Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 14
Lóðaskortsstefna meirihluta borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar
hefur stóraukið húsnæðisvandann í
borginni. Frá upphafi kjörtímabilsins
í júní 2014 til síðustu áramóta eða á
31 mánuði úthlutaði borgin einungis
fimm fjölbýlishúsalóðum með fleiri
en fimm íbúðum, þar af var ein þeirra
boðin út á almennum markaði, þ.e.
Tryggvagata 13, tvær til eldri borgara,
ein til Búseta og ein til Félagsbústaða
til að byggja sex íbúða sambýli. Stað-
an nú er einfaldlega sú að unga fólkið
hefur ekki ráð á húsnæði í Reykjavík.
Skortur er á leiguíbúðum, leiguverð
hátt og möguleikar ungs fólks litlir
að koma sér upp þaki yfir höfuðið í
höfðuðborginni. Það vantar litlar,
ódýrar íbúðir fyrir ákveðinn hóp, t.d.
ungt fólk sem á ekki eigið fé, kemst
ekki í gegnum greiðslumat og leigir
langt umfram greiðslugetu.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-
2030 gengur út á þéttingu byggðar
á lóðum sem eru aðallega í höndum
fasteignafélaga. Þrátt fyrir stefnu
borgarinnar um þéttingu byggðar
er varla hægt að segja að borgin hafi
verið með til sölu lóðir á þéttingar-
reitum í borginni frá 2010. Þær lóðir
sem verið er að byggja á eða til stend-
ur að byggja á eru flestar í höndum
fasteignafélaga og banka á dýrustu
stöðunum í borginni og hæpið að þar
verði byggðar litlar og ódýrar íbúðir
en mikil þörf er á slíkum íbúðum. Það
gengur of hægt að byggja til að mæta
þeirri miklu eftirspurn sem er og slíkt
leiðir af sér verðhækkanir. Ekki hjálp-
ar til lítið lóðaframboð borgarinnar
og staðsetning húsnæðisins en þétt-
ing byggðar leiðir af sér hærra verð
þar sem verið er að byggja á dýrustu
stöðum borgarinnar allt á kostnað
unga fólksins sem hefur ekki ráð á því
húsnæði sem er í boði eða á að vera í
boði á næstu misserum.
Lóðir í Úlfarsárdal
Borgarstjóri hefur verið duglegur að
þylja upp hvað fasteignafélögin ætla
að fara byggja en hann hefur ekki
staðið sig í því að úthluta lóðum enda
á borgin fáar lausar lóðir á þeim stöð-
um sem til stendur að byggja á. Nú
vantar um 5000 íbúðir í Reykjavík en
samkvæmt áætlunum borgarstjóra
ætla fasteignafélögin að byggja þann
fjölda á næstu árum. Það verður auð-
vitað á þeim hraða sem þjónar þeirra
hagsmunum sem best. Það munu því
líða mörg ár í viðbót þar til sú þörf
sem nú þegar er til staðar verður upp-
fyllt. Hvað þá þörf næstu ára.
Við í Framsókn og flugvallarvinum
höfum frá upphafi kjörtímabilsins
ítrekað bent á að Úlfarsárdalurinn
sé það svæði þar sem borgin getur
úthlutað lóðum. Nú er verið að
vinna að endurskoðun deiliskipu-
lags Úlfarsársdals á grundvelli tillögu
Framsóknar og flugvallarvina frá því
í ágúst 2015. Það verður því í loks í lok
kjörtímabilsins hægt að fara úthluta
fjölbýlishúsalóðum í Úlfarsárdalnum
sem hefði átt að vera möguleiki strax
í upphafi kjörtímabilsins ef Dagur og
félagar hans í meirihlutanum hefðu
virkilega haft áhuga á að leggja allt
að mörkum til að leysa húsnæðis-
vandann.
Lóðaskortsstefna meirihluta
borgarstjórnar bitnar á ungu fólki
Frá árinu 2014 hefur sveitarstjórn Skútustaðahrepps lagt ríka áherslu á fráveitumál í sveitar-
félaginu og ítrekað haft frumkvæði
að samstarfi við stjórnvöld og stofn-
anir. Eftir að skýrsla um fráveitumál
við Mývatn kom út í byrjun febrúar á
vegum umhverfis- og auðlindaráðu-
neytisins hefur Skútustaðahreppur
fylgt málinu eftir enn og aftur með
þrýstingi á ráðherra, ráðuneyti og
þingmenn án árangurs. Á meðan fer
umræðan um Mývatn út um víðan
völl.
Viðfangsefnið tekur mið af því
að stór hluti byggðar við Mývatn er
innan verndarsvæðis laga nr. 97/2004
um verndun Laxár og Mývatns. Í 9. gr.
laganna er kveðið á um að kostnaður
við framkvæmd þeirra greiðist úr rík-
issjóði eftir því sem fé er veitt til í fjár-
lögum. Fram til ársins 2012 var staða
frárennslismála í Skútustaðahreppi
talin fullnægja þáverandi kröfum. Til
áréttingar er tekið fram að hvorki þá,
frekar en nú, er um það að ræða að
skolpi sé veitt í Mývatn eins og stund-
um mætti halda miðað við umræðuna
í samfélaginu.
Á árinu 2012 var sett ný reglugerð
á grundvelli laganna, nr. 665/2012.
Með reglugerðinni voru fráveitumál
í Skútustaðahreppi skilgreind ófull-
nægjandi með einu pennastriki.
Ákvæði reglugerðarinnar um skolp
var sett án þess að fyrir lægju tækni-
legar útfærslur á framkvæmdum eða
fjármögnun þeirra tryggð formlega.
Einstök staða Mývatns
Fráveitumál í Skútustaðahreppi
eru sérstök vegna einstakrar stöðu
Mývatns sem landluktrar náttúru-
perlu og vinsæls ferðamannastaðar og
sérstakra krafna um fráveitur á vernd-
arsvæðinu. Innan Skútustaðahrepps
er þörf á fráveituframkvæmdum fyrir
500 til 700 milljónir króna til að mæta
kröfum reglugerða. Ennfremur hefur
sveitarfélagið lagt áherslu á auknar
rannsóknir á ástandi lífríkis Mývatns.
Í umræðunni hefur ekki verið
gerður greinarmunur á byggingar-
eftirliti sveitarfélags, sem fer fram
samkvæmt mannvirkjalögum, og
eftirliti með fráveitumálum sem er
almennt í höndum heilbrigðiseftirlits.
Þá hefur Umhverfisstofnun sérstaka
stöðu varðandi ábyrgð og eftirlit með
verndarsvæði við Mývatn, samkvæmt
lögum um verndun Laxár og Mývatns.
Í fréttaskýringu Kastljóss RÚV var
24. gr. reglugerðar nr. 665/2012 um
frárennsli til sérstakrar umfjöllunar.
Í ákvæðinu kemur fram að skolp á
vatnasviði Mývatns skuli
hreinsað með ítarlegri
hreinsun en tveggja þrepa í
samræmi við ákvæði 2. mgr.
7. gr. um fráveitur og skolp.
Reglugerð um fráveitur og
skolp, nr. 798/1999, gildir
ekki um allt skolp. Gildissvið
reglugerðarinnar miðast ein-
göngu við söfnun, hreinsun
og losun skolps frá þéttbýli
og tiltekinni atvinnustarf-
semi. Ákvæði reglugerðanna
varðandi meðhöndlun
skolps við Mývatn hafa verið skýrðar
af Umhverfisstofnun í samræmi við
þetta, m.a. með Minnisblaði, dags.
7.10.2014, og heilbrigðieftirliti með
tilliti til einstakra tilvika.
Engar undanþágur veittar
Skútustaðahreppur hefur ekki veitt
undanþágur frá reglugerðum varð-
andi skolp.
Við útgáfu byggingarleyfa sem
byggingarfulltrúi sér um kemur
umsótt framkvæmd til skoðunar, en
ekki aðrar framkvæmdir. Við útgáfu
byggingarleyfa er ekki tekin afstaða til
starfsleyfa eða fyrirkomulag væntan-
legs reksturs í mannvirkjunum. Bygg-
ingareftirlit varðar byggingarfram-
kvæmdirnar sem slíkar. Vegna þeirra
tilvika sem helst hafa verið í umræð-
unni upplýsist.
lByggingarleyfi fyrir Hótel Laxá,
tók m.a. til þriggja þrepa skolphreinsi-
virkis. Byggingareftirlit tekur ekki til
reksturs eða eftirlits með slíku hreinsi-
virki. Það gildir hvort sem lokaúttekt
hefur farið fram eða ekki, en mann-
virkjalög gera ráð fyrir að slík úttekt
geti farið fram allt að þremur árum
eftir að mannvirki er tekið í notkun.
lByggingarleyfi fyrir starfsmanna-
hús við Hótel Laxá tók mið af því að
um var að ræða íbúðir fyrir starfs-
menn. Húsin eru í nokkurri fjarlægð
frá hótelinu sjálfu. Byggingarleyfið
tekur m.a. til rotþróar sem þjónustar
húsin og hvíldi það fyrirkomulag
á skýringu heilbrigðiseftirlits og
Umhverfisstofnunar á ofangreindum
reglugerðum.
lByggingarleyfi fyrir við-
byggingu við Sel Hótel tók
til umsóttrar viðbyggingar.
Umsóknin varðaði ekki
byggingu skolphreinsivirk-
is. Viðbyggingin var tengd
eldra skolphreinsivirki, en
rekstur þess fellur undir heil-
brigðiseftirlit ásamt starfs-
leyfum hótelrekstrarins. Í
ljósi fréttaumfjöllunar skal
tekið fram að Skútustaða-
hreppur er eigandi að um
1% hlut í félagi sem á fast-
eign hótelsins. Sveitarfélagið á ekki
hlut í félaginu sem rekur hótelið.
Núverandi vinna miðar að því að
finna heildarlausn á fráveitumálum
fyrir allt húsnæði í Reykjahlíð og á
Skútustöðum sem samkvæmt aðal-
skipulagi eru skilgreindir sem þétt-
býlisstaðir.
Sveitarfélagið mun ekki skorast
undan sinni ábyrgð og hefur beitt
stjórnvöld miklum þrýstingi til að
koma að borðinu varðandi fjár-
mögnun á heildarlausn fráveitumála
í sveitarfélaginu, eins og þeim ber að
gera samkvæmt verndarlögunum.
Það er kjarni málsins.
visir.is Lengri útgáfa greinar er á Vísi
Ríkið hefur lausn
fráveitumála í Mývatnssveit
í hendi sér
Skútustaða-
hreppur hefur
ekki veitt
undanþágur
frá reglugerð-
um varðandi
skolp.
Þorsteinn
Gunnarsson
sveitarstjóri
f.h. sveitar-
stjórnar Skútu-
staðahrepps
Nú er verið að vinna að
endurskoðun deiliskipu-
lags Úlfarsársdals á grund-
velli tillögu Framsóknar og
flugvallarvina frá því í ágúst
2015.
Guðfinna Jóh.
Guðmunds-
dóttir
borgarfulltrúi
Framsóknar og
flugvallarvina
BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM
KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU
ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI
ÚRVAL
NOTAÐRA BÍLA
LAND ROVER Discovery 4 S.
Nýskr. 06/15, ekinn 61 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ 9.990 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
NISSAN X-trail LE.
Nýskr. 11/13, ekinn 42 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ 2.650 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
HYUNDAI Tucson Comfort.
Nýskr. 02/16, ekinn 63 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ 4.390 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
BMW X5 Xdrive25d.
Nýskr. 06/15, ekinn 27 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ 8.880 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
NISSAN Qashqai Acenta 4WD.
Nýskr. 06/15, ekinn 43 þ.km,
dísil, beinskiptur.
VERÐ 3.690 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
BMW X1 Xdrive18d.
Nýskr. 01/14, ekinn 67 þ.km,
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ 4.490 þús. kr.
Staðsetning: Klettháls 11
Rnr. 192291
Rnr. 370401
Rnr. 121186
Rnr. 143853
Rnr. 370266
Rnr. 152621
www.bilaland.is
Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og
Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ
Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is
Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16.
www.facebook.com/bilaland.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
0
4
6
3
B
íl
a
la
n
d
2
x
3
8
2
8
fe
b
2 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r14 s k o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð
2
8
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
5
5
-C
1
A
8
1
C
5
5
-C
0
6
C
1
C
5
5
-B
F
3
0
1
C
5
5
-B
D
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
8
8
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K