Fréttablaðið - 28.02.2017, Síða 14

Fréttablaðið - 28.02.2017, Síða 14
Lóðaskortsstefna meirihluta borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar hefur stóraukið húsnæðisvandann í borginni. Frá upphafi kjörtímabilsins í júní 2014 til síðustu áramóta eða á 31 mánuði úthlutaði borgin einungis fimm fjölbýlishúsalóðum með fleiri en fimm íbúðum, þar af var ein þeirra boðin út á almennum markaði, þ.e. Tryggvagata 13, tvær til eldri borgara, ein til Búseta og ein til Félagsbústaða til að byggja sex íbúða sambýli. Stað- an nú er einfaldlega sú að unga fólkið hefur ekki ráð á húsnæði í Reykjavík. Skortur er á leiguíbúðum, leiguverð hátt og möguleikar ungs fólks litlir að koma sér upp þaki yfir höfuðið í höfðuðborginni. Það vantar litlar, ódýrar íbúðir fyrir ákveðinn hóp, t.d. ungt fólk sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010- 2030 gengur út á þéttingu byggðar á lóðum sem eru aðallega í höndum fasteignafélaga. Þrátt fyrir stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar er varla hægt að segja að borgin hafi verið með til sölu lóðir á þéttingar- reitum í borginni frá 2010. Þær lóðir sem verið er að byggja á eða til stend- ur að byggja á eru flestar í höndum fasteignafélaga og banka á dýrustu stöðunum í borginni og hæpið að þar verði byggðar litlar og ódýrar íbúðir en mikil þörf er á slíkum íbúðum. Það gengur of hægt að byggja til að mæta þeirri miklu eftirspurn sem er og slíkt leiðir af sér verðhækkanir. Ekki hjálp- ar til lítið lóðaframboð borgarinnar og staðsetning húsnæðisins en þétt- ing byggðar leiðir af sér hærra verð þar sem verið er að byggja á dýrustu stöðum borgarinnar allt á kostnað unga fólksins sem hefur ekki ráð á því húsnæði sem er í boði eða á að vera í boði á næstu misserum. Lóðir í Úlfarsárdal Borgarstjóri hefur verið duglegur að þylja upp hvað fasteignafélögin ætla að fara byggja en hann hefur ekki staðið sig í því að úthluta lóðum enda á borgin fáar lausar lóðir á þeim stöð- um sem til stendur að byggja á. Nú vantar um 5000 íbúðir í Reykjavík en samkvæmt áætlunum borgarstjóra ætla fasteignafélögin að byggja þann fjölda á næstu árum. Það verður auð- vitað á þeim hraða sem þjónar þeirra hagsmunum sem best. Það munu því líða mörg ár í viðbót þar til sú þörf sem nú þegar er til staðar verður upp- fyllt. Hvað þá þörf næstu ára. Við í Framsókn og flugvallarvinum höfum frá upphafi kjörtímabilsins ítrekað bent á að Úlfarsárdalurinn sé það svæði þar sem borgin getur úthlutað lóðum. Nú er verið að vinna að endurskoðun deiliskipu- lags Úlfarsársdals á grundvelli tillögu Framsóknar og flugvallarvina frá því í ágúst 2015. Það verður því í loks í lok kjörtímabilsins hægt að fara úthluta fjölbýlishúsalóðum í Úlfarsárdalnum sem hefði átt að vera möguleiki strax í upphafi kjörtímabilsins ef Dagur og félagar hans í meirihlutanum hefðu virkilega haft áhuga á að leggja allt að mörkum til að leysa húsnæðis- vandann. Lóðaskortsstefna meirihluta borgarstjórnar bitnar á ungu fólki Frá árinu 2014 hefur sveitarstjórn Skútustaðahrepps lagt ríka áherslu á fráveitumál í sveitar- félaginu og ítrekað haft frumkvæði að samstarfi við stjórnvöld og stofn- anir. Eftir að skýrsla um fráveitumál við Mývatn kom út í byrjun febrúar á vegum umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins hefur Skútustaðahreppur fylgt málinu eftir enn og aftur með þrýstingi á ráðherra, ráðuneyti og þingmenn án árangurs. Á meðan fer umræðan um Mývatn út um víðan völl. Viðfangsefnið tekur mið af því að stór hluti byggðar við Mývatn er innan verndarsvæðis laga nr. 97/2004 um verndun Laxár og Mývatns. Í 9. gr. laganna er kveðið á um að kostnaður við framkvæmd þeirra greiðist úr rík- issjóði eftir því sem fé er veitt til í fjár- lögum. Fram til ársins 2012 var staða frárennslismála í Skútustaðahreppi talin fullnægja þáverandi kröfum. Til áréttingar er tekið fram að hvorki þá, frekar en nú, er um það að ræða að skolpi sé veitt í Mývatn eins og stund- um mætti halda miðað við umræðuna í samfélaginu. Á árinu 2012 var sett ný reglugerð á grundvelli laganna, nr. 665/2012. Með reglugerðinni voru fráveitumál í Skútustaðahreppi skilgreind ófull- nægjandi með einu pennastriki. Ákvæði reglugerðarinnar um skolp var sett án þess að fyrir lægju tækni- legar útfærslur á framkvæmdum eða fjármögnun þeirra tryggð formlega. Einstök staða Mývatns Fráveitumál í Skútustaðahreppi eru sérstök vegna einstakrar stöðu Mývatns sem landluktrar náttúru- perlu og vinsæls ferðamannastaðar og sérstakra krafna um fráveitur á vernd- arsvæðinu. Innan Skútustaðahrepps er þörf á fráveituframkvæmdum fyrir 500 til 700 milljónir króna til að mæta kröfum reglugerða. Ennfremur hefur sveitarfélagið lagt áherslu á auknar rannsóknir á ástandi lífríkis Mývatns. Í umræðunni hefur ekki verið gerður greinarmunur á byggingar- eftirliti sveitarfélags, sem fer fram samkvæmt mannvirkjalögum, og eftirliti með fráveitumálum sem er almennt í höndum heilbrigðiseftirlits. Þá hefur Umhverfisstofnun sérstaka stöðu varðandi ábyrgð og eftirlit með verndarsvæði við Mývatn, samkvæmt lögum um verndun Laxár og Mývatns. Í fréttaskýringu Kastljóss RÚV var 24. gr. reglugerðar nr. 665/2012 um frárennsli til sérstakrar umfjöllunar. Í ákvæðinu kemur fram að skolp á vatnasviði Mývatns skuli hreinsað með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa í samræmi við ákvæði 2. mgr. 7. gr. um fráveitur og skolp. Reglugerð um fráveitur og skolp, nr. 798/1999, gildir ekki um allt skolp. Gildissvið reglugerðarinnar miðast ein- göngu við söfnun, hreinsun og losun skolps frá þéttbýli og tiltekinni atvinnustarf- semi. Ákvæði reglugerðanna varðandi meðhöndlun skolps við Mývatn hafa verið skýrðar af Umhverfisstofnun í samræmi við þetta, m.a. með Minnisblaði, dags. 7.10.2014, og heilbrigðieftirliti með tilliti til einstakra tilvika. Engar undanþágur veittar Skútustaðahreppur hefur ekki veitt undanþágur frá reglugerðum varð- andi skolp. Við útgáfu byggingarleyfa sem byggingarfulltrúi sér um kemur umsótt framkvæmd til skoðunar, en ekki aðrar framkvæmdir. Við útgáfu byggingarleyfa er ekki tekin afstaða til starfsleyfa eða fyrirkomulag væntan- legs reksturs í mannvirkjunum. Bygg- ingareftirlit varðar byggingarfram- kvæmdirnar sem slíkar. Vegna þeirra tilvika sem helst hafa verið í umræð- unni upplýsist. lByggingarleyfi fyrir Hótel Laxá, tók m.a. til þriggja þrepa skolphreinsi- virkis. Byggingareftirlit tekur ekki til reksturs eða eftirlits með slíku hreinsi- virki. Það gildir hvort sem lokaúttekt hefur farið fram eða ekki, en mann- virkjalög gera ráð fyrir að slík úttekt geti farið fram allt að þremur árum eftir að mannvirki er tekið í notkun. lByggingarleyfi fyrir starfsmanna- hús við Hótel Laxá tók mið af því að um var að ræða íbúðir fyrir starfs- menn. Húsin eru í nokkurri fjarlægð frá hótelinu sjálfu. Byggingarleyfið tekur m.a. til rotþróar sem þjónustar húsin og hvíldi það fyrirkomulag á skýringu heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar á ofangreindum reglugerðum. lByggingarleyfi fyrir við- byggingu við Sel Hótel tók til umsóttrar viðbyggingar. Umsóknin varðaði ekki byggingu skolphreinsivirk- is. Viðbyggingin var tengd eldra skolphreinsivirki, en rekstur þess fellur undir heil- brigðiseftirlit ásamt starfs- leyfum hótelrekstrarins. Í ljósi fréttaumfjöllunar skal tekið fram að Skútustaða- hreppur er eigandi að um 1% hlut í félagi sem á fast- eign hótelsins. Sveitarfélagið á ekki hlut í félaginu sem rekur hótelið. Núverandi vinna miðar að því að finna heildarlausn á fráveitumálum fyrir allt húsnæði í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem samkvæmt aðal- skipulagi eru skilgreindir sem þétt- býlisstaðir. Sveitarfélagið mun ekki skorast undan sinni ábyrgð og hefur beitt stjórnvöld miklum þrýstingi til að koma að borðinu varðandi fjár- mögnun á heildarlausn fráveitumála í sveitarfélaginu, eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögunum. Það er kjarni málsins. visir.is Lengri útgáfa greinar er á Vísi Ríkið hefur lausn fráveitumála í Mývatnssveit í hendi sér Skútustaða- hreppur hefur ekki veitt undanþágur frá reglugerð- um varðandi skolp. Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri f.h. sveitar- stjórnar Skútu- staðahrepps Nú er verið að vinna að endurskoðun deiliskipu- lags Úlfarsársdals á grund- velli tillögu Framsóknar og flugvallarvina frá því í ágúst 2015. Guðfinna Jóh. Guðmunds- dóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA LAND ROVER Discovery 4 S. Nýskr. 06/15, ekinn 61 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 9.990 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 NISSAN X-trail LE. Nýskr. 11/13, ekinn 42 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 2.650 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 HYUNDAI Tucson Comfort. Nýskr. 02/16, ekinn 63 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 4.390 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 BMW X5 Xdrive25d. Nýskr. 06/15, ekinn 27 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 8.880 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 NISSAN Qashqai Acenta 4WD. Nýskr. 06/15, ekinn 43 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 3.690 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 BMW X1 Xdrive18d. Nýskr. 01/14, ekinn 67 þ.km, dísil, sjálfskiptur. VERÐ 4.490 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 Rnr. 192291 Rnr. 370401 Rnr. 121186 Rnr. 143853 Rnr. 370266 Rnr. 152621 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 8 0 4 6 3 B íl a la n d 2 x 3 8 2 8 fe b 2 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r14 s k o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð 2 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 5 5 -C 1 A 8 1 C 5 5 -C 0 6 C 1 C 5 5 -B F 3 0 1 C 5 5 -B D F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 8 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.