Morgunblaðið - 27.12.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016
Sogavegi 3
Höfðabakka 1
Sími 555 2800
HUMAR
LAXAFLÖK
BLEIKJU-
FLÖK
HUMARSÚPA - HUMARSÚPA
SKELFLETTUR HUMAR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Hlýindi, hláka og snjó tekur upp
Jólafönnin mun hverfa í rigningu í dag Mikil hlýindi og rosaveður sem gengur norður yfir
landið Kólnar í vikunni og útlit fyrir gott flugeldaveður „Þetta eru miklar sviptingar“
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gera má ráð fyrir að allan snjó á lág-
lendi taki upp í hlýindum og asa-
hláku sem gengur yfir landið í dag.
Að landinu stefnir nú djúp lægð úr
suðri sem kemur upp að landinu fyr-
ir hádegi og gengur svo norður og
austur yfir landið þegar líða tekur á
daginn. Reikna má með að vindur
verði gjarnan 20-25 m/sek. og hitinn
5-12 stig, þar sem hlýjast verður.
„Þetta eru miklar sviptingar,“
sagði Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur í samtali við Morgun-
blaðið. Strax í
kvöld segir hann
að búast megi við
að eitthvað kólni
á landinu og því
fylgi éljagangur
víða.
Allur er varinn
góður í hlákunni
sem spáð var. Í
gær voru sendar
út viðvaranir þar
sem fólk var hvatt til þess að moka
frá niðurföllum og kjöllurum til þess
að koma í veg fyrir að flæddi inn í
hús, sem valdið getur miklum
skemmdum ef allt fer á versta veg.
Einnig má búast við talsverðum
vatnavöxtum í ám.
Segja má að veðráttan í vikunni
fram undan verði, ef spár ganga eft-
ir, mjög kaflaskipt. Sunnanlands
verður rigning framan af en þar
mun svo kólna þegar líður á vikuna.
Á laugardag, gamlársdag, verður
víðast léttskýjað víðast hvar á sunn-
an- og vestanverðu landinu svo vel
ætti að viðra fyrir flugeldaspreng-
ingar. Þá verður hins vegar komin
allhvöss norðanátt á Norður- og
Austurlandi svo tvísýnt gæti orðið
um um sprengjugamnið þar.
Einar
Sveinbjörnsson
Morgunblaðið/Eggert
Regnhlíf Hún verður sannkallað þarfaþing miðað við veðurspá dagsins.
Íslandsmótið í atskák fór fram í
gær, annan í jólum, og tóku 74 ein-
staklingar þátt. Tefldar voru níu
umferðir eftir svissneska kerfinu
með 10 mínútur plús 5 sekúndna
umhugsunartíma og var teflt í ein-
um flokki.
Það var stórmeistarinn Þröstur
Þórhallsson sem fór með sigur af
hólmi að þessu sinni en auk hans
tóku stórmeistararnir Jóhann
Hjartarson, Helgi Áss Grétarsson,
Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason
þátt í mótinu.
Mótið fór fram úti á Granda eða
nánar tiltekið í húsnæði Hvalaskoð-
unarsafnsins, eða Whales of Iceland,
og hófst klukkan að verða eitt eftir
hádegi í gær og lauk um klukkan
sex að kvöldi til. Það var því heldur
betur skákveisla í boði fyrir áhuga-
sama á annan í jólum enda margir
af sterkustu skákmönnum landsins
að etja kappi við hver annan.
Þröstur meistari í atskák
Alls tóku 74 þátt
í Íslandsmótinu í
atskák í gær
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Atskák Mikil spenna var á mótinu en tefldar voru 9 umferðir.
Konan sem lést í bílslysi við Heiðar-
enda á Héraði 23. desember hét
Wieslawa Bryzik. Hún var búsett á
Sauðárkróki og var 61 árs að aldri.
Slysið varð við brúna á Jökulsá á
Brú. Wieslawa, sem var ein í bílnum,
var úrskurðuð látin á vettvangi.
Lést í bílslysi
við Heiðarenda
Engan sakaði þegar eldur kom upp í lítilli rútu við Hótel Kötlu á Höfða-
brekku í Mýrdal síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í framhluta rútunnar og
barst svo aftur í bílinn sem varð alelda á skammri stundu. Talið er að eld-
fimir vökvar hafi lekið úr bílvélinni og það komið atburðarásinni af stað.
Lögregla rannsakar nú tildrög þessa og málið allt.
„Að rúta sé að brenna eru fréttir sem hljóma háskalega og viðbrögð okk-
ar voru samkvæmt því. Við vorum tíu sem fórum á vettvang á tveimur
slökkvibílum og sprautuðum vatni á rútuna og það tók ekki langan tíma að
ráða niðurlögum eldsins,“ segir Ágúst Bjartmarsson, varaslökkviliðsstjóri
í Vík í samtali við Morgunblaðið.
Rútan er gjörónýt eftir eldvoðann. „Það er ekkert eftir; grindin er á
felgunum og þar sem áður voru sæti standa nú gormar út í loftið,“ segir
Ágúst. Hann telur mildi að vindur stóð frá húsum á Höfðabrekku þegar
eldurinn kom upp. Mannvirki voru því ekki í hættu en illa hefði getað farið
ef reyk og eld hefði lagt að húsum; það er stóru hóteli og öðrum bygg-
ingum. sbs@mbl.is
Rúta gjörónýt eftir eldsvoða við hótel í Mýrdal
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Maðurinn sem lést í bílslysi á Holta-
vörðuheiði 22. desember hét Sigþór
Grétarsson. Slysið varð er jepp-
lingur og fólksbíll skullu saman, en
Sigþór var ökumaður fólksbílsins.
Veður á heiðinni var mjög slæmt,
hálka, krapi og skafrenningur. Far-
þegi og ökumaður jepplingsins
sluppu með lítil meiðsli.
Lést í bílslysi á
Holtavörðuheiði
Börnin láta ekki
bíða eftir sér þó
svo jólahátíðin
hafi verið haldin
hátíðlega um
helgina. Þannig
var nóg að gera á
fæðingardeild
Landspítalans yf-
ir jólin og komu 14 börn í heiminn
yfir hátíðina.
Hafa verður þó þann fyrirvara á
að einhver kríli gætu hafa ákveðið
að koma í heiminn eftir að Morgun-
blaðið fór í prentun.
Nóg að gera á
fæðingardeild Land-
spítalans yfir jólin