Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 8
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Kosningar VR eru hafnar Nú er komið að því að félagsmenn VR velji formann og stjórn fyrir kjörtímabilið 2017 til 2019. Hægt er að kjósa til hádegis þriðjudaginn 14. mars á vr.is. Nýttu rétt þinn og hafðu áhrif! Bandaríkin James Comey, yfirmað­ ur bandarísku alríkislögreglunnar FBI, fór fram á það að bandaríska dómsmálaráðuneytið bæri til baka ásakanir Donalds Trumps forseta um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafi látið FBI hlera fyrir sig síma Trumps. Comey sagði ásakan­ irnar úr lausu lofti gripnar. Trump kom með þessar ásak­ anir í nokkrum færslum á Twitter á laugardag. Sama dag sendi Comey dómsmálaráðuneytinu ósk sína, samkvæmt The New York Times. Trump færði engin rök fyrir ásökunum sínum, en svo virðist sem hann hann hafi helst stuðst við frásagnir í útvarpsþáttum og frétta­ síðum stuðningsmanna sinna á hægri vængnum. Skrifstofa forsetaembættisins í Hvíta húsinu óskaði hins vegar eftir því á sunnudag að Bandaríkja­ þing rannsaki hvað hæft er í þessum ásökunum. Sean Spicer, fjölmiðlafull­ trúi Hvíta hússins, sagði fréttir af hugsan legum njósnum um Trump valda miklum áhyggjum. – gb FBI krefst viðbragða Donald Trump færði engin rök fyrir ásökunum sínum. FréTTablaðið/EPa Holland Kosningabaráttan í Hol­ landi er komin á fullan skrið, enda þingkosningar í næstu viku, mið­ vikudaginn 15. mars. Málefni innflytjenda hafa verið mest áberandi í kosningabarátt­ unni, einkum vegna þess að Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, notar hvert tækifæri til að vara við útlendingum, einkum þó mús­ limum sem hann óttast mjög. Það þóttu því töluverð viðbrigði á sunnudaginn, þegar leiðtogar stjórnmálaflokkanna mættust í sjónvarpskappræðum, að varla var minnst á málefni innflytjenda. Ástæðan var sú að Wilders var fjarri góðu gamni. Hann ákvað að taka ekki þátt í þessum kapp­ ræðum, sagði að sér litist ekkert á þær. Hinir þátttakendurnir virtust reyndar ósköp fegnir. Nú gafst loks­ ins tóm til að ræða önnur málefni í hollenskum stjórnmálum. Frelsisflokki Wilders hefur lengi gengið mjög vel samkvæmt skoð­ anakönnunum, verið spáð allt upp í eða jafnvel yfir tuttugu prósentum atkvæða, eða álíka miklu og Frjáls­ lynda flokknum, flokki Marks Rutte forsætisráðherra hefur verið spáð. Flokkarnir tveir hafa skipst á um að vera í efsta sæti í skoðanakönn­ unum, þótt Frjálslyndi flokkurinn hafi oftar vinninginn. Aðrir flokkar hafa þó útilokað samstarf við Frelsisflokkinn, þann­ ig að jafnvel þótt hann fái flest atkvæði eru vart nokkrar líkur á því að hann verði með í ríkisstjórn. Ótti Wilders við múslima nær sífellt nýjum hæðum. Nú síðast sagðist hann vilja láta banna Kór­ aninn í Hollandi: „Ég myndi frekar vilja að við værum alls ekki með Kóraninn, rétt eins og við höfum að minnsta kosti gert Mein Kampf útlæga hér í Hollandi,“ sagði hann í viðtali við fréttavefinn Euronews, en Mein Kampf er hin alræmda bók Adolfs Hitlers, Barátta mín. gudsteinn@frettabladid.is Fegin að vera laus við Wilders Geert Wilders vill láta banna Kóraninn í Hollandi. Hefur gengið vel í skoðanakönnunum en kemst varla í ríkisstjórn vegna andstöðu annarra flokka. Hann mætti ekki til sjónvarpskappræðna á sunnudag. Frá sjónvarpskappræðunum á sunnudag þar sem Geert Wilders var fjarri góðu gamni. FréTTablaðið/EPa Bandaríkin Donald Trump Banda­ ríkjaforseti gaf í gær út nýja tilskip­ un um ferðabann til Bandaríkjanna. Að þessu sinni er búið að taka Írak út af lista yfir þau lönd, sem bannið nær til. Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Banda­ ríkjanna næstu níutíu dagana. Yfir­ gnæfandi meirihluti íbúa þessara ríkja eru múslimar. Þessi sex ríki eru Íran, Jemen, Líbía, Sómalía, Súdan og Sýrland. Jafnframt er í tilskipuninni, eins og þeirri gömlu, lokað á allt flótta­ fólk. Engum flóttamönnum verður leyft að koma til Bandaríkjanna næstu 120 dagana. Í nýju tilskipuninni er hins vegar ekkert sérstakt ákvæði sem bannar sérstaklega sýrlenskum flóttamönn­ um að koma til Bandaríkjanna um óákveðinn tíma. Bandarískir dómstólar töldu fyrri útgáfu tilskipunarinnar ekki stand­ ast bandarísk lög og ógiltu hana þess vegna. Trump var harla ósáttur við þá niðurstöðu og boðaði breyt­ ingar á tilskipuninni. – gb Trump með nýtt bann en án Íraka Donald Trump ásamt dómsmálaráð- herra sínum, Jeff Sessions. FréTTablaðið/EPa Það þóttu viðbrigði að varla var minnst á málefni innflytjenda í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokk- anna í Hollandi á sunnudag. Ferðabannið nær nú til Írans, Jemens, Líbíu, Sómal- íu, Súdans og Sýrlands. 7 . m a r s 2 0 1 7 Þ r i Ð J U d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 0 7 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 4 -0 B 1 C 1 C 6 4 -0 9 E 0 1 C 6 4 -0 8 A 4 1 C 6 4 -0 7 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.