Morgunblaðið - 27.12.2016, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það hefurágerst áliðnum ár-
um að hinn þögli
meirihluti hafi
orðið undir vegna
ákafs minnihluta
sem ekki sýnir sömu hófstill-
ingu og meirihlutinn. Þögli
meirihlutinn er, eins og nafn-
giftin ber með sér, ekki mikið
fyrir að hafa sig í frammi eða
ýta skoðunum sínum upp á
aðra. Ákafi minnihlutinn er
annarrar gerðar. Hann telur
sig hafa rétt fyrir sér í einu og
öllu og að skoðanir hans eigi
ekki aðeins að gilda fyrir hann
heldur einnig fyrir alla aðra.
Og hann linnir ekki látum fyrr
en hann hefur orðið ofan á,
sem er iðulega ekki erfitt þar
sem fyrirstaðan er lítil.
Eitt dæmi um þetta eru
heimsóknir ungmenna í
kirkjur á aðventunni. Þögla
meirihlutanum þykir sjálfsagt
að börn sín fari í kirkjur á að-
ventunni en ákafa minnihlut-
anum hefur tekist að koma því
þannig fyrir að skólar hika
mjög við að senda börn í svo
sjálfsagðar heimsóknir. Kirkj-
an heldur sömuleiðis að sér
höndum af ótta við að kalla yf-
ir sig gagnrýni ákafamann-
anna.
Biskup Íslands, Agnes Sig-
urðardóttir, kom inn á þetta í
predikun sinni í Dómkirkjunni
á jóladag og sagði meðal ann-
ars: „Undanfarin ár hefur
upphafist mikil umræða í þjóð-
félaginu um fræðslutilboð
kirkjunnar. En eitthvað ber á
þreytu í umræðunni síðustu
daga um þá nei-
kvæðni sem birtist
víða t.d. um skóla-
heimsóknir
barna.“
Sem dæmi um
þetta vitnaði hún í
grein Einars Kárasonar rit-
höfundar, sem hafi sagt: „Það
hefur verið dálítið merkilegt
að fylgjast með mikilli
hneykslun margra að und-
anförnu yfir kirkjuheimsókn-
um barna. Það er að segja því
hversu fáheyrt sumum virðist
finnast að krakkar heimsæki
kirkjur; tónninn er stundum
eins og ólögráða unglingar séu
tældir inn á vafasamar búllur,
spilavíti eða sellufundi öfga-
hreyfinga og aðra slíka staði
sem þeim eru ekki ætlaðir. En
í sannleika sagt þá væri dálítið
undarlegt ef íslensk börn
kæmu ekki í kirkjur.“
Vonandi er það rétt hjá
biskupi að neikvæða umræðan
um kirkjuheimsóknir barna sé
að verða þreytt. Þó ekki væri
nema vegna menningar-
sögulegs gildis kirkjunnar hér
á landi ættu íslensk börn fullt
erindi í kirkjur landsins til að
kynna sér þær, sögu kristn-
innar og þann boðskap sem
kirkjan er reist á. Og boð-
skapur kristinnar kirkju á
fullt erindi til íslenskra barna
ekki síður en annarra. Það er
fjarstæðukennt að hið góða
orð geti á einhvern hátt skað-
að æsku landsins og lítill hóp-
ur ákafamanna á ekki að fá að
hindra ungmenni í að kynnast
öllu því góða sem kirkjan hef-
ur upp á að bjóða.
Sjálfsagt er að börn
heimsæki kirkjur,
hitti presta og
kynnist kristinni trú}
Þögli meirihlutinn
Vefþjóðviljinnvísar í gögn
af vefsíðunni Our
World in Data,
sem nokkrir ein-
staklingar við Ox-
ford-háskóla halda
úti. Á síðunni er að finna at-
hyglisverðar upplýsingar um
þróun nokkurra mikilvægra
mála á síðustu tveimur öldum.
Þróunin er með ólíkindum já-
kvæð og þarf raunar ekki að
horfa 200 ár til baka. Síðustu
öldina, jafnvel síðustu áratugi,
hafa orðið alger umskipti í að-
stæðum mannkynsins.
Ef horft er á sárustu fátækt
hefur hún síðustu öldina
minnkað gríðarlega. Fyrir
einni öld bjuggu um 80%
manna við sára fátækt, nú er
þetta hlutfall komið undir
10%. Vissulega er enn verk að
vinna, en full ástæða er til að
fagna þróuninni.
Svipaða sögu er að segja af
lestrarkunnáttu. Fyrir um öld
kunnu 20% mann-
kyns að lesa, nú er
þetta hlutfall kom-
ið í 85% og fer
vaxandi.
Fyrir einni öld
dó þriðja hvert
barn á fyrstu fimm árum ævi
sinnar. Nú er það um það bil
eitt barn af hverjum 24 sem
hlýtur þessi örlög.
Árið 1916 var lýðræðislegt
stjórnarfar hjá 14% mann-
kyns, nú býr meirihlutinn,
56%, við slíkt stjórnarfar.
Um leið og eðlilegt er að
sjónir manna beinist frekar að
því sem aflaga fer – fréttir
bera þess til dæmis mjög
merki – þá er nauðsynlegt að
missa ekki sjónar á því að
þróunin er almennt jákvæð.
Við höfum það betra, erum
betur menntuð, lifum lengur
og höfum meira um eigið líf
að segja en nokkru sinni fyrr.
Allt er þetta mjög þakkar-
vert.
Okkur, þar með talið
fjölmiðlum, hættir
til að gleyma okkur í
því sem aflaga fer}
Þakkarverð þróun
Þ
etta ætlar að verða kostnaðarsamt
ár, þegar litið er til brottfalls
frægra einstaklinga sem hafa
fylgt manni í áratugi. Fólk kvart-
ar enda hástöfum og biður árið
2016 náðarsamlegast að láta gott heita og hafa
sig á brott án frekara mannfalls. Sé að gáð
voru dauðsföllin þó misóvænt í reynd, þó það
sé alltaf sjónasviptir að þeim sem hafa birst
okkur hinum sem ósnertanlegir hálfguðir. En
Leonard Cohen var kominn vel á níræðis-
aldur, David Bowie hafði verið helsjúkur af
krabba (hann sagði það bara engum) og þann-
ig mætti áfram telja. Allt fram streymir og á
skal að ósi stemma. Jafnvel glæsilegustu gigg
taka enda.
En það var átakanlegt að sjá á bak George
Michael aðeins 53 ára, en hann lést á jóladag.
Hann hefði átt að eiga eitthvað inni þó að þunglyndi,
lyfjaát og minnimáttarkennd hafi plagað hann með
hléum síðasta aldarfjórðunginn. Michael var ósvikið séní,
bæði hvað varðaði lagasmíðar og textagerð, og þó undir-
ritaður hafi verið Duran Duran-megin í tilverunni á ár-
unum 1982-1985 þá varð því aldrei neitað að gaurinn gat
sungið flestum betur, hann kunni að klæða sig og greiða.
Maður tók ósjaldan punkta þegar hann skipti um stíl og
bætti við í framhaldinu við eigin stílabók.
Það háði George Michael að brjótast til frægðar með-
an samkynhneigð var enn litin hornauga í bransanum, og
hann hélt sig því framan af í skápnum, með tilheyrandi
sálarflækjum. Í dag skiptir það réttilega ekki
nokkru máli og tónlistarfólk getur náð ár-
angri burtséð frá því hver kynhneigð þess er.
Auk þess gekk honum illa að finna sér fjöl eft-
ir aldamótin, endurnýja sig eftir því sem árin
færðust yfir, ef svo má segja, og hann hélt sig
í auknum mæli til hlés. Hann hefði átt að
leggja alfarið í djass-skotið melódíupopp sem
fór honum alltaf framúrskarandi vel, þá má
ljóst vera að honum hefði vel farnast. Ímynd-
ið ykkur 12 laga plötu af lögum í líkingu við
Kissing a Fool, Cowboys and Angels og Fast-
love. En heimurinn getur farið jafnómjúkum
höndum um fræga fólkið þegar á móti blæs,
eins og hann er því góður þegar byrinn er í
bakið. Bransinn er líka fljótur að bregða fyrir
þig fæti ef þú ert ekki til í að leika eftir regl-
unum. Þessu fékk okkar maður að kynnast
þegar hann vildi brjótast úr hjartaknúsarahlutverkinu
og gerast alvarlegur tónlistarmaður. Útgáfufélag hans,
Sony, hélt nú ekki og úr varð áralöng barátta þeirra í
millum. Hver man ekki pilluna sem hann sendi Sony í
myndbandinu við Fastlove árið 1996, þegar í nærmynd
sjást – í örstutta stund – heyrnartól sem á stendur
“Fony“ í auðþekkjanlegri leturgerð Sony? Snyrtilegur
rýtingur undir rós.
En George Michael syngur ekki fleiri ný lög hérna
megin og ekki annað í boði en að vísítera plötusafnið sem
hann skildi eftir. Nú blasir manni við hvað átt hefur.
jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Deyr fé, deyja stjörnur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ný úttekt Byggðastofnunar varpar
ljósi á hvernig atvinnutekjur ein-
staklinga hafa þróast eftir ein-
stökum byggðarlögum og svæðum
landsins og svo í atvinnugreinum
allt frá hruninu árið 2008. Þar kem-
ur í ljós að samanlagðar atvinnu-
tekjur einstaklinga í fyrra voru
tæpir 980 milljarðar kr. og að raun-
virði voru tekjurnar ríflega pró-
senti hærri en þær voru hrunárið
2008. Á sama tíma hefur hins vegar
íbúum landsins fjölgað um rúmlega
5%. „Atvinnutekjur á hvern íbúa
eru því enn nokkuð lægri en þær
voru árið 2008, fyrir hrun,“ segir í
skýrslu Byggðastofnunar.
Meðal þess sem kom í ljós er
að atvinnutekjur hækkuðu mest á
Suðurnesjum og á Suðurlandi en
einnig nokkuð á Norðurlandi eystra
á þessu tímabili frá hruni og til loka
síðasta árs. Á sama tíma stóðu þær
í stað á höfuðborgarsvæðinu og
Vesturlandi en drógust saman á
Vestfjörðum, Norðurlandi vestra
og Austurlandi.
Upplýsingarnar sem birtar eru
í skýrslunni eru byggðar á sér-
vinnslu Hagstofunnar fyrir
Byggðastofnun úr staðgreiðsluskrá
Ríkisskattstjóra. Samanburðurinn
sýnir staðgreiðslutekjur ein-
staklinga, laun og reiknað endur-
gjald en aðrar tekjur, s.s. greiðslur
úr lífeyrissjóðum og bætur, eru
ekki meðtaldar.
Ef rýnt er í tölurnar um
tekjuþróunina kemur í ljós að þær
hafa verið mjög breytilegar innan
landshluta og jafnvel er mismunur
á atvinnutekjum fólks milli byggða
sem liggja þétt saman. „Á höfuð-
borgarsvæðinu varð samdráttur í
Reykjavík og á Seltjarnarnesi, en
aukning á atvinnutekjum í öðrum
sveitarfélögum á svæðinu. Á Suður-
nesjum er svipaða sögu að segja
þar sem mikil aukning varð í
Grindavík, nokkur í Reykjanesbæ
en samdráttur í hinum sveitarfélög-
unum þremur,“ segir m.a. í niður-
stöðunum.
Fleiri dæmi benda til verulegs
munar á atvinnutekjum eftir
byggðum landsins. Þannig má t.d.
rekja nær alla aukningu atvinnu-
tekna á Norðurlandi eystra á þess-
um árum frá hruni til Eyjafjarðar-
svæðisins á meðan Þingeyjar-
sýslurnar rétt halda sínu.
Minnkuðu um 60 milljarða
Ekki kemur á óvart að mestur
samdráttur varð á atvinnutekjum
fólks á milli áranna 2008-2015 í
byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð og í fjármála- og vá-
tryggingastarfsemi. Atvinnutekjur
einstaklinga í þessum greinum
minnkuðu samtals um rúma 60
milljarða kr. ef seinasta ár er borið
saman við árin þegar mest var.
Aukningin dreifist hins vegar á
fleiri greinar. Þar eru helstar veit-
inga- og gistirekstur, fiskvinnsla,
leigustarfsemi og ýmis sérhæfð
þjónusta, flutningar og geymsla
sem allar tengjast ferðaþjónust-
unni fyrir utan fiskvinnsluna. Sam-
tals nemur aukning í þessum grein-
um 52 milljörðum kr. á umræddu
tímabili að því er fram kemur í
skýrslunni.
Bent er á að atvinnutekjur í
sjávarútvegi árið 2015 voru yfir 80
milljarðar kr. Þar af er hlutur fisk-
vinnslunnar 33,7 milljarðar kr. At-
vinnutekjur í greininni í heild juk-
ust á árunum 2008-2015 um 13,2
milljarða kr. eða tæp 65%.
Aukningin var hægfara fyrstu
þrjú árin eftir hrun, en varð mjög
mikil á árunum 2012 og 2015 þegar
atvinnutekjur af fiskvinnslu jukust
um 21% og síðan um 17% hvort ár.
Á sama tímabili áætlar Hagstofa
Íslands að starfsfólki í fiskvinnslu
hafi fjölgað úr 2.500 í 3.200 eða um
28%.
Ólíkar tekjur milli
byggða og greina
Atvinnutekjur eftir landssvæðum
Breyting 2008-2015 í milljónum kr.
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
-2.000
He
im
ild
:A
tv
in
nu
te
kju
r2
00
8-
20
15
ef
tir
at
vin
nu
gr
ei
nu
m
og
sv
æ
ðu
m
,B
yg
gð
as
to
fn
un
Alls
11.613
2.094
9.519
4.199
-446 -257
2.727
-956
4.163
67
Höfuð-
borgar-
svæðið
Lands-
byggðin
Suður-
nes
Vestur-
land
Vest-
firðir
Norð-
vestur-
land
Norð-
austur-
land
Austur-
land
Suður-
land
Athyglisvert er að skoða þró-
un atvinnutekna í fiskveiðum
á raunvirði á því tímabili sem
liðið er frá hruninu. Verðmæti
þeirra fór upp um 11 milljarða
kr. á fyrri hluta tímabilsins og
síðan niður um 10 milljarða
kr. að þvi er fram kemur í
skýrslunni. Í upphafi tímabils-
ins voru þær 45,3 milljarðar
kr. á ári, fóru hæst í 56,3
milljarða kr. árið 2012 en voru
komnar niður í 46,4 milljarða
kr. árið 2015. Um 77% at-
vinnutekna af fiskveiðum eru
í landsbyggðunum en hlutur
höfuðborgarsvæðisins hefur
þó aukist. Segir að skýringa á
þessu sé að leita í launakerfi
sjómanna sem byggir á afla-
skiptakerfi sem þýðir að
tekjur sjómanna miðast við
aflaverðmæti. Hækki afla-
verðmæti í íslenskum krónum
fara tekjur sjómanna upp og
öfugt. Undanfarin ár hefur ís-
lenska krónan styrkst gagn-
vart erlendum myntum og
aflaverðmæti minnkað að
raunvirði.
Upp og niður
um 10 milljarða
TEKJUR OG FISKVEIÐAR