Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 16
Í leiðara Þorbjörns Þórðarsonar í blaðinu 9. febrúar, sem ber fyrir-sögnina „Ábyrgðin er útgerðar-
innar“, lýsir hann þeirri skoðun
sinni, að útgerðin beri meginábyrgð
á þeim hnút, sem sjómannadeilan
var þá komin í, og, að hún hafi þess
vegna átt að fórna sínum hagsmun-
um og láta undan kröfum sjómanna
í almannaþágu.
Margt, sem Þorbjörn segir í
þessum leiðara, er skýrlegt og skyn-
samlegt, og er ég honum um margt
sammála. Þetta gildir þó ekki um
skilgreininguna á rót vandans, sem
útvegsmenn og sjómenn stóðu og
standa frammi fyrir – reyndar flest-
ir eða allir landsmenn – heldur ekki
um orsakir og ábyrgð á hnútnum.
Á árinu 2015 var útflutningsverð-
mæti sjávarafurða okkar Íslendinga
um 260 milljarðar. Þá fengust að
meðaltali 148 krónur fyrir 1 evru.
Nú, 12-18 mánuðum síðar, fær
útgerðin um 120 krónur fyrir evr-
una. Miðað við sama útflutnings-
magn og sama markaðsverð, fær
útgerðin í ár um 210 milljarða í stað
260 milljarða 2015. Vegna styrking-
ar krónunnar er útgerðin að tapa
50 milljörðum króna í ár, miðað
við afkomuna 2015. Hvernig geta
menn komizt að þeirri niðurstöðu,
að það sé hennar mál og ábyrgð að
axla frekari sameiginlega byrðir
landsmanna? Afkoman kann að
hafa verið góð eða mjög góð 2015,
en nú er hún greinilega að komast
í járn.
Hverjum er um að kenna? Eins og
ég hef fjallað um í ýmsum greinum,
hér og í Morgunblaðinu, liggur
orsökin í „handónýtri krónu“, sem
byggir á allt of litlu hagkerfi og
hoppar og skoppar upp og niður,
eins og stjórnlítil smákæna, á úthafi
efnahags- og gengismála.
Meginábyrgðin liggur því í
mínum huga hjá Seðlabankanum
og fyrri ríkisstjórn, en þessir aðilar
horfðu upp á það og létu það gerast
og viðgangast, án mikilla aðgerða,
að krónan styrktist um tæplega 20%
á 12-15 mánuðum.
Og nú, þrátt fyrir það, að krónan
hafi síðustu 6-12 mánuði sennilega
verið sterkasti gjaldmiðill álfunnar,
var Seðlabankinn að framlengja 5%
óbreytta stýrivexti. Á sama tíma eru
stýrivextir Seðlabanka Evrópu 0,0%,
en evran er samt, ásamt Bandaríkja-
dal, öflugasti stórgjaldmiðill heims
og stýrivextir í t.a.m. Svíþjóð og
Sviss eru í mínus!
Yfirkeyrðir vextir
Þessir yfirkeyrðu vextir Seðlabank-
ans ásamt áframhaldandi gjald-
eyrishöftum halda gengi krónunnar
langt yfir raunvirði hennar, en raun-
virði hlýtur að jafnaði að vera það
gengi, sem heldur meginatvinnu-
vegunum gangandi á viðunandi
rekstursgrundvelli. Það virðist
vera, að „rétt gengi“ nú væri um 140
til 145 krónur í evru. Við slíkt gengi
hefði verið vandræðalaust fyrir
útgerðina að ljúka sanngjörnum
samningum við sjómenn, án þeirra
langvarandi og kostnaðarsömu
verkfalla, sem menn urðu að ganga
í gegnum.
Í mínum huga myndi skipuleg
en hröð lækkun stýrivaxta niður í
1-2%, ásamt frekari afnámi gjald-
eyrishafta og heimild lífeyrissjóða
til að fjárfesta að vild erlendis, á
nokkrum vikum/mánuðum leiða til
ofangreindrar leiðréttingar á geng-
inu, en þessu má auðvitað stýra með
skref fyrir skref aðgerðum.
Mér er óskiljanlegt, hvað Seðla-
bankinn er að hugsa og fara með
5% stýrivöxtum; þetta nálgast þó
skipulega sjálfseyðileggingu – efna-
hagslegt harakiri – í mínum huga,
á sama tíma og ESB-stýrivextir eru
sem sagt 0,0%, stýrivextir í Bretlandi
eru aðeins 0,25%, þrátt fyrir veikt
pund, stýrivextir í Noregi eru 0,50%
og stýrivextir í Svíþjóð og Sviss eru í
MÍNUS; - 0,35% í Svíþjóð og niður í
-1,25% í Sviss!!
Stýrivextir fyrir okkar sterku
krónu eru 20 sinnum hærri, en fyrir
veikburða pundið, og 10 sinnum
hærri en fyrir óstöðuga norska
krónu, en verðbólgan í þessum
tveimur löndum er og verður svipuð
2017 og hér!
Hvað gengur mönnunum eigin-
lega til? Þeir virðast vera fastir í ein-
hverri gamalli aðferðafræði! Þessi
okurvaxtastefna bitnar auðvitað
ekki aðeins á útgerðinni, heldur
líka og ekki síður á stærsta atvinnu-
vegi þjóðarinnar; ferðamanna-
iðnaðinum. Hann fær nú líka inn
allar sínar erlendu tekjur með um
20-25% skerðingu, miðað við 2015.
Við bætist, að þessi óskiljanlega
stefna Seðlabanka viðheldur stór-
felldri eignatilfærslu milli þeirra,
sem skulda, til þeirra, sem eiga; þeir
fátæku verða fátækari og þeir ríku
ríkari, fyrir tilstuðlan Seðlabanka.
Ábyrgðin ekki útgerðarinnar,
heldur Seðlabanka og fyrri ríkisstjórnar
Ole Anton
Bieltvedt
alþjóðlegur
kaupsýslumaður
og stjórnmála
rýnir
Þessir yfirkeyrðu vextir
Seðlabankans ásamt áfram-
haldandi gjaldeyrishöftum
halda gengi krónunnar langt
yfir raunvirði hennar.
SALTKJÖT OG BAUNIR
Veldu réttu bitana í glæsilegu kjötborði Nóatúns
Nóatúns saltkjöt,
blandað
Við gerum meira fyrir þig – Nóatún Austurveri – www.noatun.is
549
Tilbúin b
aunasúp
a
kr./ 500m
l skamm
tur
Nóatúns saltkjöt,
valið
Alla
daga
Halldóra Mogensen, þing-maður Pírata, gerði stefnumörkun í fiskeldi að umræðuefni á Alþingi
þann 9. febrúar síðastliðinn og
beindi fyrirspurn til umhverfisráð-
herra.
Æskilegt er að málefni laxeldis séu
tekin til umfjöllunar í þingsölum
í ljósi þess að hér er um að ræða
uppbyggingu nýs og öflugs atvinnu-
vegar á Íslandi sem þegar er farinn að
skapa mikil verðmæti og fjölda starfa
í dreifðum byggðum landsins.
Mikilvægt er að umræða sé upp-
lýst og ígrunduð eigi hún að skila
árangri. Í grunnstefnu lýðræðishreyf-
ingarinnar Pírata sem þingmaðurinn
tilheyrir er einmitt lögð áhersla á
„gagnrýna hugsun“, „vel upplýstar
ákvarðanir“ og að „móta stefnu í ljósi
gagna og þekkingar“.
Það kom hins vegar fljótlega fram í
máli þingmannsins að hann var ekki
að fylgja grunnstefnu hreyfingar-
innar hvað þessi lykilatriði varðaði.
Þingmaðurinn hafði ekki kynnt
sér grundvallarstaðreyndir um eðli
greinarinnar, gildandi regluverk
við veitingu leyfa né fyrirkomulag
rekstrarumhverfisins.
Ætla mátti af orðum þingmanns-
ins að upplausnarástand ríkti varð-
andi leyfamál og reyndist fyrirspurn
hans uppfull af merkingarhlöðnum
rangfærslum og órökstuddum
hræðsluáróðri gegn laxeldi.
Upphafsorð þingmannsins voru:
„Frú forseti. Ríkisstofnanir hafa verið
að gefa út starfs- og rekstrarleyfi til
fiskeldisstöðva án þess að framtíðar-
stefna liggi fyrir eða mat á fyrirliggj-
andi náttúrunytjum …“
Þessi fullyrðing er röng. Stjórn-
völd hafa skapað framtíðarstefnu
sem meðal annars er fólgin í því að
laxeldi skuli aðeins leyft á afmörk-
uðum svæðum við landið. Gerðar
eru ríkar kröfur í gildandi lögum og
reglugerðum til undirbúnings fram-
kvæmda sem og til starfseminnar
sjálfrar.
Langt og strangt ferli
Að baki útgáfu starfs- og rekstrar-
leyfa vegna sjókvíaeldis er langt og
strangt ferli þar sem fjöldi hámennt-
aðra náttúrufræðinga og vísinda-
manna sem starfa hjá fagstofnunum
ríkisins fjalla um eðliseiginleika
framkvæmda. Ferlið hefst hjá Skipu-
lagsstofnun á grundvelli laga um mat
á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000.
Skila þarf inn ítarlegum gögnum um
náttúru fjarðanna og möguleg áhrif
framkvæmda á lífríki, samfélag, aðra
starfsemi og fleira. Þetta er gagnsætt
ferli þar sem fyrirhugaðar fram-
kvæmdir eru kynntar opinberlega
og öllum gefst kostur á að koma með
athugasemdir bæði almenningi sem
og fagaðilum.
Það er því fjarri lagi að verið sé
að gefa út starfs- og rekstrarleyfi til
fiskeldisstöðva án þess að framtíðar-
stefna liggi fyrir eða mat á fyrirliggj-
andi náttúrunytjum.
Í ræðu sinni sagði þingmaðurinn:
„Nú hafa landeigendur, veiðifélög,
æðarbændur, ferðaþjónusta og
fuglaverndarfólk miklar áhyggjur af
áformum um fiskeldi á Vestfjörðum
og sunnanverðum Austfjörðum og
telja að umhverfisráðuneytið hafi
brugðist skyldu sinni með því að hafa
hvorki látið fara fram óháð áhættu-
mat né mat á verndargildi náttúr-
unnar á áðurgreindum svæðum.“
Það eitt að einhverjir aðilar telji
að umhverfisráðuneyti hafi brugðist
skyldu sinni er í sjálfu sér enginn
dómur yfir ráðuneytinu eða rök í
málinu. Við sem manneskjur verðum
oftlega vitni að því að aðilar upplifi
atvik þannig að þeim finnist á sér
brotið þó að ekkert gefi tilefni til að
ætla að svo sé. Þetta er hluti af litrófi
mannlífsins og má sem ágætt dæmi
nefna afstöðu nýkjörins Bandaríkja-
forseta Donalds Trump sem telur
að fjölmiðlar hafi með óréttmætum
hætti brugðist sér.
Í ljósi þess regluverks sem gildir og
verklags við undirbúning og veitingu
leyfa verður ekki séð að umhverfis-
ráðuneyti eða umhverfisyfirvöld
hafi með nokkrum hætti brugðist
skyldum sínum.
Á einum stað sagði þingmaðurinn:
„Verði af áformum fjárfesta er tekin
áhætta með stórfellda lífræna meng-
un af saur sem drepur æðarvörp …“
Það er nokkuð ljóst að æðarvarpi
stendur ekki ógn af sjókvíaeldi sem
rekið er utan netlaga í fjörðum lands-
ins. Hins vegar væri upplýsandi og í
anda grunnstefnu Pírata ef þing-
maðurinn gæti vísað til tölfræðilegra
upplýsinga um fjölda æðarvarpa
sem orðið hafa fyrir skaða af völdum
saurs frá fiskeldi í sjó.
Það er mikilvægt að þingmenn
sýni ábyrgð og fjalli um málefni af
þekkingu og innsæi. Ræðustóll þings-
ins er vettvangur ólíkra skoðana-
skipta en á ekki að nýtast sem tæki í
áróðursstríði þar sem órökstuddum
og röngum fullyrðingum er miðlað.
Af saur sem drepur æðarvörp
Einar Örn
Gunnarsson
stjórnarmaður
í Löxum fiskeldi
ehf Það er því fjarri lagi að verið
sé að gefa út starfs- og rekstr-
arleyfi til fiskeldisstöðva án
þess að framtíðarstefna liggi
fyrir eða mat á fyrirliggjandi
náttúrunytjum.
2 8 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r16 s k o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð
2
8
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
5
5
-A
D
E
8
1
C
5
5
-A
C
A
C
1
C
5
5
-A
B
7
0
1
C
5
5
-A
A
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
8
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K