Morgunblaðið - 27.12.2016, Side 18

Morgunblaðið - 27.12.2016, Side 18
Bitcoin hefur hækkað hratt  Heildarvirði bitcoin rauf 14 millj- arða dala múrinn á fimmtudag Á flugi Á árinu hefur bitcoin ríflega tvöfaldast í verði gagnvart dalnum. Rafmyntin bitcoin hefur styrkst mikið að undanförnu en um helgina kostaði ein bitcoin-mynt 905 dali og hefur verð bitcoin ekki verið hærra síðan 2014. Hæst fór verð bitcoin nálægt 1.150 dölum í desember 2013 en lækkaði skarplega í framhaldinu og hélst í námunda við 250 dala mark- ið fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2015. Síðan þá hefur myntin styrkst nokkuð jafnt og þétt, með stöku kippum. Hefur verð bitcoin-mynta, mælt í dollurum, meira en tvöfaldast á þessu ári. Þá hefur heildarvirði bitcoin-mynta í umferð aldrei verið hærra og er núna röskir 14 millj- arðar dala, sem er á við meðal- markaðsvirði fyrirtækjanna sem mynda FTSE 100-hlutabréfavísitöl- una. Brexit, Kína og ógildir seðlar Breska blaðið Guardian bendir á að styrkingu bitcoin megi að hluta tengja við veikingu kínverska ren- minbísins, en mjög virkur mark- aður með bitcoin er í Kína og sumir þar í landi sem nota rafmyntina til að fara á svig við gjaldeyrishöft stjórnvalda. Þá efldist bitcoin líka þegar niðurstöður Brexit- atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir í sumar. Einnig er talið að aðgerðir ind- verskra og venesúelskra og stjórn- valda, sem nýlega ógiltu útbreidda peningaseðla, hafi haft styrkjandi áhrif á bitcoin. Loks virðist að bæði almenningur og fjárfestar um allan heim nýti rafmyntina í vaxandi mæli sem skjól til að geyma verð- mæti á pólitískum óvissutímum. ai@mbl.is 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016 Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is STURTUKLEFAR Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Blaðamenn Financial Times hafa það fyrir sið í lok hvers árs að taka saman lista yfir fjárfestingar- ákvarðanir sjóðs sem hefði getað séð þróun markaða fyrir. Sjóður- inn hefur fengið nafnið Hindsight Capital og gæti því á íslensku kall- ast Eftirhyggjusjóðurinn. Reglur sjóðsins eru einfaldar: hann fjárfestir ekki í hlutabréfum einstakra félaga, hann má taka skortstöðu en fjárfestir ekki með lántöku, og má ekki breyta fjár- festingum sínum nema einu sinni á miðju árinu. Grætt á óförum Argentínu Eftirhyggjusjóðurinn byrjaði á að veðja á gengi argentíska pesó- ans, sem hefur veikst mikið, gagn- vart brasilíska realnum, sem hefur styrkst leifturhratt, og hagnaðist um 43,5% á þeim viðskiptum. Þá keypti sjóðurinn brasilísk hluta- bréf en tók skortstöðu í vísitölu hlutabréfamarkaðarins í Sjanghaí, og hagnaðist þar um samtals 92,6% reiknað í dölum. Einnig sá sjóðurinn sér leik á borði með því að selja pund og kaupa bitcoin, og nam ávöxtunin af þeim viðskiptum 118%. Eftirhyggjusjóðurinn tók skort- stöðu í S&P 500 fram að miðju árinu en keypti bandarísk ríkis- skuldabréf. Hann fór svo í þver- öfuga átt frá og með 1. júlí með hlutabréfakaupum og skortstöðu í ríkisskuldabréfum og græddi á því 40,6%. Bankar, málmar og kol Lék sjóðurinn sama leik með því að kaupa góðmálma en taka skort- stöðu í iðnmálmum og víxla á miðju árinu. Útkoman var 53,6% ávöxt- un. Sjóðurinn keypti hlutabréf bandarískra banka um leið og hann tók skortstöðu í bönkum á evru- svæðinu og hagnaðist um 34,6%. Mesta ávöxtun var samt að fá með því að veðja á kolaorku og gegn hreinum orkugjöfum. Með skortstöðu í S&P Global Clean Energy-vísitölunni og kaupum á Stowe Global Coal-vísitölunni ávaxtaði Eftirhyggjusjóðurinn fé sitt um 155,7%. ai@mbl.is AFP Gróði Á NYSE. Margir myndu vilja fjárfesta eins og Eftirhyggjusjóðurinn. Viðburðaríkt ár hjá Eftirhyggjusjóðnum  Hefði stórgrætt á að veðja á kolaorku Kínversk stjórnvöld hafa sektað General Motors um 29 milljónir dala vegna brota á reglum um auðhringamyndun. GM, sem er stærsti bílaframleiðandi Banda- ríkjanna, er gert að sök að hafa refsað bílaumboðum sem seldu bíla undir því lágmarksverði sem bílaframleiðandinn hafði ákveðið. Bloomberg segir þetta í fyrsta skipti sem GM er sektað í Kína, en fyrirtækið er næststærsti er- lendi bílaframleiðandinn á kín- verska markaðinum, á eftir VW. ai@mbl.is AFP Deilur Höfuðstöðvar GM í Detroit. GM fær háa sekt í Kína Um áramót taka gildi breytingar á tekjuskattþrepum einstaklinga. Verður miðjuþrepið fellt niður og lægra skattþrepið lækkar úr 22,68% niður í 22,5%. Efra þrepið helst óbreytt í 31,8% og miðast við árstekjur yfir rösklega 10 millj- ónum króna. Einnig hækkar persónuafsláttur í samræmi við vísitölu neyslu- verðs. Kemur þetta fram í frétt sem birt var á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Frá ára- mótum verður persónuafsláttur 634.880 kr. á ári sem er 1,9% eða 11.838 kr. hækkun milli ára. Þá hækka skattleysismörk um 2,7% þegar nýtt ár gengur í garð. ai@mbl.is Miðjuþrepið fellt niður Morgunblaðið/Þorkell Krónur Lægra skattþrepið mun lækka um brot úr prósenti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.