Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir ÁRAMÓTATILBOÐ! 1.178.000 Verð frá Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á tæplega 40 starfsárum í lög- reglunni hef ég jafnan reynt að halda þjónustuhlutverki starfsins á lofti. Að sekta fólk fyrir of hrað- an akstur eða eitthvað slíkt er á sinni hátt þjónusta við hinn al- menna borgara. Eftir því sem hin- um háskalegu í umferðinni fækk- ar eykst öryggi annarra,“ segir Theodór Kr. Þórðarson, fráfar- andi yfirlögregluþjónn í Borgar- nesi. Hann á að baki langan feril í lögreglunni en er nú að láta af störfum vegna aldurs. Fer um áramótin í leyfi – en mætir ekki aftur til starfa þótt formleg starfslok séu ekki fyrr en í vor. Lengi var lögregla í Borgar- nesi sjálfstætt embætti sem þjón- aði Borgarfirði en síðar var Döl- unum bætt við varðsvæðið. Með sameiningu embætta í heilum landshluta varð svo til Lögreglan á Vesturlandi í byrjun árs 2015. Fólk í breyskleika sínum „Lögreglustarfið hefur breyst mikið frá því ég byrjaði, þetta er allt annað samfélag en var. Tækjabúnaður og öll aðstaða er betri, en viðfangsefnin eru í sjálfu sér alltaf hin sömu. Oft þarf að sinna fólki í breyskleika sínum og koma til aðstoðar,“ segir Theodór og heldur áfram. „Hér Borgarnesi er umferð- areftirlit svo alltaf stór þáttur í lögreglustarfinu. Hringvegurinn liggur hér í gegn og það kallar á aðstoð og eftirlit. Sem hluti af forvörnum í umferðarmálunum árið 1985 fórum við skipulega að reyna að halda lausagöngu búfjár í skefjum, sérstaklega voru hross- in hættuleg á vegunum í myrkr- inu og urðu oft fyrir bílum. Vöktu lögreglumenn athygli á vanda- málinu með því að smala um 200 útigangshrossum í sínum frítíma og hnýta endurskinsmerki í tagl og fax. Málið vatt uppá sig og í framhaldinu tók Vegagerðin við sér, farið var að girða meðfram vegum og halda þeim girðingum við. Þetta hefur verið viðvarandi áherslumál hjá okkur í langan tíma og það hefur svo sannarlega skilað sér að halda búfénu frá vegsvæðunum.“ Lausatök eru aldrei góð Sameining lögregluliða á Vesturlandi úr þremur í eitt segir Theodór hafa verið gott mál. Þannig hafi bæði náðst fram hag- kvæmni og styrkurinn orðið meiri. „Fyrst eftir sameininguna í byrjun árs 2015 byrjuðum við með sólarhringsvakt sem við þurftum svo að leggja af, en nú standa vonir til að hægt verði að taka þráðinn upp að nýju. Það er mikilvægt; lögregla þarf á öllum tíma að vera í stakk búin til að stíga inn í erfiðar aðstæður og bjarga málunum þegar illa er komið. Lausatökin í lögreglu- störfum eru aldrei góð,“ segir Theodór sem heilt yfir finnst árin 39 ár í lögreglunni hafa verið góður tími sem var fljótur að líða. „Auðvitað situr sitthvað í manni, svo sem að koma að slys- um þar sem börn eiga í hlut. Smátt og smátt kom maður sér upp ákveðnum skráp gagnvart þessu svo jákvæðu málin lifa frek- ar en önnur í minningunni. Mér er til dæmis alltaf minnisstætt þegar ég kom til aðstoðar tveim- ur konum með ungabarn, hér frammi í Melasveit, sem í glóru- lausum byl sátu fastar í bíl. Ég náði að brjótast til kvennanna sem fylgdu mér og sjálfur stakk ég litla barninu inn á mig og bar þannig heim til næsta bæjar – rétt eins og ég væri kengúra með unga í poka á maganum,“ segir Theodór sem finnst tengsl við yngstu borgarana ánægjulegur þáttur í starfinu. Sáttur við allt og alla „Í haust var ég beðinn um að fara í heimsókn í leikskólann á Bifröst í Norðurárdal sem var sjálfsagt. Eftir að hafa fært börn- unum endurskinsmerki og rætt við þau um umferðarreglurnar og þegar komið var að því að kveðja, þá spurði ég hvort þau hefðu ein- hverjar spurningar. Einn dreng- urinn rétti þá upp hönd og sagði: „Teddi lögga, má ég knúsa þig?“ Það var þá víst svokölluð vinavika í leikskólanum og því endaði heimsóknin með hópknúsi. Á leið- inni heim þá fannst mér að þetta væru góð sögulok; að fá knús frá yngsta fólkinu á síðustu metr- unum í starfi sem ég kveð – sáttur við allt og alla.“ Theódór K. Þórðarson lætur af störfum hjá lögreglunni á Vesturlandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lögregla Hef reynt að halda þjónustuhlutverki starfsins á lofti, segir Theódór fráfarandi yfirlögregluþjónn. Má ég knúsa Tedda?  Theodór Kr. Þórðarson er fæddur 1952. Hann hóf störf í lögreglunni árið 1977 og var yfirlögregluþjónn frá 2004.  Hann hefur verið fréttaritari og ljósmyndari fyrir Morgun- blaðið frá 1985. Tekið þátt í leiklistarstarfi og margvígs- legum félagsmálum. Hver er hann? Töluverð umferð hefur verið um Keflavíkurflugvöll yfir jólahátíðina en alls voru komur og brottfarir 172 frá aðfangadegi til miðnættis á annan í jólum. Áætla má að far- þegar sem farið hafa um Keflavík- urflugvöll á þessum tíma séu um 30 þúsund. Á sama tíma fyrir fjór- um árum voru ekki nema 40 brott- farir og komur. Samkvæmt Isavia hafa aldrei farið fleiri farþegar um Keflavíkurflugvöll í desember og í ár. Farþegum sem fóru um Kefla- víkurflugvöll frá 1. til 20. desem- ber fjölgaði um 63,9 prósent milli ára samanborið við 39,8 prósent fjölgun farþega þegar horft er á allt árið. Þetta þýðir að flugvöll- urinn er opinn alla daga ársins og því margir þurft að standa vaktina um jólahátíðina. Auk starfsmanna í verslunum eru auðvitað starfsmenn í far- þegaþjónustu, öryggisleit, tolli, lögreglu, innritun, flugafgreiðslu, snjómokstri, björgunar- og slökkviþjónustu, flugumferðar- stjórn, bílastæðaþjónustu, ræst- ingu og fleiri störfum á vellinum. Þar sem þetta eru margir rekstraraðilar er erfitt að segja til um hversu margir eru við störf á hverjum tíma en það er þón okkuð, þar sem almennt eru það frekar mörg störf sem þarf til þess að halda flugvellinum í gangi. Rúmlega 30.000 á 3 dögum  Aldrei fleiri farþegar farið um Keflavíkurflugvöll í desember en í ár Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðalög Jólahelgin var annasöm á Keflavíkurflugvelli í ár. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Jólaverslunin gekk vel síðustu dag- ana fyrir jól, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Áhyggjur voru meðal kaupmanna um að jólaverslunin myndi þjappast saman á síðustu dagana fyrir jól í ljósi þess að sú breyting var gerð á árinu að nýtt greiðslukortatímabil hófst 22. desember hjá mörgum korthöfum. Upphaf nýs korta- tímabils var því ekki fært fram til 10.-12. desember líkt og venja hefur verið á þessum mikla verslunartíma. „Við báðum Reiknistofu bankanna að fara ofan í saumana á þessu og þeir fullvissuðu okkur um það að kerfið myndi ráða við þetta, sem var raunin. Ég hef ekki heyrt af neinum hnökrum í kerfinu þessa allra síð- ustu daga,“ segir hann. Stærri hluti verlslunar erlendis Spurður um hvernig verslunin hafi gengið almennt, segir Andrés að verslunin haldist í hendur við kaup- mátt. Breyting sé þó í umhverfi verslunarinnar frá fyrra ári. „Netverslun, bæði innlend og er- lend, tekur miklu stærri hluta af kökunni núna. Kreditkortatölur fyr- ir október og nóvember sýna líka að mun stærri hluti verslunarinnar fyr- ir þessi jól hefur farið fram í útlönd- um,“ segir Andrés, en hann segir að skýringin gæti falist í auknu fram- boði flugfara til og frá landinu. Verslunardagurinn „Black Friday“ hefur einnig sett mark sitt á jólaverslunina að sögn Andrésar og dreifist hún því enn frekar á októ- ber- og nóvembermánuð, saman- borið við fyrri ár. Afnám tolla lækkar verð Andrés segir að merkja megi lækkun á vöruverði vegna afnáms tolla á fatnaði og skóm síðustu ára- mót. Lækkunin hafi haft áhrif á jóla- verslunina. „Allar mælingar sem við höfum gert sýna það að það hefur orðið eðlileg verðlækkun á þessum vörum þegar allar breytur eru teknar inn í myndina. Það má ekki gleyma því að innlendar kostnaðarhækkanir hafa verið gífurlegar á þessu ári og launa- vísitalan hefur hækkað á tíu til tólf mánuðum um tíu prósent. Það má ekki gleyma því að þessir hlutir hafa bein áhrif á verð á vörum og þjón- ustu,“ segir hann. Jólaverslunin gekk áfallalaust  Breytt kortatímabil hafði ekki áhrif Morgunblaðið/Eggert Verslun Aukinn kaupmáttur skilar aukinni verslun að sögn Andrésar. Sýningin Eld- heimar í Vest- mannaeyjum eru meðal áhugaverðustu uppgötvana í ferðaþjónust- unni á árinu 2016, skv. um- fjöllun breska blaðsins The Guardian. Einn- ig eru tilefndir staðir í Taílandi, Kenya, Kanada, Kína, Spáni og Portúgal. Í umsögn kemur fram að Eld- heimar hafi allt sem gestir geti óskað sér á safni. Sagan af gosinu 1973, uppgröftur húsa og marg- miðlunartækni spili vel saman. Eldheimar vekja áhuga The Guardian Eldheimar Þykja einstakir í sinni röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.