Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. D E S E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  303. tölublað  104. árgangur  KOMIN HEIM EFTIR BÚSKAP Í FERÐATÖSKU DÝRGRIPUR KOMINN HEIM HÉLDU HEIÐIN JÓL Á VETRARSÓLSTÖÐ- UM Í BROOKLYN ASKUR RÍKARÐS 10 HEIÐINGJAR NEW YORK-BORGAR 12GYÐA VALTÝSDÓTTIR 30 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta var mjög óþægileg lífs- reynsla,“ segir Hilmar Jökull Stef- ánsson, sem var um borð í flugvél á vegum SAS-flugfélagsins, sem lenda átti í Kaupmannahöfn í gær- dag. Vélin átti þó ekki kost á því og ekki heldur að lenda í Malmö í Svíþjóð þar sem hún mætti óvið- ráðanlegum hliðarvindi og varð fyrir eldingu í vinstri væng. „Næstu tvær mínútur voru hræði- legar, vélin flaksaði fram og til baka og hristist öll. Það fór fólk að gráta – þetta var eins og í bíó- mynd þar sem næsta skref var að vélin rifni,“ bætti hann við. Vélinni tókst þó að lenda á dönsku eynni Bornholm rétt áður en stormurinn gekk þar á land. Héldu sig inni í þrjá daga Stormurinn Urd hefur gengið af miklum krafti yfir Skandinavíu undanfarna daga og ágerðist í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í gær. Danskir miðlar greindu frá því að nú þegar væru 13.000 heim- ili rafmagnslaus í suðurhluta Nor- egs. Um miðnætti í gær mældist vindstyrkur á sumum svæðum Danmerkur sem fárviðri, eða yfir 32,6 m/sek. Þá var Eyrarsunds- brúnni lokað í gærkvöldi vegna veðurs. Færeyjar urðu illa úti yfir jólahátíðina en vindhviður á að- fangadag mældust mestar um 70 metrar á sekúndu og eignatjón varð mikið. Rafmagnið fór ítrekað af og þurfti fólk að halda sig inni. „Börnin eru að fara í fyrsta skipti út úr húsi í dag í þrjá daga,“ sagði Baldur Helgi Benjamínsson, sem staddur er í Þórshöfn í Færeyjum. Þá bætti hann við að hann hafi oft upplifað vont veður á Íslandi en þó aldrei eins hvasst og í Færeyjum. Óveður gengur yfir nágrannalönd  Vindstyrkur fór yfir 70 m/sek. í Færeyjum  Flugvél komst í háska við lend- ingu í Malmö  Fárviðri mældist á sumum stöðum í Danmörku við miðnætti MÓveður skekur... »19 Akureyringar fögnuðu því í gær að loksins væri kominn sá snjór að hægt væri að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Margir, ungir sem fullorðnir, lögðu því leið sína í fjallið til leiks í brekkum og einnig var opið í Skarðsdal á Siglufirði. Vegna hlýinda og snjóleysis hafa flest síðasvæði landsins verið lokuð til þessa, en hver veit nema úr sé að rætast, þótt hlákan sem spáð er í dag geti sett strik í reikninginn um tíma. Að leik í skíðabrekkunni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Opnað í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Þetta er auðvitað nýr veruleiki sem við búum við. Hingað höfum við boðið fjöldanum öllum af erlendum gestum og þeir eru fólk eins og við. Það þarf að koma þeim til aðstoðar líka þegar eitthvað bjátar á. Sá tími er liðinn að allir eru heima hjá sér klukkan sex á aðfangadag,“ segir Smári Sigurðsson, formaður Slysa- varnarfélagsins Landsbjargar, spurður um fjölgun verkefna björg- unarsveita vegna aukins fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina og sérstaklega í desember. Veðrið kemur mörgum á óvart Aftakaveður var á Hellisheiðinni og þar í kring í fyrrinótt og voru björgunarsveitir að störfum alla nóttina að bjarga fólki úr bílum. „Við erum einfaldlega með öðru- vísi ökumenn á vegum að vetri til en voru fyrir tuttugu árum. Nú höfum við fleiri ökumenn sem hafa aldrei séð þessar aðstæður áður. Þannig að það getur þurft lítið til að stöðva þá,“ segir Smári og vísar m.a. til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Samfélagið í heild þarf að taka á þessum nýju aðstæðum. Það er ekki hægt að varpa ábyrgðinni á björg- unarsveitirnar einar, sem starfrækt- ar eru fyrst og fremst af sjálf- boðaliðum. Það þarf fleira að koma til og við þurfum meiri þjónustu á vegum landsins. Þetta snýst fyrst og fremst um vandræði í sam- göngum. Það verður að loka vegum tímanlega eða leggja vinnu í að halda þeim opnum þannig að fólk komist um þá.“ Smári viðurkennir þó að Vega- gerðin hafi sýnt viðleitni til að tak- ast á við nýjar aðstæður með lokun vega en segir jafnframt að fleiri stofnanir og aðilar þufi að átta sig á nýjum og breyttum aðstæðum. „Við erum að sjá einhverja við- leitni frá t.d. Vegagerðinni sem hef- ur brugðist við nýjum veruleika með þeim hætti að loka heiðum sem ekki hefði verið gert áður í skaf- renningi.“ »8 Sjálfboðaliða- starf beri ekki eitt ábyrgðina  Verkefnum björgunarsveita fjölgar yfir mánuðina vegna fleiri ferðamanna  Ætla má að formenn stjórn- málaflokka á Alþingi talist við í vikunni þótt ekki sé vitað til þess að formlegar stjórnarmynd- unarviðræður muni hefjast fyrir áramót. „Það er viðbúið að menn ræði saman milli jóla og nýja ársins,“ segir Benedikt Jóhannesson, for- maður Viðreisnar, en hann segir jafnframt enga fundi vera ákveðna eða tímasetningar um viðræður. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pí- rata, segir aftur á móti ekkert vera í kortunum fram að áramótum. „Nei, það verða engar viðræður milli jóla og nýárs,“ sagði hún spurð um mögulegar formlegar eða óformlegar viðræður. Tæpir tveir mánuðir eru frá því kosið var til Alþingis og enn er ekki búið að mynda ríkisstjórn. Viðbúið að formenn ræði saman milli jóla og nýárs  Slysavarnafélagið Landsbjörg mun bjóða upp á lægra verð á flug- eldum samanborið við árið í fyrra. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að gengisbreytingar og samn- ingar flugeldasölunnar við birgja sína geri þetta kleift. Flugeldasalan hefst á morgun, en Landsbjörg mun selja flugelda vítt og breitt um landið. Alls eru um 98 björgunarsveitir undir heildar- samtökunum og verða flugeldar seldir á 111 sölustöðum í öllum landshornum. Félagar björgunarsveitanna hafa unnið að því síðustu daga að koma upp sölustöðunum, en undirbún- ingur staðið yfir allt árið. »14 Boða lægra verð á flugeldum en í fyrra Flugeldar Landsbjörg býst við góðri sölu. Í þeim hlýindum og vatnsveðri sem spáð er í dag má búast við því að hiti á landinu geti á einhverjum stöðum náð allt að 12 stigum. Þetta er mikil hitasveifla, en í gær fór gaddurinn austur á Fagradal niður í alls -8,8 gráður. Þarna munar um 21 stigi og eru slíkar sviptingar ekki mjög algengar. Spáð er að í dag komi kröpp lægð upp að suðurströndinni sem gengur hratt yfir landið. Lægðinni fylgir asahláka svo jólasnjórinn, sem margir biðu eftir, verður vænt- anlega horfinn í kvöld. Verulegar sviptingar verða í veðráttu á landinu í þessari viku og á ýmsu mun ganga. Undir lok vik- unnar verður þó ágætt veður sunn- anlands, kalt og léttskýjað og fínt flugeldaveður á gamlárskvöld fari allt að vonum. »2 Mikil hitasveifla í kortun- um og jólasnjór hverfur  Alls 153 hringdu í Hjálp- arsíma Rauða krossins, 1717, um jólin, það er frá Þorláksmessu til 2. í jólum. „Ástæður sam- tala við okkar fólk eru flest vegna sálræns vanda; það er þunglyndi, kvíði, geðraskanir og félagsleg ein- angrun,“ sagði Hjálmar Karlsson hjá RKÍ. Þörfin fyrir þjónustu Hjálp- arsímans eykst, sbr. að um jólin 2012 voru samtölin 50. Ástæð- urnar eru í stórum dráttum hinar sömu og nú. Margir hringdu í Hjálparsíma RKÍ Margir leita til Rauða krossins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.