Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 30
„Við vorum búnar að fara í marg- ar búðir en mér fannst enginn kjóll neitt sérstakur, enginn sem gæti verið „minn“ fermingarkjóll. Ég gafst á endanum upp á leitinni og bað bara mömmu um að sauma kjól á mig. Ég fann snið í sauma- blaði sem hún á og við gerðum kjólinn út frá því,“ segir Freyja Ósk Héðinsdóttir. „Það var ekkert erfitt að finna efnið, við fórum í Föndru þar sem mamma kaupir oftast efni og þar sá ég strax efnið í kjólinn. Mig langaði ekki til að vera með hvítan venjulegan fermingarkjól og fannst þetta efni mjög flott. Við höfðum einlitt efni undir og svo munstað siffon yfir,“ segir Freyja. Saumaskapurinn gekk ágætlega þar til kom að því að ákveða sídd- ina. „Það varð eitt smá klúður, kjóll- inn var fyrst of síður fannst mér svo ég bað mömmu um að stytta hann. Við misreiknuðum okkur eitthvað og klipptum of mikið. Við fórum aftur í búðina til að kaupa meira efni til að gera nýtt pils á kjólinn, en þá var allt efnið búið! Konan sem var að afgreiða í búð- inni hafði keypt síðasta bútinn af efninu sjálf en hún mundi eftir okkur þegar við vorum í búðinni að velja efnið fyrst. Henni fannst svo gaman að sjá hvað ég var að velja mér öðruvísi efni í ferm- ingarkjólinn svo hún bara seldi mömmu bútinn svo við gætum klárað hann. Þetta bjargaðist því sem betur fer,“ segir Freyja Ósk og viðurkennir að þetta hafi aukið aðeins á stressið við fermingar- undirbúninginn. „Þá var bara tæp vika í ferm- inguna. Við vorum orðnar smá stressaðar og mamma miklu meira en ég. En þetta reddaðist og ég var rosalega ánægð með kjólinn. Ég hef reyndar ekki notað hann eftir ferminguna því það hefur bara ekki verið neitt tilefni ennþá. En ég mun nota hann þegar tækifærið gefst,“ segir hún. Fermingardag- urinn hafi lukkast vel en Freyja fermdist borgaralega í Háskóla- bíói, 2015, ásamt tvíburabróður sínum, Yngva Aroni. Minna stress hafi fylgt fermingarfötunum hans. „Hann keypti sér bara skyrtu og buxur.“ Saumarðu eitthvað sjálf? „Nei ekki mikið, saumaskapurinn er miklu meira mömmu sérsvið. Hún saumar mikið á mig og ef mig langar í buxur þá bara bið ég mömmu um að sauma þær og hún græjar það,“ segir Freyja. Spurð hvort hún spái mikið í tísku segir hún: „Já og nei. Mér finnst gaman að fylgjast með tísku en ég sjálf fylgi ekki tískunni. Ég fer bara í föt sem mér finnst þægileg.“ Það varð eitt smá klúð- ur, kjóllinn var fyrst of síður svo ég bað mömmu um að stytta hann. Við misreikn- uðum okkur eitthvað og klipptum of mikið. Við fórum aftur í búðina til að kaupa meira efni til að gera nýtt pils á kjólinn, en þá var allt efnið búið! Freyja Ósk Héðinsdóttir Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Fyrirmyndina fann Freyja í Burda-blaði og fékk mömmu sína til að útfæra hann. „Mér fannst enginn kjóll neitt sérstakur, enginn sem gæti verið „minn“ fermingarkjóll,“ segir Freyja Ósk en mamma hennar, Sigríður saumaði loks á hana fermingarkjólinn eftir mikla leit. Mynd/EyÞÓR Freyja var hæst ánægð með kjólinn. Mynd/AnTon BjARni Efnið í kjólinn kláraðist Freyju Ósk Héðinsdóttur langaði ekki í hefðbundinn fermingarkjól. Hún fann ekkert sem henni líkaði í búðum og fékk því mömmu sína Sigríði Tryggvadóttur til að sauma á sig fermingarkjólinn. Fyrirmyndina fann hún í Burda-blaði. FYRIR VORVEISLURNAR skoðið laxdal.is/betty barclay Lógó með adressulínu Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt) Fréttablaðið eykur þjónustu sína við lesendur á landsbyggðinni. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi sölustöðum víðsvegar um landið: FERMingAR Kynningarblað 28. febrúar 20178 2 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 5 5 -C B 8 8 1 C 5 5 -C A 4 C 1 C 5 5 -C 9 1 0 1 C 5 5 -C 7 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.