Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 26
Leikkonan góðkunna Hanna María Karlsdóttir fermdist í Keflavíkur­ kirkju árið 1962 og á hún góðar minningar frá þessum tíma. Ferm­ ingarfræðslan fór einnig fram í Keflavíkurkirkju og var hún í hönd­ um séra Björns Jónssonar að sögn Hönnu Maríu. „Ég bjó í Keflavík og gekk í Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Þegar ég hóf námið þar voru hús­ næðisvandræði í skólanum þann­ ig að bekkurinn minn var settur í annað hús sem kallað var Síbería, því þar var alltaf skítkalt. Þegar ég var í fyrsta bekk voru Gunn­ ar Þórðarson og Rúnar Júlíusson í fjórða bekk, rosa töffarar.“ Fermingarundirbúningurinn var meira og minna haldinn í kirkjunni að sögn Hönnu Maríu og segir hún séra Björn hafa tekist vel að gera hann bæði skemmtilegan og fróð­ legan. „Mér fannst gaman og mætti samviskusamlega í alla tíma.“ Man lítið Fermingardaginn var vaknað snemma til að fara í hárgreiðslu og síðan í nýja kjólinn, fyrstu há­ hæla skóna og fyrsta brjóstahaldar­ ann sem var nr. 32A. Svo var arkað til kirkju. „Athöfnin er meira og minna í „blakk­áti“, því ég var svo ofboðslega kvíðin fyrir því að þurfa að standa upp og fara utanbókar með texta úr ritningunni. En mér tókst víst að koma því ágætlega frá mér. Þarna upplifði ég minn fyrsta sviðsskrekk, en renndi ekki í grun þá að sviðsskrekkir ættu eftir að verða mjög margir í lífi mínu. Ég stóð jú á sviði hjá Leik­ félagi Reykjavíkur í 37 ár og oft með lemjandi hjartslátt, aðallega á frumsýningum.“ Móðir Hönnu Maríu saumaði kjólinn sem var að sögn hennar af­ skaplega fallegur hvítur kjól með víðu pilsi og fallegri rós í mittinu. „Á þessum árum saumaði mamma nánast öll föt á okkur systkinin. Greiðslan var þannig að fyrst voru settar í rúllur sem ég svaf með yfir nóttina, hárið síðan túberað og þannig stíflakkað að ekki haggaðist í marga daga á eftir.“ Sama dag og Hanna María fermdist kvæntist bróðir hennar stúlku úr Hveragerði. „Sú stúlka átti systur sem var Bergþóra Árna­ dóttir vísnasöngkona en hún fermd­ ist þennan sama dag. Gamla hótel­ ið í Hveragerði var því leigt undir eina brúðkaupsveislu og ferming­ arveislur okkar Bergþóru. Á ferm­ ingardaginn var hossast á holóttum malarvegi frá Keflavík til Hvera­ gerðis í bifreið föður míns.“ Man gjafirnar betur Hún man ómögulega hvaða matur var á boðstólum en man gjafirnar betur. „Það var töluvert af skart­ gripum, tekkkommóða með snyrti­ borði, svefnpoki og prímus og fleira fallegt.“ Hún segist ekki vita hvort fermingin hafi annað gildi fyrir unglinga í dag. „Við tókum þetta afskaplega alvarlega, að komast í kristinna manna tölu.“ Henni finnst skemmtilegt að rifja þessa tíma upp enda mörg ár síðan þau stóðu á kirkjugólf­ inu heima í Keflavík. „Það er líka skemmtilegt til þess að hugsa að Gunni Þórðar, Rúnni Júl og Berg­ þóra urðu öll frægir tónlistamenn og ég sjálf leikkona. Eitt er víst að enginn veit ævi sína fyrr en öll er.“ Starri Freyr Jónsson starri@365.is Upplifði fyrsta sviðsskrekkinn Hanna María Karlsdóttir og jafnaldrar hennar úr Keflavík tóku ferminguna afskaplega alvarlega þegar þau fermdust árið 1962 enda skipti það þau miklu máli að komast í kristinna manna tölu. Hún man lítið eftir athöfninni en meira eftir undirbúningnum og gjöfunum. Móðir Hönnu Maríu saumaði fermingarkjól hennar sem hún á enn þá. Hanna María Karlsdóttir leikkona fermdist í Keflavík árið 1962. FerMingar Kynningarblað 28. febrúar 20174 2 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 5 5 -F 3 0 8 1 C 5 5 -F 1 C C 1 C 5 5 -F 0 9 0 1 C 5 5 -E F 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.