Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 22
Hálsbólga hefur verið hvimleið-
ur en algengur gestur á íslensk-
um heimilum undanfarnar vikur.
Hálsbólga getur valdið því að það
er erfitt að kyngja en það er þó
nauðsynlegt að hálsbólgusjúkling-
ar næri sig því annars getur bat-
inn látið á sér standa. Að borða
og drekka rétta matinn getur líka
dregið úr sársaukanum í hálsin-
um og jafnvel hraðað bataferlinu.
Meðal þess seM er gott að
neyta Með hálsbólgu
l Ís, frostpinnar eða ískaldur þeyt-
ingur (smoothie) kælir hálsinn og
auka þægindi.
l Granateplasafi getur dregið
mikið úr bólgum og sýkingum.
l Bananar eru mjúkir og renna því
ljúflega niður.
l Heit súpa, t.d. kjúklingasúpa
getur bæði haft bólgueyðandi
áhrif og hjálp-
að til við að
hreinsa
öndunarfærin sem getur dregið
úr einkennum hálsbólgu.
l Túrmerik í te eða jurtablönd-
ur með mjólk er talið hafa græð-
andi, sótthreinsandi og bólgu-
eyðandi áhrif.
l Hunang er bæði bragðgott og ró-
andi og líka græðandi og sótt-
hreinsandi.
l Engifer er hægt að fá sem rót,
te og duft og er eiginlega allra
meina bót.
l Heitt te klikkar ekki, þarf bara að
passa að það sé ekki of heitt og
þeir sem vilja sofna vært ættu að
velja ávaxtate frekar en svart te
eins og Earl Grey.
l Jógúrt og þeytingar eru næring-
arríkur matur sem fer vel í háls-
inn og rennur ljúflega niður.
l Mauksoðnu grænmeti er auð-
velt að kyngja og ekki er verra að
drekka soðið með nógu salti og
kryddi.
l Kartöflumús, rófustöppu og fleiru
í þeim dúr er auðvelt að kyngja
niður.
l Hrærð egg eru yfirleitt nógu mjúk
til að kyngja en linsoðnu eggi eru
líka auðvelt að renna niður.
l Fiskibollur eru mjúkur matur sem
auðvelt er að koma niður, sama
hvaða staða er á hálsbólgunni.
Fæði til að Forðast Með
hálsbólgu
l Harður, stökkur matur eins og
hrökkbrauð, hnetur eða hrátt
grænmeti getur meitt auman
háls.
l Sítrussafar eru ekki það besta
fyrir auman háls. Þó sumir hafi
tröllatrú á C-vítamíninu í app-
elsínum og sítrónum getur sýran
haft ertandi áhrif.
l Ólífur, súrar gúrkur og súr-
kál geta aukið bólgumyndun í
aumum hálsi.
l Tómatsúpur, safar og sósur eru
súr og geta virkað ertandi.
l Sterkur matur og sterk krydd
geta virkað eins og olía á eld og
aukið vanlíðan vegna hálsbólgu.
l Áfengi þurrkar slímhúð en ekki er
á slíkt bætandi þegar hálsbólga
er annars vegar.
nokkrar aðFerðir til að
losna við hálsbólgu
l Drekktu nóg. Vökvi bæði smyr
slímhúðina og hraðar á efna-
skiptum sem styrkja ónæmis-
kerfið.
l Hlífðu röddinni. Það er
oft sárt að tala þegar háls-
inn er bólginn og betra að
þegja alveg en auka sárindi
auk þess sem röddin getur
verið lengi að jafna sig.
l Hreinsaðu hálsinn með
volgu saltvatni. Ekki drekka
vatnið, bara skola háls-
inn með því að „gurgla“ og
spýta svo í vaskinn. Endur-
takið tvisvar á dag.
l Verið með hálsklút eða
trefil og gætið þess að verða ekki
kalt á bringunni eða hálsinum.
l Hvílið ykkur, sofið nóg og takið
því rólega. Hálsbólga getur verið
leiðinleg og þrálát.
Hunang er bæði
bragðgott og róandi og
líka græðandi og sótt-
hreinsandi.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is
Kartöflumús er næringarrík en líka
mjúk og rennur ljúflega niður.
Linsoðnu eggi er ljúft að kyngja.
Hunangs- og engifer-
drykkir draga úr
bólgumyndun en það
er mikilvægt að passa
að þeir séu ekki of
heitir.
hálsbólgubanar heiMilisins
Nokkur góð ráð gegn hálsbólgu sem auka vellíðan þegar þessi leiðinda gestur er í heimsókn og flýta bataferlinu.
Að borða og drekka rétta matinn getur dregið úr sársaukanum í hálsinum og jafnvel hraðað bataferlinu.
Haukur segir vefsíðuna www.appotek.is fyrstu og einu netverslun með lyf á Íslandi.
„Hugmyndin vaknaði hér innan-
húss og hefur verið í vinnslu í á
annað ár,“ segir Haukur Ingason,
eigandi Garðs Apóteks, en Þórarinn
sonur hans og lyfjafræðingur í apó-
tekinu hefur séð um hönnunina í
samstarfi við forritara og vefhönn-
uð. „Gerð síðunnar var flókin því
þarna er verið að höndla með lyf
auk þess sem síðan tengist mörgum
gagnagrunnum. Á síðunni tengj-
ast saman Landlæknisembættið,
Sjúkratryggingar, Lyfjastofnun auk
þess sem Borgun sér um greiðslu-
þáttinn,“ útskýrir Haukur og bend-
ir á að heilmikil öryggisúttekt hafi
verið gerð á síðunni á vegum Land-
læknisembættisins.
Haukur segir mörg hundruð
manns hringja í apótek landsins
á hverju degi til að athuga stöðu
lyfseðla í gáttinni og hvað eigi
að borga mikið fyrir lyfin næst.
„Margir taka lyf að staðaldri og
fólk er oft að athuga hvaða lyfseðla
það eigi, en kannski fyrst og fremst
hvaða lyfseðla það eigi ekki,“ lýsir
Haukur en þar kemur Appótekið
sterkt inn. „Allar þessar upplýs-
ingar eru í Appótekinu. Þú getur
athugað hvaða lyfseðla þú átt í lyf-
seðlagáttinni, pantað tiltekt á lyf-
seðlana í gáttinni, séð hvað þú átt
að greiða fyrir lyfin samkvæmt
þrepastöðu þinni og pantað lyf sem
fást án lyfseðils auk þess sem þar
er að finna alla fylgiseðla lyfja og
fleira.“
Haukur segir vefsíðuna www.
appotek.is fyrstu og einu netversl-
un með lyf á Íslandi. Hann segir
alla landsmenn geta skráð sig á vef-
síðuna en til þess þarf rafræn skil-
ríki sem auðvelt er að verða sér úti
um. „Sumir notfæra sér póstsend-
ingar, bæði fólk sem býr út á landi,
en einnig fólk sem býr á höfuðborg-
arsvæðinu,“ segir hann.
Móttökurnar hafa verið gríð-
arlega góðar að sögn Hauks. „Það
eru nokkrar vikur síðan Appótekið
fór í loftið og mörg hundruð manns
eru nú þegar búin að skrá sig inn og
skoða hvað er í boði,“ segir Hauk-
ur en flestir kunna að meta tíma-
sparnaðinn sem felst í Appótekinu.
„Flestir nota Appótekið til að flýta
fyrir sér, panta tiltekt á lyf á net-
inu, koma síðan og sækja þau í apó-
tekið og eru lyfin þá tilbúin þegar
fólk kemur. Sumir greiða lyfin
á staðnum en aðrir eru búnir að
greiða lyfin á netinu.“
Nánar á www.appotek.is
appótek er Frábær nýjung
Appotek.is er ný vefsíða á vegum Garðs Apóteks þar sem fólk getur til dæmis skoðað hvaða lyfseðla það á í
lyfseðilsgátt, pantað tiltekt á lyfseðla, pantað lyf sem fást án lyfseðils og valið um að sækja lyfin eða láta senda sér þau.
Vefsíðan er auðveld í notkun en til að skrá sig inn þarf rafræn skilríki.
2 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r4 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a
2
8
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
5
5
-E
4
3
8
1
C
5
5
-E
2
F
C
1
C
5
5
-E
1
C
0
1
C
5
5
-E
0
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
8
8
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K