Morgunblaðið - 27.12.2016, Page 12

Morgunblaðið - 27.12.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Sífellt fleiri í Norður-Ameríku og Evrópu takaupp heiðna siði sem byggjaá ásatrú. Oftast eru þetta litlir hópar fólks sem búa í raun til sín eigin trúarbrögð byggt á því sem þau lesa í Snorra-Eddu, Heimskringlu og víðar. Hver hópur túlkar hlutina á sinn veg og fyllir upp í heimildaskarðið með sínum eigin hætti. Einn af þessum hópum kallar sig New York City Heathens eða Heiðingjar New York-borgar. Hóp- urinn hittist mánaðarlega til að ræða heiðna siði og norræn goð, en hann hittist einnig yfir hátíðir og er jólablótið þeirra stærst. Hópurinn samanstendur af litlum kjarna fólks sem býður vin- um og öðru ásatrúarfólki að gleðj- ast með sér. Blaðamaður flokkast sem vinur og fékk að njóta þessara sérstöku hátíðarhalda þar sem nor- ræn fortíð tekur yfir bandaríska nú- tíð eina langa nótt. Að festa hendur á orku goðanna „Við byrjuðum hátíðarhöldin í dag kl. 16.30 við sólarlag og þau munu standa fram á morgun þegar sól rís á ný,“ útskýrir Ethan Stark, en hann ásamt Eriku Palmer, Paul Mercurio og Ryan Androsiglio, myndar kjarna hópsins. Ethan er í lopapeysu með Þórshamarinn Mjölni og galdrastafinn Ægishjálm um hálsinn og hefur látið húðflúra galdrastafinn Vegvísi á upphand- legginn. „Með þessu jólablóti viljum við fagna komu ljóssins á þessum dimmasta degi ársins. Við kveikjum á þrettán kertum sem tákna þær 13 nætur sem jólin standa. Og í hvert skipti sem við blótum í kvöld og í nótt kveikjum við á nýju kerti. Við byrjum á að blóta Frigg sem er gyðja verndar og fjölskyldunnar til að fá viðeigandi andrúmsloft.“ Ethan segir að það sé mjög misjafnt í hvaða ljósi hvert og eitt þeirra sjái norrænu goðin og gyðj- urnar og hvað þau fái út úr trú- ariðkuninni. „Sum okkar trúa að goðin séu til í annarri vídd, sum okkar sjá erkitýpur sem standa fyrir viss gildi sem við viljum tileinka okkur, en Jólablót í Brooklyn Í gamalli blokk í Brooklyn safnaðist fólk saman á vetrarsólstöðum og hélt heiðin jól. Þau kveiktu á þrettán kertum einu af öðru í gegnum nóttina og vöktu fram að sólarupprás. Meðan á þessum löngu hátíðarhöldum stóð var étið, sungið, kveðið, blótað og sest að sumbli. Óðinn Ethan hefur fundið sig í ásatrúnni, leitar visku með Óðin sér við hlið. Hundar eru yfirleitt ekki í essinu sínu um áramótin þegar mannfólkið fagnar nýju ári með flugeldum eins og enginn væri morgundagurinn. Næmni fyrir hljóðum er algengasta vandamál hunda og því er ekki bara gamlárskvöld martröð heldur líka dagarnir á undan, því fólk tekur gjarnan forskot á sæluna og byrjar að sprengja strax eftir jólin og held- ur jafnvel áfram fyrstu dagana í jan- úar. Á vefsíðunni hundasamfelagid.is er hundaeigendum gefin nokkur góð ráð til að gera ferfætlingunum lífið bærilegra á þessum erfiðu tímum. Raunar er þeim ráðlagt að nýta allt árið í þjálfun, t.d. með því að spila flugeldahljóð smám saman hærra og hærra og jafnframt venja hundinn við alls kyns hljóð og gefa honum nammi strax eftir að hljóðin byrja. Best er að fara með hundinn á nýja staði og tengja upplifunina nammi og vellíðan. Þessa dagana ættu hundaeig- endur að vera tilbúnir með box af þurru nammi og setja eina lúku á gólfið um leið og flugeldur springur. Hundarnir kætast mjög þegar þurrt nammið skýst um öll gólf og með tímanum fara þeir að búast við nammi þegar þeir heyra sprengju- hljóð og hætta að vera hræddir. Að- alatriðið er að gefa hundunum skemmtileg verkefni meðan á lát- unum stendur. Á vefsíðunni er bent á róandi lykt- arhormón og vesti sem hjálpar hundum að slaka á í erfiðum að- stæðum. Ef þess er nokkur kostur ættu hundaeigendur ekki að skilja hund- inn eftir einan um áramótin. Heima- við er mikilvægt að hafa glugga lok- aða og hurðir læstar. Ef mikið ráp er á fólki er best að setja upp hlið til að varna hundinum útgöngu eða hafa hann fastan í taumi. Best er að gefa hundinum vel að borða og gæta þess að hann sé búinn að pissa og kúka áður en lætin byrja. Hundar vilja vera hjá eigendum sín- um þegar þeir eru hræddir og því er ekki ráðlegt að loka hann einan inni í herbergi. Hins vegar getur hann verið inni í herbergi ef heimilisfólk skiptist á að vera hjá honum. Þar þyrftu þá helst að vera þykk glugga- tjöld, ljósin kveikt og tónlist. Vefsíðan www.hundasamfelagid.is Morgunblaðið/RAX Næmni fyrir hljóðum Hundar þurfa sérstaka umönnun á gamlárskvöld. Hillir undir slæma hundadaga Þótt jólasveinarnir fari óðum að halda til síns heima, eru flestir þeirra enn á kreiki, hressir og sprækir. Ekki er ólíklegt einhverjir verði á stjái í Öskjuhlíðinni í dag, hugsanlega eftir að skyggja tekur. Krakkarnir í Ferða- félagi barnanna sem kl. 17.30 í dag, 27. desember, leggja upp í blysför frá bílastæðinu við Nauthól í Nauthóls- vík, rekast mögulega á þá á göngu sinni um dimma skógarstíga Öskju- hlíðar. Allir sem vilja, fá blys og svo er gengið fylktu liði um hlíðina. Söngur og gleði ræður ríkjum eins og ævin- lega í þessum skemmtilega félags- skap. Þátttaka ókeypis og allir vel- komnir. Ekkert að panta, bara mæta, vel búin og koma með góða skapið. Helsta markmið Ferðafélags barnanna er að hvetja börn og for- eldra til útiveru og samveru í náttúru landsins og fá þannig öll börn til að upplifa sanna gleði í náttúrunni og upplifa leyndardóma umhverfisins. Ferðir Ferðafélags barnanna eru farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra. Ferðafélag barnanna Blysför um dimma skógarstíga og jólasveinar á kreiki Morgunblaðið/Árni Sæberg Ganga Allir sem vilja fá blys og síðan verður gengið fylktu liði um hlíðina. Skannaðu kóðann til að lesa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.