Morgunblaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2016
Munið að slökkva
á kertunum
Best er að kæfa eldinn
þegar slökkva á í útikerti
svo. Ég fann svo upptökurnar í tölv-
unni minni mörgum árum seinna og
fann að verkið passaði á plötuna.
Ég átti samt erfitt með að hafa það
með, það var alls ekki nógu vel spil-
að til að setja á plötu. Ég lærði því
verkið og fór í stúdíó og gerði þetta
almennilega, en svo var það bara
eitthvað við þessa gömlu upptöku
sem var svo spes, þetta eru í raun
tvær upptökur sem fá að rúlla sam-
an og færast alltaf lengra í burtu
frá hvor annarri, að hún fékk að
vera með á endanum þrátt fyrir að
mitt klassíska egó hafi átt mjög erf-
itt með það.“ segir hún og hlær.
„Hún er öll pínkulítið völt sem er
bannað í klassískri músík en svo
fannst mér það bara gott. Upptök-
urnar á plötunni eru allar teknar
upp læv með tónlistarmennina í
herberginu og allt óklippt og öllu
leyft að vera, mistökum og krump-
um.
Ég held að til þess að sigrast á
fullkomnunaráráttunni hafi ég þurft
að gera þetta svona, en satt að
segja vildi ég taka allt upp aftur.
Messiaen er það eina sem ég tók
upp nokkrum sinnum áður en ég
var ánægð, en hitt er mjög sjálfs-
prottið og ég leyfi mér að vera ófull-
komin.“
Sem stendur er Gyða að skipu-
leggja tónleika sem hún hyggst
halda á nýju ári, en er ekki búin að
ákveða hvenær. „Ég hef aðallega
verið að spila lög eftir sjálfa mig á
tónleikum, en til að flytja Epicycle
þarf ég smá band með mér. Þegar
ég spila með Shahzad hef ég bland-
að því saman. Þetta kallar aftur á
móti á sína eigin hljóðfærasveit því
mig langar til að flytja plötuna í
heild og svo kannski með ein-
hverjum öðrum verkum til viðbótar
sem ekki eru á plötunni.“
Ilmur af draumsóleyjum
Platan er tekin upp „úti um allt“
eins og Gyða lýsir því, á árunum
2012-2013. „Það eru tvö ár síðan ég
kláraði plötuna, en ég var ekki
tilbúin að gefa hana út fyrr en núna.
Ég vissi ekki hvernig ég vildi koma
henni frá mér, en á endanum setti
ég hana á Bandcamp.
Það er svo erfitt í dag að vita
hvernig maður á að búa til eitthvað
efnislegt með tónlist og þess vegna
gerði ég frækort,“ segir hún og sýn-
ir mér kort úr þunnum pappír sem
búið er að koma draumsóleyjar-
fræjum í og hægt að leggja í mold
og vökva svo upp spretti blóm. Á
kortinu eru svo upplýsingar um tón-
listina og niðurhalskóði fyrir Band-
camp-vefsíðu hennar.
„Ég lít samt á þessa plötu sem
heild og þó hún hafi ekki enn komið
út á vínyl þá er ég búin að hugsa
hvað passi á hvora hlið. Mér finnst
líka erfitt að velja eitt verk af plöt-
unni eftir að vera búin að taka þessi
ólíku verk og setja þau saman í einn
heim.
Í einni tónleikaferðinni bjó ég til
lykt fyrir lögin mín, seldi litlar
flöskur með lykt sem ég bjó til út
frá því hvaðan lögin komu og mín-
um minningum um þau, en svo
fylgdi niðurhalskóði fyrir hvert
lag.“
Sorgarsöngvasinfónía og
tvíburahljómsveit
– Hvað annað ertu að fást við í
tónlist?
„Ég hef aðallega verið að vinna í
samstarfsverkefnum um allan heim.
Ég spilaði mikið og lenti í ævintýr-
um með Josephine Foster, hef sam-
ið tónlist fyrir dansverk og tók upp
þriðju sinfóníu Goreckis með Colin
Stetson. Ég hef líka unnið mikið
með Ragnari Kjartanssyni og tekið
þátt í hans verkum. Eitt af því sem
er framundan er að taka upp eitt af
hans hugarfóstrum sem er tvíbura-
hljómsveit með mér og Kristínu
Önnu systur minni og þeim Aaron
Dessner og Bryce Dessner úr
hljómsveitinni The National. Við er-
um búin að semja plötu sem við ætl-
um að taka upp í janúar. Svo hef ég
einnig verið að flytja mína eigin
tónlist.“
Undanfarin ár hefur Gyða verið á
faraldsfæti, búið í ferðatöskum, seg-
ir hún við mig, og fengist við ólíkar
gerðir tónlistar í ólíkum löndum.
Hún segir að það hafi verið góður
tími fyrir sig, „en þegar ég er heima
þá er ég rosalega heimakær og vil
helst ekki fara úr húsi. Það að búa
hvergi gerði mig aftur á móti mjög
rólega á hverjum stað fyrir sig, mér
leið ekki eins og ég þyrfti að fara
heim. Fyrsta hálfa árið fannst mér
reyndar eins og ég þyrfti að eignast
heimili, en þegar ég náði að sleppa
Heimkoma heimalningsins
Gyða Valtýsdóttir snýr heim eftir að hafa búið í ferðatösku víða um heim
Sendir frá sér plötu með verkum sem spanna ríflega tvö þúsund ár
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrir stuttu gaf Gyða Valtýsdóttir
út diskinn Epicycle sem hefur að
geyma klassísk tónverk úr ýmsum
áttum og frá ýmsum tímabilum, það
elsta frá árinu 200 fyrir Krist og
það yngsta frá tuttugustu öldinni,
og tónskáldin einnig frá ýmsum
löndum. Þannig eru á disknum verk
eftir Prokofiev, Seikilos, Harry
Partch, Franz Schubert, George
Crumb, Robert Schumann, Olivier
Messiaen og Hildegard af Bingen.
Ýmsir hljóðfæraleikarar koma við
sögu á plötunni, Shahzad Ismaily,
Hilmar Jensson, Michael York, Juli-
an Sartorius og Danny Tunick, en
Gyða raular og leikur sjálf á selló,
píanó og zither.
Gyða segir að verkin hafi komið
til sín smám saman yfir árin.
„Prokofiev var til dæmis hugmynd
sem ég fékk þegar ég var átján ára
að læra á píanó og var að spila
þennan kafla löturhægt og féll inn í
tónbilin. Önnur verkanna hef ég
haft svo gaman af að spila og önnur
koma til þannig að ég fór að leita
nýrra leiða til að spila þau, eins og
Messiaen sem ég fór að spila með
Shahzad Ismaily á rafmagnsgítar.
Hvað Hildegard af Bingen varðar
þá var ég að lesa dagbókina hennar
og var innblásin að lesa yfir tónlist-
ina og tók það upp en gleymdi því
Sjálfsprottið Gyða Valtýsdóttir
gaf út diskinn Epicycle sem hefur
að geyma klassísk tónverk úr
ýmsum áttum og frá ýmsum tíma-
bilum, það elsta frá árinu 200 fyr-
ir Krist og það yngsta frá tutt-
ugustu öldinni. „Ég hef aðallega
verið að vinna í samstarfsverk-
efnum um allan heim,“ segir hún
um störf sín undanfarin ár.
George Michael lést 53 ára gamall á
jóladag. Hann var einn merkasti
söngvari og lagahöfundur Breta síð-
ustu 35 árin og sömuleiðis einn sölu-
hæsti tónlistarmaður heims.
Umboðsmaður hans, Michael Lip-
man, staðfesti í gær að poppstjarnan
hafi látist af völdum hjartabilunar.
Sagðist hann jafnframt vera „eyði-
lagður“ en Michael hafi fundist
„liggjandi friðsamlega upp í rúmi“ á
heimli sínu í Goring, Oxfordshire. Þá
greindi lögreglan frá því að krufning
yrði gerð og litið sé á dauða Michael
sem „óútskýrðan en ekki grun-
samlegan“.
Hann skaust fyrst upp á stjörnu-
himininn með hljómsveitinni Wham!
í kringum árið 1980 og átti einnig
mikillar velgengni að fagna á sóló-
ferli sínum. Michael leyndi kyn-
hneigð sinni árum saman en gerðist
síðar ötull talsmaður og aðgerðasinni
í þágu réttinda hinsegin fólks ásamt
því að gerast aðalstuðningsmaður
HIV-herferða.
„Ég er í áfalli“
Fjöldi fólks minntist poppstjörn-
unnar með því að leggja blómasveiga
við heimili hans bæði í þorpinu Gor-
ing við Thames-ánna og við Highgate
í London.
Madonna og Elton John voru einn-
ig á meðal þeirra sem minntust Mich-
ael á samfélagsmiðlum. „Bless vinur
minn. Enn einn frábær listamaður
kveður okkur. Getur árið 2016 farið
til fjandans núna?“ skrifaði Madonna
á Instagram-síðu sinni og birti mynd-
band af þeim saman. Elton John
minntist hans með orðunum: „Ég er í
miklu áfalli. Ég er búinn að missa
ástkæran vin. Vingjarnlegustu og ör-
látustu sálina og frábæran lista-
mann.“
Andrew Ridgeley, sem var hinn
helmingur hljómsveitarinnar
Wham!, sagðist vera með brostið
hjarta vegna dauða Michael. „Ég,
ástvinir hans, vinir, tónlistarheimur-
inn, heimurinn allur. Elskaður að ei-
lífu.“
Michael átti margt eftir í tónlist og
listsköpun sinni þegar hann lést en
fyrirhuguð var heimildarmynd um líf
hans á næsta ári. Upptökustjórinn og
lagahöfundurinn Naughty Boy var
einnig að undirbúa nýja plötu með
poppstjörnunni sem átti að koma út á
næsta ári. Síðasta platan hans,
Symphonica, fór í efsta sæti breska
listans árið 2014. laufey@mbl.is
George Michael
fannst látinn
á heimili sínu
Dauðsfall hans „óútskýrt en ekki grun-
samlegt“ Margir minnast Michael
AFP
Farinn Poppstjarnan George
Michael er látinn, 53 ára að aldri.