Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 27.12.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 Líta má svo á að Bretland sé öfl-ugasta ríki ESB. Er þá horft á heildarmyndina, efnahaginn, al- þjóðlegt bankakerfi þess, hern- aðarmátt, þétt tengsl við Banda- ríkin og samveldislönd og áhrifin sem felast í því að vera upp- sprettuland tungu- málsins sem heim- urinn brúkar helst sameiginlega, ekki síst í alþjóðlegum viðskiptum.    Því er undur að sjá hversugrímulaust Bretum skal refs- að fyrir það eitt að vilja hverfa út úr þessum „félagsskap fullvalda ríkja“.    Sú mynd má vera mikill skólifyrir „örríkin“ eins og Bruss- elveröldin uppnefnir þau.    Viðskiptablaðið segir frá eftir-tektarverðum sjónarmiðum: Mervyn King, fyrrum seðlabanka- stjóri Bretlands, telur ákveðin tækifæri felast í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta sagði King í útvarpsviðtali á BBC í morgun.    Hann sagði að Brexit væri ekki„endalok heimsins“ fyrir Breta þótt umskiptin yrðu ekki auðveld enda áskoranirnar marg- ar. Raunveruleg tækifæri fælust í því að standa fyrir utan Evrópu- sambandið. Í því sambandi nefndi hann sérstaklega umbætur í land- búnaðarkerfinu og aukið samstarf við Írland.    Að standa fyrir utan frekar mis-heppnað Evrópusamband, sérstaklega í efnahagslegum skiln- ingi, veitir okkur tækifæri en veld- ur okkur auðvitað líka pólitískum erfiðleikum,“ sagði King. Mervyn King Skjóta öðrum skelk í bringu STAKSTEINAR Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is Baðvörur fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl. Veður víða um heim 26.12., kl. 18.00 Reykjavík -1 snjókoma Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri -1 skýjað Nuuk -25 heiðskírt Þórshöfn 5 léttskýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skúrir Stokkhólmur 4 súld Helsinki 3 heiðskírt Lúxemborg 5 léttskýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 6 léttskýjað Glasgow 6 skúrir London 7 heiðskírt París 9 léttskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 skúrir Berlín 7 léttskýjað Vín 9 skýjað Moskva -1 alskýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 16 heiðskírt Róm 12 heiðskírt Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal -12 alskýjað New York 0 skýjað Chicago 9 skýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:36 ÍSAFJÖRÐUR 12:09 15:00 SIGLUFJÖRÐUR 11:53 14:41 DJÚPIVOGUR 11:02 14:56 „Aðgerðirnar gengu vel, því bæði þurfum við að koma fólki til byggða og færa bíla af veginum til að fyrir- byggja óhöpp,“ segir Tryggvi Hjört- ur Oddsson hjá svæðisstjórn björg- unarsveitanna á Suðurlandi. Af- takaveður var á Hellisheiði og þar í kring í fyrrinótt svo nokkrir bílar festust og í Þrengslunum varð tveggja bíla árekstur. Engan sakaði þar. Í ljósi að- stæðna þótti rétt að loka leiðinni úr höfuðborginni og austur fyrir fjallð. Frá því um mið- nætti og fram undir morgun voru björgunarsveitarmenn við lok- unarslá sem í Reykjavík er á Norð- lingaholti – og að austan var Hellis- heiðinni lokað við Hveragerði og Þrengslunum í Skógarhlíð, nærri Þorlákshöfn. Nærri 25 björgunar- sveitarmenn komu að þessu verkefni á vakt sem var bæði löng og ströng. „Lokun á veginum eins og æ oftar hefur verið gripið til síðustu árin, þegar veður er slæmt og færð að spillast, sannar gildi sitt,“ segir Tryggvi Hjörtur. „Það fólk sem við fórum til að aðstoða á fjallinu og bíl- arnir sem draga þurfti burt náðu þangað áður en veginum var lokað. Hefði ekki komið til hennar hefði sennilega talsverður fjöldi komist í vandræði og þurft að ræsa út meiri mannskap í björgunaraðgerðir. Þá er samkomulag milli björgunar- sveita og Vegagerðar um að vera á vakt við lokunarpóstana og það skil- ar sveitunum tekjum. Ávinningurinn af því að loka vegum við verstu að- stæður er því margþættur.“ sbs@mbl.is Lokun á vegi sannar gildi sitt  Björgunaraðgerðir að næturlagi á Hellisheiði og í Þrengslum  Aftakaveður og ófærð  Þrír lokunarpóstar voru mannaðir að ósk Vegagerðarinnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stopp Hingað og ekki lengra í Norðlingaholti við Reykjavík. Lokun fyrir vegi. Tryggvi Hjörtur Oddsson „Það var krapasull á veginum og þannig missti ég stjórnina á bílnum. Sá hvað verða vildi og því sveigði ég út af veginum og að fjallshlíðinni. Þar lenti bíllinn á grjóti, tók svo snúning, endaði á hvolfi og þannig sátum við í loft- inu, hangandi í beltunum,“ segir Jón Gunnarsson alþingismaður. Þau Jón og Halla Ragnars- dóttir voru í Almenningum, hættu- legum vegarkafla skammt vestan við Strákagöng þegar framangreint óhapp varð um eftirmiðdaginn á jóla- dag. Þau voru þá á leiðinni í fjöl- skyldu- og jólaheimsókn til Siglu- fjarðar og voru á litlum Toyota- jeppa. Sá er mikið skemmdur eftir óhappið; meðal annars dældaður á húsi og þaki. „Ég var á lítilli ferð og bíllinn á góðum dekkjum. Það bjarg- aði miklu en auðvitað skiptir mestu að við erum ómeidd,“ sagði Jón við Morgunblaðið. sbs@mbl.is Missti stjórn í bílnum í krapa á veginum  Endaði á hvolfi í Almenningunum Velta Bíllinn er talsvert skemmdur. Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.