Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 42
Lengi lifir í gömlum glæðum
Svo virðist sem lífi hafi verið blásið í gamlar glæður þegar Marc
Anthony og Jennifer Lopez kysstust á sviðinu eftir að hafa tekið lagið
saman á Latin Grammy Awards fyrr í þessum mánuði. En sögu sagnir
herma að Anthony gangi nú með
grasið í skónum á eftir Lopez
sem nýlega er orðin einhleyp.
Sjálfur á Anthony að hafa
slitið sambandi sínu við fyr-
irsætuna Shannon De Lima
strax daginn eftir kossinn
góða. Hvort Lopez er
jafn spennt fyrir hug-
myndinni um endur-
nýjuð kynni á svo
eftir að koma í ljós,
en saman eiga þau
tvö börn.
Dánardagur móður erfiður
Líkt og fram hefur komið var Kanye West lagður inn
á sjúkrahús í síðustu viku eftir að hafa feng-
ið taugaáfall, en hann hafði þá aflýst tón-
leikaferðalagi sínu. Talið er að uppsafnað
svefnleysi, streita og álag hafi stuðlað að veik-
indum West, en hann og Kim Kardashian hafa
átt erfitt síðan hún var rænd í París í sumar.
Þeir sem þekkja hann segja þó að dánardag-
ur móður hans í nóvember hafi gert útslagið.
Hún lést árið 2007, en hann gaf sér aldrei al-
mennilega tíma til að syrgja og hefur átt erfitt
í nóvember allar götur síðan. Geðlæknar sem
hafa annast West vonast til þess að hægt verði
að útskrifa hann fyrr en síðar, en hann hefur enn
ekki náð að komast í jafnvægi.
Hildur Knútsdóttir með tvær tilnefningar
Tilnefningar
Fræðirit og
bækur almenns
efnis:
Saga tónlistarinnar
Árni Heimir Ingólfs-
son, Forlagið
Leitin að svarta vík-
ingnum
Bergsveinn Birgisson,
Bjartur
Á hverju liggja
ekki vorar göfugu
kellíngar
Guðrún Ingólfsdóttir,
Háskólaútgáfan
Andlit norðursins
Ragnar Axelsson,
Crymogea
Jón lærði og náttúrur
náttúrunnar
Viðar Hreinsson, Les-
stofan
Dómnefnd: Aðal-
steinn Ingólfsson, for-
maður nefndar, Hulda
Proppé og Þórunn
Sigurðardóttir.
Barna- og ung-
mennabæk :
Vetrarhörkur
Hildur Knútsdóttir,
JPV útgáfa
Doddi : bók
sannleikans!
Hildur Knútsdóttir
og Þórdís Gísladóttir,
Bókabeitan
Íslandsbók barnanna
Margrét Tryggvadóttir
og Linda Ólafsdóttir,
Iðunn
Vargöld : fyrsta bók
Þórhallur Arnórsson
og Jón Páll Halldórs-
son, Iðunn
Vélmennaárásin
Ævar Þór Benedikts-
son, Mál og menning
Dómnefnd: Árni
Árnason, formaður
nefndar, Hildigunnur
Sverrisdóttir og Sigur-
jón Kjartansson.
Fagurbók-
menntir:
Allt fer
Steinar Bragi, Mál og
menning
Ég er sofandi hurð
(Co Dex 1962)
Sjón, JPV útgáfa
Skegg Raspútíns
Guðrún Eva Mínervu-
dóttir, Bjartur
Ör
Auður Ava Ólafsdóttir,
Benedikt bókaútgáfa
Ljóð muna rödd
Sigurður Pálsson, JPV
útgáfa
Dómnefnd: Knútur
Hafsteinsson, for-
maður nefndar, Helga
Ferdinandsdóttir og
Jórunn Sigurðardóttir.
Tvær tilnefningar Hildur Knúts-
dóttir fær tvær tilnefningar í ár í
flokki barna- og ungmennabók-
mennta. Mynd | Hari
Fimmtán verk í
þremur flokkum
tilnefnd til Íslensku
bókmennta-
verðlaunanna
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Tilnefningar til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna 2016
voru kynntar á Kjarvalsstöð-
um í gær, fimmtudag. Um er að
ræða þrjá flokka, en fimm bækur
eru tilnefndar í hverjum flokki.
Verðlaunin sjálf verða afhent um
mánaðamótin janúar-febrúar á
næsta ári eftir að formenn dóm-
nefndanna þriggja, ásamt forseta-
skipuðum formanni, hafa valið
einn verðlauna hafa úr hverjum
flokki. Verðlaunaupphæðin er ein
milljón króna fyrir hvert verð-
launaverk. Verðlaunin voru fyrst
veitt árið 1989. Þetta því í 28.
sinn sem tilnefnt er til verð-
launanna.
Tryggvi Aðalbjörns-son fréttamaður var maðurinn á bak við umfjöllun Kastljóssins um Brúnegg sem vakti
mikla athygli í vikunni. Aðeins
nokkrum klukkutímum eftir
að þátturinn fór í loftið höfðu
stærstu verslanakeðjur landsins
tilkynnt að þær væru hættar að
selja Brúnegg sökum uppljóstrana
sem rekja má til rannsóknarvinnu
Tryggva og Kastljóssins. En hver
er þessi maður?
Tryggvi hóf störf á fréttastofu
RÚV í janúar 2012 og hefur því
starfað þar í tæp fimm ár. Fram að
því hafði hann verið við nám í Los
Angeles í þrjú ár.
„Ég var að læra handritagerð
þar og kláraði grunnnám árið
2011. Svo kom ég beint hingað á
fréttastofuna en ég hafði reyndar
verið að vinna sem fréttaklippari á
RÚV áður en ég fór út í nám,“ segir
Tryggvi sem er þrítugur.
Þetta passar ekki endilega saman,
fréttamennska og kvikmynda
handrit. Eða hvað?
„Þetta tvennt hefur alltaf blundað
í mér, alveg frá því ég var ungling-
ur. Annars vegar kvikmyndagerð
og hins vegar fréttamennska. Það
má segja að ég hafi farið út í námið
og þar með prófað annað en þegar
ég kom heim þá var tími til kom-
inn að prófa hitt. En þetta togast
alltaf á í mér.“
Tryggvi gengur í öll störf á
fréttastofunni eins og tíðkast en
hefur síðustu misseri vakið athygli
fyrir umfjöllun sína um dýra-
verndunarmál. Áður en kom að
Brúneggjum í þessari viku hafði
hann í tvígang vakið máls á stór-
um málum. Vorið 2014 fjallaði
Tryggvi um ólöglegar geldingar
á grísum án deyfingar og í fyrra
fjallaði hann um gyltur sem voru
hafðar á of þröngum básum á ís-
lenskum búum.
Hvað vakti áhuga þinn á dýravel
ferðarmálum?
„Ég fór að kynna mér þetta í byrj-
un árs 2014 og hef verið tiltölulega
meðvitaður um þessi mál síðan.
Ég kynntist þessu að einhverju
leyti þegar ég var í Kaliforníu enda
var umræðan þar kannski aðeins
Vopnafjörður og
New York toga í
Tryggva Aðalbjörns
Fréttamaðurinn Tryggvi Aðalbjörnsson hefur að undanförnu vakið
athygli fyrir umfjöllun um dýraverndunarmál, nú síðast um málefni
Brúneggja í Kastljósi. Tryggvi fékk áhuga á málaflokknum þegar hann
lærði í Los Angeles. Utan vinnunnar leitar hugur hans til Vopnafjarðar,
þar sem fjölskylda hans býr, og til New York, þar sem kærastan býr.
Tryggvi Aðalbjörnsson fréttamaður fékk áhuga á dýravelferðarmálum þegar hann var
í námi í Los Angeles. Mynd | Rut
á undan umræðunni hér á Íslandi.
Þetta varð til þess að maður fór að
velta þessum málum fyrir sér.“
Áhuginn kemur sem sagt ekki frá því
þú varst ungur strákur í sveit?
„Nei, ég er bara úr sjávarþorpi.
Ég hef að vísu verið í sveit og um-
gengist til að mynda sauðfé. Svo
hef ég átt tvo ketti. Nei, mér fannst
þetta nú bara vera efni sem mætti
skoða betur. Umræðan hefur
verið á þá leið að aðstæður hér á
landi séu betri en erlendis. En svo
þegar maður skoðar þetta betur er
myndin aðeins öðruvísi en bæði
maður sjálfur og aðrir hafa viljað
trúa.“
Hvað með tímann utan vinnunnar,
hvað gerirðu þá?
„Ja, ég er alla vega ekkert í golfi
eða fótbolta. Ég reyni að fara aust-
ur á æskuslóðirnar á Vopnafirði
þar sem fjölskylda mín býr. Ég er í
sambandi en kærastan er í námi í
New York. Þannig að það eru bæði
austur og vestur sem toga.“
Jólagjö
fin fæs
t
hjá ok
kur
GLERÁRTORGI | LAUGAVEGI 176 | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
…fjörið 2 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016
Umræðan
hefur verið á
þá leið að aðstæður
hér á landi séu betri
en erlendis. En svo
þegar maður skoð-
ar þetta betur er
myndin aðeins öðru-
vísi en bæði maður
sjálfur og aðrir hafa
viljað trúa.