Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.03.2017, Blaðsíða 25
VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU. ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 eyddi um 13 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Þetta má þó hæglega núlla út með því að hlaða bílinn rafmagni sem oftast og í stuttum ferðum flestra um höfuðborgina má svo til eingöngu aka bílnum á rafmagni og því getur hann verið mjög ódýr í rekstri. Það kemur ekki svo mjög á óvart að margir kjósi tengiltvinnbíla þessa dagana, þeir eru bráðsniðugir að flestu leyti, ódýrir í rekstri, ódýrir í innkaupum vegna engra vörugjalda og flestir mjög öflugir þar sem raf- mótorarnir bæta svo miklu afli við. Lítið skottpláss vegna rafhlaðanna Einn er þó ókosturinn við að vera með svo öflugar rafhlöður eins og í þessum bíl, þær taka pláss. Í tilviki Mercedes Benz C-Class 350e fer mikið af skottplássinu í rafhlöðurnar og fjórar íþróttatöskur fótboltastráka á leið í knattspyrnumót tóku megnið af skottrýminu. Því er „Sedan“ útgáfan af þessum bíl ekki beint sú hentugasta til langra ferðalaga þó að það breytist mikið ef valin er langbaksgerð bílsins. Annað sem pirrað gæti ökumenn þessa bíls er fremur óvenjuleg gír- stöng bílsins, en hún er áföst stýrinu hægra megin. Ef stendur til að bakka er henni ýtt niður og upp ef fara skal áfram. Ýtt er á enda hennar ef setja á í Park. Þetta venst samt vel og mikil reynsla kom einmitt á það í allri ófærðinni sem þarsíðasta helgi bauð upp á. Eitt enn sem fór nett í taug- arnar á ökumanni var að þegar leggja átti af stað og sett í Drive tók bíllinn stundum ekki sjálfvirku handbrems- una af og þurfti þá að taka hana af sjálfvirkt með takka sem ekki fannst svo auðveldlega í fyrstu, undir mæla- borðinu vinstra megin. Loftpúðafjöðrun og mikill staðalbúnaður Fjöðrun C-Class 350e er alveg til fyrirmyndar, enda er loftpúðafjöðrun staðalbúnaður. Kannski veitir ekki af þar sem bíllinn er 200 kílóum þyngri en hefðbundinn C-Class og fyrir því finnst aðeins í kröppum beygjum, en ekki þó þannig að þessi bíll sé ekki lipur og ljúfur akstursbíll. Ljúfur er kannski einmitt orðið, bíllinn fer fer- lega vel með farþega. Innréttingin í honum er sannarlega í lúxusflokki og mjög vel gengið frá henni. Það sést þó að viðarinnleggingin er ekki ekta og lofttúðurnar þrjár í mæla- borðinu, sem einkenna Benz bíla um þessar mundir, eru ekki að slá í gegn hjá greinarritara. Bíllinn er mjög vel búinn hvað staðalbúnað varðar, eins og á svo oft við um Plug-In-Hybrid gerðir bíla. Mercedes Benz C-Class 350e er flottur kostur á góðu verði, svo til því lægsta sem býðst af nokk- urri gerð C-Class, sem í sjálfu sér er magnað. Bílar 7Þ R I Ð J U D A G U R 7 . m A R s 2 0 1 7 0 7 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 3 -E D 7 C 1 C 6 3 -E C 4 0 1 C 6 3 -E B 0 4 1 C 6 3 -E 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.