðarins hækkaði bókfært verðmæti
fasteigna félagsins um rúmlega 430
milljónir króna á árinu vegna þess
hversu íbúðaverð á höfuðborgar
svæðinu hefur hækkað mikið frá
því GAMMA keypti sem mest af
íbúðum. Auk þess keypti Eclipse
íbúðir fyrir tæplega 550 milljónir
króna á síðasta ári. Fyrir vikið fóru
eignir félagsins úr 3.7 milljörðum
króna og upp í rúmlega 4.7 millj
arða króna.
Eigandi þessa félags, og hinna
tveggja, Upphafs og Centrum, eru
svo sjóðir sem GAMMA stýrir en
ekki er hægt að sjá hverjir eiga sjóð
ina á bak við þessi félög. Eignarhald
allra þessara íbúða er því á huldu.
Ekki var greiddur arður út úr fé
lögunum þremur en staða þeirra
styrktist mikið í fyrra, eins og árs
reikningur Eclipse sýnir.
Umdeild viðskipti með íbúðir
Fyrirtækið GAMMA var stofnað
árið 2008 og voru upphaflega bara
fjórir starfsmenn hjá því. GAMMA
hefur á síðustu árum stækkað jafnt
og þétt og eru starfsmenn á Íslandi
nú orðnir 33. Fyrr á árinu opnaði
GAMMA skrifstofu í London. Fyr
irtækið er nú með um 100 millj
arða króna í eignastýringu fyrir
ýmsa fjárfesta, lífeyrissjóði jafnt
sem einstaklinga. Sjóðurinn rekur
marga sjóði sem fjárfesta í alls kyns
verkefnum, meðal annars á sviði
orkumála og ferðaþjónustu svo fátt
eitt sé nefnt.
Einna mest umræða hefur verið
um fjárfestingar fyrirtækja á veg
um GAMMA í íbúðarhúsnæði á Stór
Reykjavíkusvæðinu síðastliðin ár en
GAMMA hefur byggt upp leigufé
lög sem eiga samtals meira en 1100
íbúðir eftir að félag í eigu GAMMA
keypti Leigufélagið Klett af Íbúða
lánasjóði fyrr á árinu. Þá hefur fyr
irtækið einnig stofnað fyrirtæki
sem byggja íbúðir frá grunni.
Þáverandi formaður félags fast
eignasala, Ingibjörg Þórðardótt
Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, segir að stefnt sé að því að skrá
Almenna leigufélagið á markað árið 2018.