Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 66
Alls 379 ungmenni hafa kosið að ferm- ast borgaralega í ár eða níu prósent barna á fermingaraldri. Það er metfjöldi og hefur þeim ungmennum sem fermast borgaralega fjölgað um 12 prósent frá því í fyrra. Siðmennt hefur boðið upp á borgaralega fermingu í 29 ár. Fyrsta athöfnin fór fram árið 1989 en þá fermdust 16 ungmenni. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðan. Vegna aukins fjölda í ár býður Siðmennt upp á þrettán námskeið í Reykjavík, á Akur- eyri, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Í vor verða svo tíu athafnir á sex stöðum á landinu: þrjár í Reykjavík, þrjár í Kópavogi, á Akureyri, Sel- fossi, í Reykjanesbæ og á Húsavík. Fermingarbörn á vegum Siðmenntar sækja námskeið þar sem fjallað er um ýmislegt sem miðar að því að efla þroska, gott siðferði og ábyrgðarkennd. Má þar nefna gagnrýna hugsun, fjölmiðlalæsi, mannleg samskipti, fjölmenningu og fordóma, skaðsemi vímu- efna, samskipti kynjanna, hamingjuna og til- gang lífsins. Að loknu námskeiði eru ung- menni fermd. Hluti fermingarbarnanna tekur virkan þátt í athöfninni t.d. með ljóðalestri, söng, dansi, tónlistarflutningi og ávörpum. Aldrei fleiri fermst borgArAlegA Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði Siðmál kall- ast sú athöfn sem ungt fólk, og einn- ig fullorðn- ir, geta farið í gegnum hjá Ásatrúarfélag- inu, til að dýpka skilning sinn á heiðnum sið. Á heimasíðu Ása- trúarfélagsins kemur fram að sið- mál geta farið fram á hefðbundnu blóti innandyra eða úti undir beru lofti, eftir að viðkomandi hefur fengið fræðslu hjá einum eða fleiri goðanna. Í fræðslunni er farið er yfir megininntak og siðfræði heið- ins siðar sem eru: Ábyrgð ein- staklingsins á sjálfum sér, heiðar- leiki, umburðarlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra og virð- ing fyrir náttúrunni og öllu lífi. Þá er einnig farið yfir goðafræð- ina, heimsmyndina og helstu heið- in tákn byggt á Eddukvæðum og Snorra-Eddu. Sá sem tekur siðmál velur sér erindi úr Hávamálum til að lesa og hugleiða sem leiðarljós í lífinu og flytur þau við siðmála- athöfnina. www.asatru.is Fræðast um heiðinn sið Handmáluð kerti sóma sér ekki að- eins vel á veisluborðinu í ferming- unni. Þau er einnig gaman að eiga til minningar um fermingardaginn. Í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði er verslun þar sem nunnurnar selja ýmsa listmuni sem þær gera sjálf- ar. Þar má t.d. fá handmáluð kerti, kort og gestabækur, allt smekk- lega unnið. Fermingarkertin fást í ýmsum stærðum og gerðum og hægt er að sérútbúa kerti að ósk fermingarbarnsins með skraut- skrift og myndum, t.d. af barninu sjálfu eða einhverju sem tengist áhugamáli þess. Þá fást gestabæk- ur í stíl og einnig fermingarkort. Heimsókn í klaustrið er mikil upp- lifun og sjón er sögu ríkari. Handmáluð kerti Heiti á sérblaði Kynningarblað 28. febrúar 201744 2 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 5 5 -F 3 0 8 1 C 5 5 -F 1 C C 1 C 5 5 -F 0 9 0 1 C 5 5 -E F 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.