Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 36
Lilja Katrín Gunnarsdóttir sem rekur uppskriftavefinn Blaka velt- ir málum alltaf vandlega fyrir sér þegar hún er beðin um verkefni af þessum toga og býr jafnvel til heilt táknkerfi kringum uppskrift- irnar sínar. „Fyrsta spurningin þegar talað er um fermingartert- ur er alltaf: er þetta fyrir strák eða stelpu? Og allt í einu fann ég að mig langaði ekki til að hafa það sem aðalatriði heldur fókusera á eitthvað annað. Á þessum aldri er fólk að fikra sig áfram í fullorð- insheiminum og finna út hvert það er. Það er ekki sjálfgefið að allir finni sig í því kyni sem þeir fæðast í og á þessum mikilvæga degi eiga fermingarbörn ekki að þurfa að standa neinum skil á því af hverju þau velja einhverja styttu á ferm- ingarkökuna sína. Ef hún er hlut- laus þá eru allir glaðir.“ Styttan í þessu tilfelli er afsteypa af legó- kalli úr hvítu súkkulaði sem er steyptur í konfektmót og stend- ur ofan í brauðformi. „Því fólk er ekkert endilega alveg tilbúið að vera orðið æðislega fullorðið þó það sé að fermast. Kakan inni- heldur kaffi, sem er svolítið full- orðins, og Nutella í kreminu sem er pínu krakkalegt. Svo er brauð- formið krakkalegt og legó- vísunin en skrautið er Ferraro Rocher kúlur sem eru fullorðins. Og þetta segir: ég er barn sem er á leiðinni að verða fullorð- inn en er núna ein- hvers stað- ar í milli- bilinu.“ Lilja bendir á að það sé skemmtilegt að merkja kökuna með dagsetningu úr bræddu súkkulaði. „Mér finnst alltaf mjög fallegt ef fermingartertur eru merktar barninu og deginum. Þetta er sér- stakur dagur og táknrænt þegar hann er svo innbyrtur af öllum gestunum.“ 2 og 1/ 4 bolli hveiti 1/2 bolli nýmjólk 1/2 bolli sterkt kaffi 6 stór ar eggja hvít ur (við stofu hita) 2 tsk. vanillu drop ar 1 og 3/ 4 bolli syk ur 4 tsk. lyfti duft 1 tsk. sjáv ar salt 170 g mjúkt smjör Hitið ofn inn í 180°C og takið til tvö hring laga form sem eru sirka 18 sentimetra stór. Ef þið notið minni form getið þið skorið botn­ ana í miðju og fáið þá 4 botna. Ef þið notið stærri form verður kak­ an ekki eins há. Smyrjið formin vel með smjöri og dustið með hveiti. Þeytið mjólk, eggja hvít ur og vanillu drop a vel sam an í lít illi skál. Blandið hveiti, sykri, lyfti dufti og salti sam an í stórri skál og bætið smjör inu sam an við. Þeytið þar til bland an minn ir á muln ing. Bætið mjólk ur blönd unni var lega sam an við og þeytið þar til allt er vel blandað sam an. Deilið deig inu í formin og bakið í 30­38 mín út ur. Bök un ar tím inn er lengri fyrir minni form og styttri fyrir stærri form. Leyfið köku botn­ un um að kólna al veg áður en þið skreytið þá. Ég mæli því með að stinga botn un um inn í frysti í sirka klukku tíma fyrir skreytingu. Athugið: ég tók smá af köku­ deiginu frá og bakaði eina bolla­ köku sem ég skellti í brauðform­ ið á toppinum, og sprautaði síðan kremi yfir hana til að festa Lego­ kallinn, sem er búinn til úr hvítu súkkulaði. Smjörkrem á þrjá vegu 350 g mjúkt smjör 700 g flórsykur 3 tsk. vanilludropar 1/2 bolli Nutella (eða eftir smekk) 1/2 bolli þykk karamellusósa (eða eftir smekk) Smá sjávarsalt 100 g hvítt súkkulaði, brætt og aðeins kælt Þeytið smjörið í 2­4 mín út ur svo smjörkremið verði  létt ara í sér og bragðbetra. Bætið flór sykr in um smám sam­ an út í og hrærið vel. Bætið því næst vanillu drop un um sam an við. Skiptið blöndunni í 3 skálar, minnst í skál tvö því það krem fer eingöngu í skreytingar. Í skál númer 1 hrærið þið Nutella vel saman við í 2­3 mínútur. Í skál númer 2 hrærið þið kara­ mellusósu og sjávarsalti vel saman við í 2­3 mínútur. Í skál númer 3 hrærið þið hvítu súkkulaði saman við í 2­3 mínútur. Ef ykk ur finnst kremið of þykkt er hægt að bæta smá mjólk sam­ an við en mín reynsla er sú að ef maður þeyt ir smjörið sam visku­ sam lega þá verður smjörkremið í full kom inni þykkt og auðvelt að vinna með það í köku skreyt ing um. Ef kremið er of þunnt er alltaf hægt að bæta meiri flórsykri við. Kakan sett saman Ég setti Nutella kremið á milli kökubotnanna og huldi hana síðan með hvítsúkkulaðikrem­ inu. Gott er að hylja kökuna með þunnu lagi af kremi fyrst og setja hana inn í ísskáp í smástund. Annað lag af kremi er sett á kök­ una til að hylja hana alveg og því næst er hún skreytt að vild. Ég not­ aði öll kremin til að hylja kökuna á hliðunum en bara hvíta súkkulaði­ kremið á toppinn. Heimagert Ferrero Rocher 1 bolli mulið ískex (helst með súkkulaðifyllingu) 1 bolli saxaðar heslihnetur 1/2-3/4 bolli Nutella 1/3 bolli dökkt súkkulaði 1/2 tsk. brætt smjör 1/3 bolli saxaðar heslihnetur Blandið ískexi, heslihnetum (stærri skammti) og Nutella vel saman í skál. Blandan á að vera klístruð. Skellið í ísskáp í 30 mínútur. Búið til litlar kúlur  og raðið á smjörpapp­ írsklæddan disk. Setjið í frysti í 15 mínútur. Bræðið dökka súkkulaðið og smjörið saman í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur í senn og hrærið á milli. Bætið heslihnetunum (minni skammtinum) út í. Veltið frosnum kúlunum upp úr súkkulaðiblöndunni og setjið á smjörpappír á meðan þær storkna. Þetta er lítil uppskrift, eingöngu til að skreyta kökuna (og aðeins til að gúffa í sig með). Það er ekki sjálfgefið að allir finni sig í því kyni sem þeir fæðast í og á þessum mikilvæga degi eiga ferm- ingarbörn ekki að þurfa að standa neinum skil á því af hverju þau velja einhverja styttu á ferm- ingarkökuna sína. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Lilju Katrínu finnst skemmtilegt að terturnar hennar hafi táknrænt gildi, bæði hvað varðar innihald og útlit. Ferrero Rocher konfektið heimatilbúna tekur sig vel út á hvítsúkkulaðissmjörkreminu. Súkkulaðifermingarbarnið stendur á bollakökunni sem falin er í brauð- forminu. Einstaklega glæsileg og gómsæt terta sem sómir sér vel á fermingarborðinu. Terta með táknræna merkingu Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ofurbakari, gefur hér uppskrift að sérhannaðri fermingartertu þar sem bæði útlit og innihald byggir á ákveðinni hugmyndafræði. Fermingarbarnið sem trónir á kökunni er afsteypa af legókalli úr hvítu súkkulaði. FERminGaR Kynningarblað 28. febrúar 201714 2 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 8 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 5 6 -1 5 9 8 1 C 5 6 -1 4 5 C 1 C 5 6 -1 3 2 0 1 C 5 6 -1 1 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.