Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 13
Hafrannsóknastofnun bar við blankheitum og hafði ekki efni á því að leita að loðnu í fiskveiðilögsögunni okkar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra velti fyrir sér að ríkisstjórnin veitti heilar 3-5 milljónir króna sér- staklega til loðnuleitar. Til þeirrar fjárveitingar spurðist ei meir. Ellefu útgerðarfyrirtæki, sem hafa fengið aflaheimildir í loðnu úthlut- aðar, ákváðu að greiða kostnað við leiðangur til loðnuleitar og borguðu í janúar og febrúar alls 41,5 milljónir króna til Hafrannsóknastofnunar og úthalds grænlenska skipsins Polar Amaroq sem tók þátt í verkefninu. Fiskifræðingar fullyrtu áður að engin loðna væri í sjónum en árang- urinn af eftirgrennslaninni varð sá að ráðherra jók loðnukvótann í 196.000 tonn um miðjan febrúar – sextán- faldaði kvótann með öðrum orðum. Flotinn var þá enn í höfn vegna sjó- mannaverkfalls. Ráðuneyti sjávarútvegsmála áætl- aði að verðmæti loðnuaflans, sem í hlut Íslendinga kæmi, væri um 17 milljarðar króna. Þegar verkfallið loksins leystist og flotinn streymdi á miðin var hægt að hefjast handa við að innleysa verðmætin sem bless- unarlega voru enn innan seilingar og mátti ekki seinna vera. Ríkið og sveitarfélög fá langmest í sína hít af því sem loðnan skilar, starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækj- anna næstmest og bankar og útgerð- arfyrirtækin skipta með sér rest. Þannig er nú í hnotskurn ævintýrið um sautján milljarðana sem „fundust“ í sjónum í verkfallinu. Umhugsunar- efnin eru margvísleg, bæði pólitísk og Dæmisaga um vinning í loðnuhappdrætti Hvergi nema á Íslandi gæti það gerst daginn eftir kosningar, að laun alþingismanna séu hækkuð um 45% af nefnd sem heyrir undir fjármálaráðherra, en skal starfa eftir lögum frá Alþingi, sem jafnframt eru brotin með umræddri hækkun. Hefði þessi hækkun verið birt fyrir kosningar sæti fyrrverandi fjármála- ráðherra ekki í sæti forsætisráðherra. Hvers vegna var hún ekki birt fyrir kosningarnar? Það var ekki tilviljun heldur meðvituð ákvörðun til þess að koma í veg fyrir umræðu, sem orðið hefði í kjölfarið og breytt niðurstöðu kosning- anna. Ég vil fullyrða að Flokkur fólksins hefði þá náð að komast yfir 5% þröskuldinn í skoðanakönnunum og getað þannig komið fram í fjölmiðlum fyrir kosningar eins og aðrir flokkar með sín sjónarmið og skoðanir, sem fengust ekki ræddar. Nákvæmlega sömu for- sendur eru að baki ákvörð- un fyrrverandi fjármálaráð- herra um að birta ekki framkomna skýrslu um hvernig húsnæðisskuldir voru lækkaðar, einkum í þágu þeirra ríku, þar sem nær ekkert kom til þeirra, sem misstu hús og eignir, eða til þeirra sem létu börnin sín fá veð, sem gengið var að, eða til náms- manna með námslánin. Einnig að birta ekki skýrsluna um skattaskjólin á aflandseyjum. Aðspurður um þessi mál, segir forsætisráðherra að ekkert hafi komið fram um hverju það hefði skipt, ef þessar skýrslur hefðu verið birtar fyrr! Ég fullyrði að hann væri ekki í ríkistjórn ef skýrslurnar hefðu fengið umræðu í kosningabarátt- unni, ásamt aðkomu hans sjálfs og ættingja hans að skattaskjólum, pen- ingalegum millifærslum, vafningum og afskriftum á skuldum? Meðferðin á hluta eldri borgara og öryrkjum Hvergi nema á Íslandi er sárafátækt skattlögð, en skattar lækkaðir af hinum efnameiri. Og meira en það. Hluti eldri borgara sem vildu reyna að bjarga sér til lífsframfærslu eru skattlagðir aukalega um 45% ef þeir vinna fyrir hærri uppæð en 25.000 kr. á mánuði. Öryrkjum er haldið enn veikari en ella í hreinni fátækt og hótað í sjálfum stjórnarsáttmálan- um, ef þeir samþykki ekki starfsmat án tryggingar um vinnu eða atvinnu- leysisbætur, fái þeir ekki vinnu við hæfi. Hvað segja umræður alþingis- manna og framkomin frumvörp um hvað sé brýnast? Ekkert um þessa stöðu, heldur virðist mikilvægast að ræða um vín í búðir, þvingað jafn- rétti kynja á minni vinnustöðum, og svo margt, margt fleira ótrúlegt. Leyniherbergi Alþingis Hvergi nema á Íslandi fyrirfinnst leyniherbergi á Alþingi, sem aðeins einn má skoða í einu, ekki má afrita og ekki má fjalla um. Vigdís Hauks- dóttir, fyrrverandi alþingismaður, kom þó á fund hjá Flokki fólksins og sagði frá, einnig einu viðbótar- skjalinu, sem kom þar inn rétt áður en þingi lauk. Ræða hennar var vél- rituð upp og er inni á vef Flokks fólksins. Þar koma fram upplýs- ingar um ótrúleg lögbrot á framkvæmd, með að auki týndum fundargerðum og útstrikunum frá embættis- mönnum. Ætla alþingis- menn í dag að láta þetta yfir sig ganga og þegja? Lífeyrissjóðirnir Hvergi nema á Íslandi fá lífeyrissjóðir skattpening ríkisjóðs frá inngreiðslu til að höndla með fram að útgreiðslu sjóðanna til ellilífeyrisþega. Þannig á ríkisjóður og sveitarfélög meira en 1.000 milljarða hjá sjóðunum. Þessu er hægt að breyta með uppgjöri, þannig að ríkisjóður fengi skattinn en sjóðirnir greiddu út skattfrjálst til þeirra sem ættu. Meira en það. Alþingi ákveður með lögum að hirða sparnað fólks í lífeyrisgreiðslum með skerðingu á greiðslum frá Trygg- ingastofnun, krónu á móti krónu, þannig að láglaunafólk sér ekkert af sparnaði sínum með lögbundinni greiðslu til lífeyrissjóða. Þeir sem stjórna lífeyrissjóðunum – ekki full- trúar eigenda – hafa ekki séð ástæðu til að fara í mál, til að fá þessum ólögum hnekkt. Næg er inneignin, um 4 þúsund milljarðar, og mikill er kostnaður sjóðanna við rekstur, yfir 10 milljarðar á ári, en launþeginn nýtur einskis, aðeins hótana um skerðingar, ef fjárfesting bregst. Hvergi annars staðar Hvergi nema á Íslandi eru vextir jafn háir af lánum og hvergi annars staðar í heiminum eru neytendalán heimil- uð með verðtryggingu lánsins ofan á vexti. Hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi gæti allt þetta gerst, nema á Íslandi. Hvers vegna? Hvergi annars staðar efnahagsleg, en líklega er til of mikils mælst að fjölmiðlafólk og skoðana- hönnuðir spjallþáttanna beini kast- ljósum að þeim. Þar á bæjum er því ábyggilega slegið föstu að arður af loðnuhvellinum renni beint í vasa útgerðarauðvaldsins sem þurfi hvorki að greiða skatta né gjöld nema rétt til að sýnast. Svo halda menn ótruflaðir áfram að ræða þjóðþrifamál á borð við vín og bjór í hillum matvöru- verslana. Ég gerði það að gamni mínu að „spegla“ niðurstöðu útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvar- innar á 17 milljarða verðmæti loðnu- kvótans og fékk eftirfarandi svör í grófum dráttum við spurningu um hvar hver sneið kökunnar lendir. Rekstrarkostnaður og þjónusta af ýmsu tagi nemur 7 milljörðum króna. Verulegur hluti þeirra fjármuna renn- ur í ríkissjóð sem t.d. skattar á launa- greiðslur þjónustufyrirtækjanna, hagnað þeirra og arðgreiðslur. Í vasa launafólks renna 3,3 millj- arðar króna og í lífeyrissjóði renna 500 milljónir króna (ríkið á þá eftir að fá sinn hlut af lífeyrisgreiðslunum!). Skatttekjur ríkis og sveitarfélaga nema tæplega 3,5 milljörðum króna, þar af er hlutur sveitarfélaga um 850 milljónir króna. Rekstrarafgangur sjávarútvegsfyrir- tækjanna er 1,7 milljarðar króna og fer í að borga af lánum, nýfjárfestingar og greiða hluthöfum arð. Gleymum svo ekki bönkunum. Þeirra hlutur er tæplega einn millj- Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmda- stjóri Vinnslu- stöðvarinnar hf. Hvergi nema á Íslandi er sárafátækt skattlögð, en skattar lækk- aðir af hinum efnameiri. Halldór Gunnarsson varaformaður Flokks fólksins Aðrar upplýsingar: Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn miðvikudaginn 22. mars 2017 kl. 17:00 í Silfurbergi í Hörpu. Landsbankinn • landsbankinn.is • 410 4000 Aðalfundur Landsbankans 2017 Hluthafar eiga rétt á því að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögur. Tillögur og óskir um að koma máli á dagskrá aðalfundar þurfa að vera skriflegar og berast bankanum fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 7. mars 2017. Endanleg dagskrá fundarins og gögn er lögð verða fyrir aðalfundinn verða aðgengileg á vefsvæði bankans á slóðinni landsbankinn.is/fjarfestar/adalfundir miðvikudaginn 8. mars 2017. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna skriflega um framboð til bankaráðs skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Tilkynna skal skriflega um framboð til bankaráðs fyrir kl. 16:00 föstudaginn 17. mars 2017 til skrifstofu banka- stjóra, Austurstræti 11, Reykjavík. Upplýsingar um frambjóðendur til bankaráðs verða lagðar fram og birtar á vef bankans tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í bankanum að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 16:30 á fundardegi. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang. Reykjavík, 28. febrúar 2017, Bankaráð Landsbankans hf. 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Drög að dagskrá: s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 2 8 . F e B R ú A R 2 0 1 7 2 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 5 5 -C 6 9 8 1 C 5 5 -C 5 5 C 1 C 5 5 -C 4 2 0 1 C 5 5 -C 2 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.